Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 03.06.1999, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 03.06.1999, Qupperneq 10
Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri slítur Myllubakkaskóla. Nemendur hlýddu hugfangnir á þær Hönnu Björg og írisi Ósk leika á hljóðfæri sín. Myllubakkaskóla slitið í síðasta sinn sem barnaskóla Síðasta útskrift úp unglingaskóla í Keflavík Holtaskóla var slitið í 47 sinn sl. laugardag. Eins og kunnugt er verða allir skólar í Reykjanesbæ langskiptir að hausti og því hlutverki Holtaskóla eða Gagnfræða- skólans í Keflavík, eins og han hét áður, sem unglinga- skóla eins þess stærsta á land- inu lokið. Það voru blendnar tilfmningar sem bærðust með starfsfólki og nemendum á skólaslitunum. Nú dreifist hópurinn, en skólastjórinn Sigurður E. Þorkelsson hvatti nemendur til að rækja vinasambönd vel þótt bænum yrði nú skipt í skólahverfi. „Gleymið ekki gömlum vin þótt gefist aðrir voru einkunnarorð hans. Skólaslitin voru með hátíðlegum blæ og voru fiutt tónlistaratriði af nemendum ásamt því að ræður voru flutt- ar og að sjálfsögðu fóru fram hefðbundnar verðlauna- afhendingar. Holtaskóli kom í ár svipað og áður út úr samræmdum próf- um en skólinn er í kring um landsmeðaltalið. Myllubakkaskóla var slitið fimmtudaginn 27. maí, þar sem stór hluti eða 30 kennarar skólans voru að fara í náms- ferð til Boston í Banda- ríkjunum þann sama dag. Kennararnir mun kynna sér skólastaif í fylkinu, hitta bæði nemendur og kennara, sitja fræðslufundi og safna saman upplýsingum og fræðslu til þess að nýta hér heima. Fjöldi nemenda á skólaárinu var 735, kennarar voru 43 talsins, en nú við breytinguna fækkar nemendum niður í 410 og kennarar verða um 30 talsins. Þetta er viðamesta breyting á skólakerfi bæjar- félagsins frá upphafi, breyt- ing sem ntun taka til allra er að skólastarfi koma. Það ligg- ur fyrir að skólamir í bænum okkar verða það sem kallað er heilstæðir tveggja hliðstæðna skólar, þ.e. skólar fyrir 1. - 10. bekk með að meðaltali tvo bekki í árgangi. Holtaskóli og Heiðarskóli verða báðir ein- setnir strax næsta skólaár, en Myllubakkaskóli og Njarð- víkurskóli verða tvísetnir að hluta til næsta vetur. Skólastjóri kvaddi nemendur nteð því að minna þau á liðin ár í skólanum, þar sem þau hefðu þroskast og dafnað, lifað og lært. Margt sent þau hefðu öðlast í náminu við skólann yrði þeim haldreipi síðar á lífsleiðinni. Stærsti lykill að frekari námi þeirra fékkst innan veggja skólans með hjálp góðra og áhugasamra kennara, en það er lesturinn sem notast hvar sem er og hvenær sem er við hvaða aðstæður sem er. Það er ekki lítið sem sú tækni getur gert nemendum kleyft að framkvæma og skilja. Hvatti hann nemendur til að nýta sér kunnáttuna og leita þekkingar hvar sem þau teldu hana að fá. Þá voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi námárangur í 2. - 6. bekk. Ásgeir Erlingsson sem nemendur völdu kennara ársins, flytur ræðu fyrir hönd kennara. Ouxinn Ouðný Petrína Þórðardóttir og íþróttamaður Holtaskóla Jónas Guðni Sævarsson. VF-myndir: Holtaskóli íþróttakrakkar Myllubakkaskóla að þessu sinni voru þau Þóra Björg Sigþórsdóttir og Óli Jón Jónsson. Þessir nemendur í 6. bekk fengu viðurkenningu fyrir góðan náms árangur, f.v. Elín Inga Ólafsdóttir, Flóra K. Buenano, Sveinn Þórhallsson, Guðmundur Benjamínsson, María Guðgeirsdóttir, Tinna Rósantsdóttir, Guðgeir Arngrimsson, Anna María Ævarsdóttir, Edda Rós Skúladóttir og Valgerður B. Pálsdóttir. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.