Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 11.02.1999, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 11.02.1999, Blaðsíða 10
i NJARÐVIKINGAR BIKARMEISTARAR 1999 Sigurður Ingimundarson Hvaða hugsanir flugu í gegnum huga þinn þegar þér varð Ijóst að leikurinn var tapaður? „Eg trúði því varla að við hefðum klúðrað leiknum úr höndun- um á okkur, það var hreinlega ekki hægt að tapa þessum leik. Otölulegur fjöldi smáatriða breytti gangi leiksins á lokasekúnd- unum og öll voru þau Njarðvík í hag. A örlagastundu ineiddist Birgir Örn, eftir brot Friðriks Ragnarssonar, og varð að fara af leikvelli. Kristján kom í hans stað, skilaði hvorugu vítinu niður, og gaf Njarðvíking- uni möguleika á að jafna leikinn. Var það röng ákvörðun af þinni hálfu að setja Kristján inn? „Eg varð að skipta Birgi út og þrátt fyrir að hann hefði hitt vel í leiknum þá er Kristján (80%) miklu betri vítaskytta en Birgir (43,5%) og ég mun taka sömu ákvörðun í næsta leik komi þessi staða upp. Voruð þið mögulega orðnir of sigurvissir, farnir að fagna sigri? „Alls ekki, við töpuðum síðast leik fyrir u.þ.b. fjómm mánuðum síðan og vomm vissulega fullir sjálfstrausts en alls ekki byrjaðir að fagna. Það gekk bara allt upp fyrir Njarðvíkinga á lokasek- úndunum og þegar upp var staðið var aðeins 1/2 sekúnda eftir á klukkunni eftir jöfnunarkörfuna. Ein sekúnda einhvers staðar sem hefði fallið okkar megin og sigurinn hefði verið okkar. Þetta sýnir bara hvað karfan ber höfuð og herðar yfir aðrar boltafþróttir hvað spennu varðar. Njarðvikingar gáfust ekki upp og uppskám hið ótrúlega og óska ég þeim til hamingju með titil- inn.” Hjörtur Harðarson „Við gál'um þennan leik frá okkur. Það fór allt úr- skeiðis sem mögulega gat farið nrskeiðis og ]ivi fór sem fór. Við klúðruðum og þeir nýttu sér það til liins ýtrasta. Öska ég jreim til hamingju með titil- inn” Kristján Guðlaugsson „Eg efaðist ekki um að ég mynda hitta úr vítunum og var sannfærður um að fyrra vítið væri ofaní jreg- arég sleppti boltanum. Eg hef verið á liinum endanum á svona vítaskotum og tryggt liði mínu sigur á lokasekúnd- um. Vonbrigðin og vanlíðan- in í leikslok vom auðskiljan- lega gríðarleg en íþróttamenn þurfa að kunna að taka tapi jafnt sem sigri og við kom- um bara sterkari til leiks næst.” Birgir Örn Birgisson liggur í gólfinu með blóðnasir eftir viðureign sína við Friðrik Ragnarsson. Birgir Örn varð að fara útafog Kristján Guðiaugsson kom „kaldur“ inná í stað hans. umv mmmm \áÍ mniiruuAi' nuÁ cB ilaAmÓAÍci/taiiifícn^ l lcii/ií ifinfftílefi/ i 9 9 9 SPARISJÓÐUEINN í KEELAVÍK SR4RISJÓÐURINN í KEFIAVÍK er aðalstyrktaraðili Njarðvíkurliðsins í körfuknattleik 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.