Víkurfréttir - 11.02.1999, Blaðsíða 15
■ Unglingar í Grindavík halda til í hraðbanka Sparisjóðsins:
Skemmdir og
slæm umgengni
, J>etta er oft skrautlegt útlitið í
hraðbankanum á laugardags-
morgnum enda ekki við öðru að
búast þegar safnast saman tugir
ungmenna og dvelja þar tímun-
um saman“, sagði Elín
Aspelund, útibússtjóri Spari-
sjóðsins í Grindavík vegna
ónæðis af völdum unglinga í
hraðabankanum um helgar en
hann er staðsettur í anddyri
verslunarmiðstöðvarinnar við
Víkurbraut.
Umgengni í hraðbankanum hef-
ur verið mjög slæm eftir helg-
amar og skemmdir oft unnar.
Seint sl. haust vann ungur piltur
miklar skemmdir á hraðbankan-
um og var hann kærður vegna
atviksins en upp um hann
komst með hjálp upptöku-
myndavélar sem staðsett er í
hraðbankanum. „Krakkarnir
koma mikið hingað og dvelja
hér í hraðbanknum. Þeir hafa
fiktað með eld og svo er um-
gengnin slæm. Verslunareig-
endur hér í miðstöðinni segja að
útlitið sé mjög slæmt oft á tíð-
um þegar þeir opna á laugar-
dagsmorgun", sagði Elín.
Krakkamir komast inn í hrað-
bankanum með kortum sem
mörg þeirra em með. Að sögn
Elínar hefur komið til tals að
loka hraðbankanum vegna
þessa ástands en ekki hefur ver-
ið tekin ákvörðun um það enda
er vonast til að ástandið lagist.
„Þetta er náttúrlega engan veg-
inn nógu gott. Fólk sem vill
nota þessa þjónustu veigrar sér
við að fara þama inn þegar tíu
til fimmtán krakkar eru fyrir
innan", sagði Eli'n.
Vandræði vegna skemmdar-
verka unglinga í Grindavík hafa
verið á fleiri stöðum, m.a. í and-
dyri Verkalýðshússins við sömu
götu. Þar hafa rúðbrot verið
mjög tíð. Aö sögn lögreglunnar
í Grindavík hefur ástandið þó
verið betra undanfamar vikur.
Tónlistarskólinn
i Keflavík
Léttsveit Tónlistarskólans ÍKeflavík
heldur tónleika Öskudaginn,
miövikudaginn 17. febrúarkl. 20
í Frumleikhúsinu vA/esturbraut
Fjölbreytt efnisskrá.
Aögangur ókeypis.
Samvinnuferðir -
Landsýn
Víkurbraut 62, Grindavík.
Opið sunnudaginn
14. febrúarfrá 14-16.
Kynning á
sumarbæklingnum
EJTJB Ferðaþjónustu-
fyrirtæki og
handverksfóik
▼ á Suðurnesjum
Fundur vegna sýningarinnar í
Laugardalshöll 22. til 25. apríl n.k.
verður haldinn á skrifstofu MOA
í Kjarna, Hafnargötu 57 Keflavík,
Reykjanesbæ mánudaginn
15. febrúar kl 20:00. Þeirsem áhuga
hafa á að taka þátt í sameginlegu
sýningarsvæði Suðurnesjamanna eru
hvattir til að mæta.
MOA. Markaðs- og atvinnu-
málaskrifstofa Reykjanesbæjar
Ferðamálafulltrúi.
Húsfélagið Sambýli óskar eftir
tilboðum í verkið „Sólvallagata 38-
40 og Faxabraut 25-27, - endurnýjun
og viðgerðir utanhúss".
Verkið felst í því að skipta um hluta
af gluggum í húsinu og glerja,
háþrýstiþvo alla veggi utanhúss,
laga múr og steypuskemmdir, steina
veggi og mála. Einnig skal byggja
nýjar svalir og stiga út í garð.
Verkinu skal að fullu lokið
eigi síðar en 1. ágúst 1999.
Utboðsgögn verða seld á
Verkfræðistofu Suðurnesja ehf.
Hafnargötu 58, 230 Keflavík, á
kr. 2000.- frá og með mánu-
deginum 15. febrúar n.k. Tilboð
verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 9. mars 1999, kl. 71.
Stjórn félagsins
Reykjanesbær
Breytingar
á umferö
I samræmi við staðfest aðalskipulag og að fengnu
samþykki Sýslumannsins í Keflavík, hafa eftirfarandi
breytingar á umferð í Reykjanesbæ verið ákveðnar.
1) Bráðabirgðatengingu Heiðarholts við
Hringbraut verður lokað.
2) Heiðarberg verður tengt við Hringbraut og umferð
um Hringbraut hefur forgang, stöðvunarskylda,
gagnvart umferð um Heiðarberg.
Breyting þessi tekur gildi föstudaginn
19. febrúar 1999 kl. 08.00.
Víkurfréttir
15