Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 01.07.1999, Síða 11

Víkurfréttir - 01.07.1999, Síða 11
5UDURNE5JA RíYKIANESTIOINDI Ologlegar auglýsingar? Rannsóknardeild lögregl- unnar í Keflavík rannsak- ar þessa dagana lögmæti auglýsinga Millennium í RT og Suðumesjafréttunr undanfamar vikur. Telja laganna verðir forráða- menn Millennium vera að auglýsa áfengi en eins og öllum landsmönnum er kunnugt er bannað að auglýsa áfengi. Felagsmalastjopi í skóla Stefna í málefnum eldri borgara var lokaverkefni Hjördísar Árnadóttur félagsmálastjóra Reykjanesbæjar sem settist á skólabekk Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri Reykjanesbæjar hefur undanfarin þrjú misseri stundað nám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun við HÍ á vegum Endurmenntunarstofnunar HI, Hagsýslu ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starf félagsmálastjóra er annríkt en Hjördís lét það ekki aftra sér frá því að keyra Revkjanesbrautina þrjá daga í viku á þriggja vikna fresti og segir nárriið stuðla að betri þjónustu í opin- bemm rekstri. Alls luku 34 námi og ótskrifaðist fyrsti hópurinn af þessu námsviði þann 19. júní sl. „Það var mikill metnaður lagður í uppbygg- ingu námsins og eru þeir sem að því standa mjög ánægðir með árangurinn og mikið kapp lagt á að kynna námið sem best. Nemendur vom af öllu landinu en flestir voru af Vestfjörðum. Eg var ein firá Suðumesjum og vil ég nota tækifærði og hvetja opinbera starfs- menn hér, ekki síst þá sem sinna stjórn- unarstörfum að kynna sér þetta nám.” Námið var stundað samhliða starfi og var að sögn Hjördísar tekið á helstu þáttum opinberrar stjómsýslu. Má þar nefna almenna stjómunar- fræði, skipulag og löggjöf, áætlanagerð og reikningsskil, upplýsingatækni, gæðastjómun, árangursstjórnun auk stefnumótunar og | breytinga í opinberum rekstri. Hverri lotu lauk með verkefnaskilum eða prófi. „Verkefnin gátu verið hagnýt. Lokaverkefni mitt var t.d. um „stefhumótun í málefnum eldri borgara í Reykjanesbæ”. Það verkefni vann ég í samvinnu við félagsmálastjóra Vestmanna- eyja en bæjarstjóm Vestmannaeyja hefur lrkt j og bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákveðið að mörkuð skuli stefna í málefnum eldri borgara”. Auk Hjördísar stunduðu þrír félagsmálastjórar námið auk sveitarstjóra, sýslumanna, skólastjómenda, framkvæmdastjóra ýmissa sviða í opinberum rekstri auk starfsfólks í almennum störfum. REYKJANESBÆR 77/ sölu eða brottflutnings Suðurgata 10 Tilboð óskast í húseignina Suður- gata 10, sem er bárujárnsklætt timburhús byggt árið 1928 um 286m2 að stærð og grunnflötur 44,3m2. Húsið skal flytja á lóð nr. 10 við Bergveg og koma því fyrir á steinsteyptum kjallara sem kaupandi kostar. Fasteigninni fylgir lóð, greidd gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld og samþykktar byggingarnefndarteikningar sem gera ráð fyrir stækkun hússins. Húsið verður skv. nýjum teikningum 157,4m2 og 345,7m3. Reiknað er með að húsið verði lengt um 3 metra og settir á það tveir kvistir. Kvöð er um að veggir og þak hússins verði klætt bárujárni. Flutningi og öllum utanhússfrá- gangi skal lokið fyrir 1. okt. 1999. Núverandi húseigandi, sem er Reykjanesbær mun fjarlægja sökkul og ganga frá lóð að SuðurgötulO á sinn kostnað. Húsið verður til sýnis fyrir bjóðendur eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsingar gefur Sveinn Númi Vilhjálmsson ísíma 421 6700. Tilboð miðuð við staðgreiðslu, skilist til bæjarstjóra að Tjarnargötu 12, fyrir kl. 11. þriðjudaginn 13. júlí nk. og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarstóri. Atvinna Starfsmaður óskast til að sjá um viðhald og keyrslu á meiraprófsbíl. Upplýsingar i símum 423 7375 eða 898 9237. Sjávargullið ehf, Sandgerði Víkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.