Víkurfréttir - 04.02.1999, Blaðsíða 20
Aðsendar greinar vegna prófkjörs Samfylkingarinnar
Samfylkingin á
Suðurnesjum
Það sannaði sig í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík að
flokkakerfið er í uppstokkun.
Samfylkingin er komin til að
vera. Glæsilegur árangur við
skipan á framboðslistann þar
veit á gott um framhaldið. Lífs-
viðhorf félagshyggju og sjónar-
mið jafnræðis hafa náð saman í
einni fylkingu sem er tilbúin til
átaka við sjónarmið sérhyggju,
þar sem stjórnarstefnan hefur
verið í þágu hinna efnameiri í
samfélaginu fyrst og fremst.
Annað kvöld og á laugardag fer
fram prófkjör Samfylkingarinn-
ar hér í Reykjaneskjördæmi.
Mikilvægi prófkjörsins felst
einnig í þeim sóknarmöguleik-
um sem okkur gefst í framhald-
inu. Við höfum við tækifæri til
þess að stilla saman strengi og
velja lista yfir fiokkslínur eins
og okkur sýnist best. í sameig-
inlegri samfylkingu til framtíðar
er samt mikilvægt að við Suður-
nesjamenn höldum góðum hlut
í þessu prófkjöri. Það skiptir
líka máli að til forystu veljist
fólk sem þorir að takast á við
valdaöflin í samfélaginu, hafi
f)or til að stokka upp og standa
vörð um velferðarkerfið og sé
fært um að fara nýjar leiðir í ný-
sköpun atvinnulífsins. Eg býð
mig fram til jrjónustu fyrir fólk
og hef engra annarra hagsmuna
að gæta. Mér þætti vænt um að
fá stuðning í 3. sætið.
Skúli Thoroddsen.
Guðmund í efsta sæflð
Það er mikilvægt í fyrsta próf-
kjöri nýrrar sameinaðrar hreyf-
ingar jafnaðarmanna og félags-
hyggjufólks, að vel takist til við
skipan hins nýja lista Samfylk-
ingarinnar hér í Reykjaneskjör-
dæmi. Prófkjörið sem frarn fer
5.og ó.febrúar næstkomandi og
er öllum stuðningsmönnum
opið, mun ráða því hvemig for-
ystusveit okkar mun líta út í
kosningabaráttunni í vor.
Fjölmargt gott fólk er að finna í
hópi frambjóðenda, sem em 19
talsins. Það skiptir miklu máli
hvemig forystu verður háttað á
listanum. Guðmundur Arni
Stefánsson alþingismaður er
mjög vel til forystu fallinn og er
það mín skoðun að hann sómi
sér vel í 1 .sæti listans. Hann er
baráttumaður bæði í sókn og
vöm og þótt ungur sé að ámm,
hefur hann margháttaða reynslu
í meðvindi sem mótvindi. í
stjómmálum og lífinu almennt.
Ég minni líka á, að Guðmundur
Arni reyndist okkur betri en
enginn þann stutta tíma sem
Itann gegndi störfum heilbrigð-
isráðherra. Beinn stuðningur
hans og handfastur við bygg-
ingu D- álmu var meiri og raun-
verulegri en flestra annana og
Góðærið inn
á heimilin
Það hringdi í mig ung verka-
kona um daginn. Býr í
Reykjanesbæ og er gift tvegg-
ja barna ntóðir.. Þessi kona
spurði eftir góðærinu og þá
sérstaklega hvenær þess væri
von inn á heimili launafólks í
þessu landi. Hjónin ynnu
bæði úti en endar næðu ekki
saman. Hver mánaðarmót
væm einfaldlega höfúðverkur
og ergelsi, þegar launatekjur
dygðu tæpast fyrir glugga-
bréfunum og brýnustu nauð-
synjum fjölskyldunnar.
Þessi spuming er einfaldlega
kjarni íslenskra stjórnmála í
dag.
Þessunt spumingum almenn-
ings verðum við í Santfylk-
ingu jafnaðar og félags-
hyggjufólks að svara með
skýrum og afdráttarlausum
hætti. Og það munurn við
gera. Við ætlum að jafna
óhófiegan tekjumun og koma
góðærinu inn á heimilin í
landinu. Við viljum jöfnuð,
frelsi og réttlæti til öndvegis í
íslenska pólitík á nýjan leik.
Og með þá lykla að framtíð-
inni í höndum okkar, |tessi
grundvallarlífsviðhorf. þá
munum við koma á réttlátri
og eðlilegri skipan í sjávarút-
vegsmálum. treysta atvinnu
og iífskjör.
I prófkjöri Samfylkingar á
föstudag og laugardag erum
við að leggja grunn að því að
hægt verði að taka á þessum
stóru málurn. Ég er til í slag-
inn. Er reiðubúinn að leiða
lista hinnar nýju samfylkingar
- vera í l.sæti.
Ég vonast eftir því að við eig-
um santleið í prófkjörinu nú á
föstudag og
laugardag.
Guðmiwdur Arni Stefánsson
alþingisntaður.
alntennt naut heilbrigðisþjón-
ustan hér suður ffá atorku hans
og velvilja.
Samfylking jafnaðarmanna í
Reykjaneskjördæmi verður í
góðum höndunt undir forystu
Guðmundar Ama.
Kristmundur Asmundsson
yjirlœknir og bœjarfulltrúi.
STYÐJUM ÁGÚST
Við undirrituð, Suðumesjamenn, styðjum Ágúst Einarsson alþingis-
mann til forystu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi
þann 5. og 6. febrúar n.k.
Hreggviður Hermannsson, lœknir
Hermann Ragnarsson, múrari
Logi Þormóðsson,fiskverkandi
Sigurður Guðbjörnsson, pípulagningamaður
Sverrir Magnússon, lilaðmaður
Þuríður Sigurjónsdóttir, húsmóðir
Jóhannes Hleiðar Gíslason, nemi
Isleifur Guðleifsson, hafnarvörður
Halldóra Gunnarsdóttir, húsm.
Rúnar Júlíusson, hljómlistarmaður
Guðmundur Tli. Ólafsson, öryggisráðgjafi
Valgerður Magnúsdóttir, verslunatmaður
Þorleifur Már Friðjónsson, öryggis\'örður
Jónína Olsen, húsmóðir
Hrefna Magnea Guðmundsdóttir, nemi
Vilhjálmur Vilhjálmsson, hlaðmaður
Biynja Jónsdóttir, skrifstofumaður
Jóhanna Brynjólfsdóttir, hjúkrunarfrœðingur
Sterkari saman
Á þeim þrem árum sem ég hefi
setið á Álþingi íslendinga hefi
ég orðið vitni að því hvernig
málflutningur stjórnarand-
stöðuflokkanna sem áður reyn-
du að finna hver sína sérstöðu í
öllum málum hefur orðið
samvirkari og fundið í fjölmör-
gum málum þar sem undirbúinn
hefur verið samstæður málflut-
ningur eins og t.d. við afgreiðs-
lu frumvatpa um málefni vinnu-
markaðarins og í atlögu
ríkisstjómarinnar að félagslega
húsnæðiskerfinu, hversu mikið
sterkari við erum þegar við
stöndum sama. Jafnvel [>ó ekki
tækist að reka slík mál til baka,
þingmeirihluti ríkisstjórnar-
flokkanna er auðvitað mikill
eins og allir vita, þá tókst þó að
hnekkja ýmsum verstu
ákvæðum þeirra og gera þau
óskaðlegri en ella hefði orðið.
Þannig fundum við sem stóðum
í eldlínunni að við vorum
sterkari saman.
Kjör ellilífeyris- og örorkuþega
hafa versnað í góðærinu.
Ríkisstjórnin lofaði að bæta
þeirra hag til samræmis við
hækkanir á launamarkaði en
sveik það að sjálfsögðu. Ef
okkur finnst að þessir hópar
samfélagsins eigi betra skilið
þurfum við að standa saman til
að ná því fram.
Heilbrigðiskerfið er komið að
fótum fram. Kostnaðarhlutdeild
sjúklinga hefur smám saman
vaxið þannig að samkvæmt
skoðanakönnunum veigrar nú
sá hluti þjóðarinnar sem minnst
hefur sér til framfærslu sér við
að leita læknis. Kostnaðurinn
vegna meðferðar á eyrn-
abólgutilfelli hjá minnsta bam-
inu ríður tjárhag láglaunafjöl-
skyldunnar á slig svo að ekki sé
nú talað um tannlæknakostnað
foreldranna. Hann þurrkar út
möguleika fjölskyldunnar á
sumarleyfi það árið. Þessu
ætlum við að breyta og til þess
verks erum við sterkari saman.
Við viljum gera góðan skóla
betri. Það er knýjandi nauðsyn
að búa á þann veg að men-
ntamálum að við séum
samkeppnisfærir við þær þjóðir
sem við viljum standast saman-
burð við. Ef það takmark á að
nást þarf að verja meiri fjár-
munum til skólastarfs. Til að ná
því fram erum við sterkari
saman.
Hluti þjóðarinnar er læstur inni í
fátækragildru. inni í vítahring
lágra launa, húsnæðiseklu.
óhóflegrar skuldsetningar til að
komast yfir húsnæði og hárra
vaxta. Þetta fólk getur í raun
■ítf’fcs
ekki veitt sér nein þau lífsgæði
sem annars staðar þykja eðlileg
né heldur það sem hjá öðrum
telst til nauðsynja. Þetta ástand,
meðan aðrir hópar virðast hafa
sjálftökurétt um sín lífskjör, er
þjóðarskömm. Þessu ætlum við
að breyta.
Til þess erum við sterkari
saman.
Sigríður Jóhannesdóttir
alþingismaður, býður sig fram
í 2. sœti í Reykjanesi.
Nýburi í Noregi
Stúlka fædist þann
10.01.99 á sjúkrahúsinu í
Kongsberg í Noregi. Hún
var 3220 gr. á þyngd og
49 cm á hæð. Stúlkan
hefur verið néfnd Ástrós.
Foreldrar eru Brynjar
Steinarsson og Kolbrún
Guðjónsdóttir.
Á ntyndinni eru Ástrós og
bróðir hennar Jón Steinar.
Víkuifréttir