Víkurfréttir - 04.02.1999, Side 19
Samningar
um Seltjörn
Bæjan'áð Reykjanesbæjar hefur
ákveðið að ganga til samninga
við Jónas Pétursson vegna
mannvirkja við Seltjöm. Lagt er
til að Jónas haldi leigutíma í tvö
ár eða út árið 2000 en bæjar-
stjóra er falið að semja um
verðlag og greiðsluskilmála
vegna mannvirkjanna og Ieggja
það fyrir bæjarráð. Jónína
Sanders ítrekaði við minnihluta
bæjarstjómar, sem gerði fyrir-
vara um allt málið, að bærinn
væri ekki bundinn af einu eða
neinu þó sest væri að samn-
ingaborði.
Samið við
Léttsteypuna
Framkvæmda- og tækniráð
Reykjanesbæjar hefur lagt til
við bæjarráð að gerður verði
tveggja ára einingaverðsamn-
ingur við Léttsteypu Suð-
urnesja um hellukaup fyrir
bæinn. Einnig hafa verið lagðar
fram þrjár tillögur að nýju
stöðvarhúsi fyrir dælu- og
hreinsistöð fyrir fráveitu í
Njarðvík samkvænrt teikn-
ingum frá Teiknistofunni Örk.
Hefur ráðið komið sér saman
unt eina þeirra og hefur tillög-
unni verið vísað til bæjarráðs.
Ráða bókasafns-
fræðing
Menningar- og safnaráð
Reykjanesbæjar hefur gert
athugasemd við að laun
skjalavarðar séu á bókhalds-
lykli bókasafnsins, þar sem
skjalasafnið hefur sér bókhalds-
lykil. Ráðið ítrekar þá kröfu
sína um að ráðinn verði
bókasafnsfræðingur svo safnið
geti uppfyllt skyldur sínar
samkvæmt nýjum lögum.
Undanfarin ár hefur starfsemi
safnsins aukist mikið og enn er
farið fram á mehi þjónustu án
þess að viðbótar starfskraftur
fáist. Minnir ráðið á auknar
tekjur safhsins vegna hækkunar
á gjaldskrá og því séu litlar
lfkur á að ráðning bókasafns-
fræðings valdi vemlegum halla
á bæjarsjóði.
Þá var einnig samþykkt erindi
íþrótta- og tómstundafulltrúa
þar sem óskað var eftir því að
tómstundastarf aldraðra fengi
afnot af eldhúsinu á Vesturbraut
17 fyrir keramik aðstöðu, svo
fremi sem leikfélaginu yrði
tryggð aðstaða í kjallara
hússins.
Bæjarstjónn hlíft
Tómstunda- og íþróttaráð
Reykjanesbæjar þakkaði bæj-
arstjóm nýverið fyrir að hlífa
ráðsmönnum fyrir ákvarð-
anatöku um breytingar á gjald-
skrá íþróttamannvirkja og
félagsmiðstöðva. Bæjarstjómin
fékk og sérstakar þakkir fyrir
að veita ráðsmönnum og þá
bæjarbúum öllum væntanlega,
rúman tíma til kaupa á afsláttar-
og árskortum á eldra verði en
sá tími rann að vísu út nú um
mánaðarmótin.
Námskeið í
málmsmíði
Fyrirhugað er að halda námskeið í
málmsmíði ef næg þátttaka fæst,
kennt verður í Grunnskólanum
Sandgerði. Efni sem verður notast
við er: nýsilfur, messing, kopar o.fl.
Hvert námskeið er 15 tímar að
lengd og kostar kr. 12.000- fyrir
einstakling og kr. 18.000.- fyrir hjón.
Allt efni er innifalið í kostnaði.
Leiðbeinandi verður Sigurður
Friðjónsson. Upplýsingar í símum
423 7610 og 421 2385.
Tilboð óskast
í flutninga
Um er að ræða flutning á
6-800 rúmm. af timbri á ári
úr Hafnarfirði í Garðinn.
Nánari upplýsingar í síma
893 2944 eða 421 7450
A tvinna
/
Oska eftir vönu fólki í fiskvinnslu
Upplýsingar ísíma 421-7106
Gerðahreppur
Garður -
Reykjanesbær
Eins og fram hefur komið hefur
SBK ákveðið að haetta akstri til okkar
í Garðinum. I framhaldi af
því verður breyting á fyrstu ferð
Aðalstöðvarinnar. Farið er úr
Reykjanesbæ kl. 07.00 og úr
Garðinum kl. 07.15. Unnið er að
frekari breytingum sem kynntar
verða innan tíðar.
Sveitarstjóri.
Reykjanesbær
Húsvörður
í Heiðarskóla
Óskað er eftir húsverði í
100% starf við Heiðarskóla í
Reykjanesbæ frá og
með 1. mai 1999.
Heiðarskóli er nýr heildstæður
grunnskóli sem enn er í byggingu.
Skólastarfið hefst í fullbúnum skóla
haustið 1999. Æskilegt er
að umsækjandi hafi menntun
og/eða starfsreynslu sem iðnaðar-
maður. Viðkomandi
verður að geta unnið sjálfstætt,
eiga gott með að vinna með
öðrum og jafnframt annast verk-
stjórn. Laun skv. kjarasamningum
Reykjanesbæjar og S.T.R.B.
Umsóknarfrestur er
til 15. febrúar 1999.
Umsóknir berist Skólaskrifstofu
Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, 230
Keflavík. Reykjanesbæ. Upplýsingar
veitir skólastjóri
Árný Inga Pálsdóttir eða starfs-
mannastjóri Hjörtur Zakaríasson
ísíma 42 1 6700.
Utboð
Húsfélagið Heiðarbraut la-f óskar
eftir tilboðum í verkið
„ENDURBÆTUR OG VIDGERDIR
UTANHÚSS 1999"
Verkið felst í að skipta um glugga,
endurnýja þakkanta, háþrýsti-þvotti,
múrviðgerðum
og að setja steiningu utan á húsið.
Verkinu skal að fullu lokið eigi
síðar en 12. júni 1999.
Útboðsgögn verða seld á
Verkfræðistofu Suðurnesja ehf.
Hafnargötu 58, 230 Keflavík á
kr. 1000.- frá og með mánudeginum
8. febrúar 1999. Tilboð verða opnuð
á sama stað fimmtudaginn
18. febrúar 1999, kl. 11.
Stjórn húsfélagsins
FRETTAVAKT VIKURFRETTA
í SÍMA 898 VLVí
Víkurfréttir