Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 04.02.1999, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 04.02.1999, Blaðsíða 6
«l/C^ ^4^ Reiki ■ Heilun. s* j Aromatherapy. ^J^Nudd, Næringarrabgjöf, fi r* Electric City Sexwear. Sjálfstæbur dreifingarabili á Herbalife og Dermajetics Ymis tilboð í gangi Visa - Euro - Póstkrafa Ingibjörg Þorsteinsdóttir Hraunsvegur 25 - 260 Njarðvík Sími 421 5989-861 2089 Fasteignaþjónusta Suóurnesja hf. Fasteigna- og skipasala Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - sími 4213722 - fax 4213900 TrfiL n Húlabraut 9, Keflavík. Rúmgóð 150m2 5 lierb. íbúð í tvíbýli á n.h. ásamt bílskúr. Sk. á minni eign. 8.900.000.- °iLP»MPIE Heiðarholt 18, Keflavík. Falleg.vel með farin 2jaherb. íbúð. Einstakl. snyrtileg sam- eign. Laus strax. 4.600.000.- Háteigur 21, Keflavík. Mjög eiguleg 4ra herb. íbúð í fjórbýli. Skipti á raðhúsi eða einbýli í Reykjanesbæ. 8.100.000,- Suðurgarður 8, Keflavík. Mjög gott raðhús ásamt bíl- skúr á góðurn stað. Parket á gólfum, ný eldhúsinnr, frá- bært skápapl. 12.500.000,- Eífumói la, Njarðvík. Eiguleg 2ja lierb. íbúð á 1. hæð. Húsið sprungufyllt og málað '98. Möguleiki að taka bíl uppí. 3.900.000.- Klappabraut 13, Cíarði. Nýtt 141mieinbýli ásamt 55ml tvöföldum bílskúr, 4 rúmgóð herb. 10.300.000.- é|. Njarðvíkurbraut 21,Njarðvík 5herb. einbýli á 3 hæð ásamt bílskúr. Herbergin 15-20m- á stærð. Mikið uppgert að innan sem utan. 8.500.000.- Lágmói 10, Njarðvík. Um 170m! nýlegt einbýli ásamt 45m2 tvöföldum bíl- skúr. Nánari uppl. á skrifstofu. Suðurgata 19, Kefla\ ík. 5herb. einbýli ásamt tvöf. bílskúr og geymsluskúr. Nánast allt uppg. að innan. 8.900.000,- Eiinbýli og/eöa raöhús óskast Einbýli og raðhús óskast! Höfum trausta kaupendur að nýlegum raðhúsum og/eða einbýlishúsum í Reykjanesbæ, helst í gren- nd við Heiðarskóla. M Garðurinn hefji viðræður við Reykjanesbæ - segir minnihlutinn: Meirihlutinn vill engar sameiningarviðræður Allar tillögur minnihluta hreppsnefndar Gerðahrepps, sem er skipaður þeini Finnboga Björnssyni og Maríu Önnu Éiríksdóttur frá H-lista og Viggó Benedikts- syni frá I-lista, um sam- einingarmál Gerðahrepps við annað hvort Reykjanesbæ eða Sandgerðisbæ voru felldar 4:3 á hreppsnefnd- aifundi í Garði f gærkvöldi. 1 framhaldi af skýrslu sem VSÓ hefur lagt fram um kosti og galla sameiningar Gerðahrepps við Reykjanes- bæ og/eða Sandgerði lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi tillögu á fund- inum í gær: „Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkir að hefja vinnu samkvæmt 90. grein sveitarstjómarlaga nr. 45 frá 3. júní 1998 og ræða við bæjarstjórn Reykjanes- bæjar og kanna vilja hennar til sameiningar Reykjanes- bæjar og Gerðahrepps." Tillagan var felld 4:3 með atkvæðum meirihlutans. Samskonar tillaga um viðræður við Sandgerðisbæ var einnig felld 4:3. Þá felldi meirihlutinn einnig tillögu fulltrúa minnihlutans unt að skýrslu VSÓ verði dreift inn á öll heimili í Garði. Skýrslan var nýverið kynnt á borgarafundi í Garði þar sem mættu rúntlega 80 manns en kostnaður við skýrsluna er rúm ein milljón króna. Finnbogi Bjömsson var að vonum ekki sáttur við að til- lögum hans og annarra minnihlutafulltrúa hafi verið hafnað, í samtali við VF. í kosningu samhliða sveitar- stjórnarkosningum síðasta vor vildi rnikill meirihluti, unt 80% ibúa Gerðahrepps, láta kanna kosti og galla sameiningar. Skýrslan liggur fyrir og þar er Reykjanesbær sagður álitlegri kostur fyrir Garðmenn. Það er hins vegar ekki vilji núverandi meiri- hluta hreppsnefndar, sam- kvæmt atkvæðagreiðslum í hreppsnefnd í gær, að fara í viðræður við Reykjanesbæ, né heldur að koma niður- stöðum skýrslu VSÓ til hreppsbúa á annan hátt en nteð borgarafundi. UR SVEITARSTJORNARLOGUM 90. gr. sveitarstjórnarlagu: Frjáls sameining sveitarfélaga. Þegar tvær eða fleiri sveitarstjómir hafa ákveðið að kanna möguleika á sameiningu skulu þær kjósa samstarfsnefnd til þess að annast athugun málsins. Skal hvor eða hver sveitarstjóm kjósa tvo full- trúa eða fleiri í nefndina eftir samkomulagi. Nefndin kýs formann úr sínum hópi. Samstarfsnefnd skal starfa í samráði við ráðu- neytið og skal það láta henni í té þá aðstoð er það telur nauðsynlega og úrskurða um vafaamði er upp kunna að koma. Þegar samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu urn sameiningu skulu viðkomandi sveitarstjórnir taka málið á dagskrá. Skal hafa tvær umræður um málið án atkvæðagreiðslu. Að lokinni umræðu sveitarstjóma skal síðan far fram atkvæðagreiðsla innan sveitarfélaganna um sameininguna. Viðkomandi sveitarstjórnir ákveða sameiginlega hvenær atkvæðagreiðsla fer fram og skal kosið sama dag í sveitarfé- lögunum. Samstarfsnefndin eða viðkomandi sveitarstjómir skulu kynna íbúurn sveitaifélaganna þá tillögu sem greiða skal atkvæði um með hæfilegum fyrir vara og með tryggum hætti, svo sem með dreifibréfi eða almennum fundi. Sveitarstjóm lætur gera atkvæðaseðil til afnota við atkvæðagreiðsluna í samráði við ráðuneytið. Um atkvæðagreiðslur samkvæmt þesari grein fer eftir ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjóma eftir því sem við getur átt. Aföstudaginn verður haldið upp á 35 ára afmæli Landsbank- ans í Sandgerði. í tilefni dagsins verður viðskiptavinum bankans boðið upp á kaffl og kökur auk einhvers góðgætis fvrir yngri kvnslóðina. Landsbankinn í Sandgerði hóf starfsemi sína sem afgreiðsla frá Grindavíkurútibúi 31. janúar 1964. Breyting varð svo 1983 þegar afgreiðslan í Sandgerði var færð undir útibú Landsbankans á Kefla- víkurflugvelli. Þriðja og Starfsfólk Landsbankans í Sandgerði ásamt Viðari Þorkelssyni svæðisstjóra og Halldóri J. Krjstjánssyni bankastjóra Landsbanka íslands. stærsta breytingin varð 1. september 1985 er stofnað var sjálfstætt útibú og var fyrsti útibússtjóri Jónas Gestsson. Á þessum tíma hefur vöxtur og uppgangur á svæðinu verið mikill sem leitt hefur til gífurlegrar eftirspumar láns- fjár, enda sjávarútvegur og þjónusta í kringum hann nánast eini atvinnuvegurinn á staðnum. Til að sinna svæð- inu varð Sandgerðisútibú oft á tíðum að lána allt að 3-4 sin- num meira en það hafði afl til sjálft. Þannig hefur þetta tiltölulega litla útibú staðið undir og stuðlað að hinni gífurlegu uppbyggingu sem átt hefur sér stað hin síðari ár. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.