Víkurfréttir - 04.02.1999, Side 18
Vidar Þorkelsson, svæðisstjóri
Landsbankans á Suðurnesjum og
Geirmundur Kristinsson spari-
sjóðsstjóri tókust á um bikarinn.
Hvoru megin lendir bikarinn?
VIÐAR ÞORKELSSON - LANDSBANKANUM
Skemmtilegir
leikmenn og
miklar skyttur
Landsbanki íslands liefur
verið aðalstyrktaraðili
kkd. Keflavíkur ár sjö-
unda ár og telur Viðar
Þorkelsson, svæðisstjóri
Landsbanka Islands á Suð-
urnesjum, samstarfið hafa
verið gott og báðum aðilum
mikilvægt. „Okkur er mikil-
vægt að taka þátt í jafn upp-
byggilegu íþróttastarfi og á sér
stað hjá körfunni í Keflavík
og teljum að samstarfið hafi
ótvírætt auglýsinga- og mark-
aðsgildi.” Viðar er fyrrver-
andi landsliðsmaður í körfu-
knattleik og knattspymu, lék
með Fram á yngri árum, og
mætir á alla heimaleiki
Keflvíkinga sem hann kemst
á. „Eg á von á mjög skemmti-
legum leik á laugardaginn
enda tvö bestu lið landsins,
um þessar mundir, að kljást
um titilinn. Eg held að tap
Njarðvíkinga gegn KR fyrir
skömntu efli þá og styrki í
undirbúningnum. I liðunum
eru margir skemmtilegir leik-
menn og miklar þriggja stiga
skyttur. Njarðvíkingar verða
að stjórna hraða leiksins og
miklu skiptir hvernig þeim
tekst upp í vörninni gegn
Damon Johnson.
GEIRMUNDUR KRISTINSSON - SPARISJÓÐNUM
Hlakka til ai sjó
skemmtilegan og
drengilegan leik
Sparisjóðurinn er aðal-
styrktaraðili Njarð-
víkinga og er Geir-
mundur Kristinsson,
sparisjóðsstjóri ánægður með
samstarfið. „Við höfum alltaf
stutt dyggilega íþróttir á
Suðumesjum og talið mikil-
vægt að styrkja uppbygg-
ingar- og æskulýðsstarf á
svæðinu. I gegnum árum
höfum við stutt körfuna jafnt í
Keflavík sem Njarðvík og
glaðst mjög yfir velgengni
beggja. Á síðasta ári gerð-
umst við aðalstyrktaraðili
kkd. Njarðvíkur og eru
tengslin orðin sterk og báðum
mikilvæg. Við teljum það
vera hag okkar að vera í
góðum tengslum við sam-
félagið sem við búum í og
teljum að samstarfið við kkd.
Njarðvíkur hafi ótvírætt
markaðsgildi. Við erunt
heimamenn og náið tengdir
öllum hliðum mannlífsins á
svæðinu, íþróttum sem
annarri félagsstarfsemi. Ég
hef fylgst með körfunni alla
tíð frá skólaárunum og sótt
leiki eftir mætti. Ég hef fylgst
grannt með Njarðvíkurliðinu í
gegn um tíðina og þrátt fyrir
velgengni Keflvíkinga það
sem af er tímabilsins þá
kemur Njarðvíkurliðið til með
að sýna þann karakter sem
einkennt hefur leik liðsins
síðastliðna áratugi því það er
enginn vafi að Njarðvíkingar
eiga sigursælasta körfubolta-
lið landsins. Ég hlakka til að
mæta í höllina á laugardaginn
og sjá skemmtilegan og
drengilegan leik.”
irOÍlÁM*V-
RENAULTBIKARINN - www.vf.is