Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 15.07.1999, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 15.07.1999, Blaðsíða 2
SÍMl 893 0705 GARÐAÚÐUN -----Guðm. 0. Emilssonar- fluk allrar almennrar ?arð- vinnu, býð é? upp á GARÐAÚÐUN, úðun ?e?n hinum hvimleiða roðamaur ÞLKKIN6 REYNSI.A ÞJÓNUSTA NÁNARI UPPI.ÝSINGAR í SÍMA 893 0705 Utsala Fasteimasalan HAmARGÖTU27-KEFlAVÍK O SÍMAR4211420 OG 4214288 Bjarmaland 13, Sangcrði. 120 fm. einbýlishús með 3 svefnh. Gott hús sem gefur mikla möguleika. 7.800.000.- Efstaleiti 24, Keflavík. 138 fm. einbýli með 3 svefnh. og 28 fm. bílskúr. Glæsileg eign á góðunt stað. "l 4.200.000.- Faxabraut 34a, Keflavík. 4 herb. íbúð á n.h. 75 fm. saml. inngangur með e.h. Hagstæð lán áhvílandi. 4.800.000,- Vallargata 14, Sandgerði. 4 herb. íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi með 50 fm. bíl- skúr. 5.700.000,- Faxabraut 35a, Keflavík. 132 fm enda raðhús á 2 hæðum með 4 svefnh. Skipti á dýrara einbýli með bílskúr. 8.000.000,- Borgarvegur 28, Njarðvík. 165 frn eimbýli með 28 fm bílskúr. Góð eign sem gefur mikla möguleika. Laus fljótlega. Tilboð Suðurgata 1, Kellavík. Lítið og fallegt einbýlishús á 2 hæðum sem er mikið endurnýjað. Hagstæð lán áhvílandi. " 7.600.000,- Túngata 8, Grindavík. 138 fm. efri hæð og ris með 4 herb. og 46 fm bílskúr. Skipti á eign í Keflavík eða Njarðvík. 6.900.000.- Sólvallargata 27, Keflavík. 3ja herb. efri hæð með sérin- ngangi og 27 fm. bílskúr. Ibúð sem er mjög mikið endurnýjuð. 6.500.000.- Suðurgata 48, Keflavík. 125 fm endaraðhús á 2 hæðum með 4 svefnh. Skipti á raðhúsi eða einbýli. 8.000.000,- Góður hagnaður af Samkaupum h.f. Hagnaður fyrstu 5 mánuðiia mun meiri er gert var ráö fyrir Rekstur Samkaupa hf. fyrstu fimm mánuði árins hefur gengið mjög vel og skilaði um 40 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. Guðjón Stefánsson segir að gert hafi verið ráð fyrir 65 millj. kr. hagnaði á árinu og Ijóst sé að það takmark náist og rúmlega það. Forráðamenn fyrirtækisins hafa staðið í stórræðum að undanfömu því eins og greint hefur verið frá hófst nýlega sala á hlutabréfum í Samkaupum h.f. þar sem boð- nar eru út 25 millj. kr. að nafnvirði á genginu 2,0 til félagsmanna Kaupfélags Suðumesja. Guðjón sagði að það sem vakið hafi athygli í hlutafjárútboðinu hafi verið mikill áhugi utanfélagsaðila á litlum sem stórum upphæðum í útboðinu. Hins vegar hafi viðbrögð félagsmanna ekki verið eins snörp og við var búist, en reyndar hafi verið fundið að því að tíminn væri skammur á tíma sumarleyfa. „Þess vegna hefur stjórn í samráði við viðskiptastofu Landsbanka íslands ákveðið að framlengja frestinn um tvær vikur, “, sagði Guðjón. Að sögn Guðjóns hafa líklega á annað hundrað félagsmenn þegar skráð sig fyrir bréfum ■tólfta verslunin aö bætast við. Mikill áhugi utanfélags- manna á hluta- fjárkaupum og nærri helmingur hluta- fjárins seldur. 300 hluthafa þarf til þess að skrá Samkaup h.f. á almennum hlutabréfa- markaði. Stjórnin gerir sér vonir um að það takmark náist í þessari lotu. Vfglundur Þór Víglundsson, verkfræðingur hjá Fjármála- ráðgjöf Landsbanka Islands sagði á dögunum að búast megi við því að fjárfesting í Samkaupum hf. verði arðbær þegar það verði komið út á hlutabréfamarkaðinn. Félagið ætlar að sækja um staðfestingu ríkisskattstjóra í haust um að fjárfesting í félaginu nýtist til skattafrá- dráttar. Stefnt er að því að opna félagið innan tíðar og skrá það á Verðbréfaþing Islands.Næsta útboð verður því væntanlega öllum opið. Samkaup er fjórða stærsta matvöruverslanakeðja landsins en velta félagsins var í fyrra 2,2 milljarðar en Guðjón segir að veltan verði nær 2,8 milljörðum á þessu ári. Fyrir stuttu síðan keypti Samkaup verslunina í Suður- veri við Stigahlíð í Reykjavík en í síðustu viku var önnur verslun í Reykjavík keypt en sú er við Vesturberg í Breiðholti. Með þessum tveimur nýju verslunum rekur Samkaup h.f. tólf verslanir, á Suðumesjum, Isafirði, Hafnarfirði og Reykjavík. Þensla í löggæslu- verkeínum Það er ekki aðeins á fjármála- markaðnum sem þenslu verður vart í íslensku þjóðfélagi heldur einnig á löggæslusviðinu. Sam- anburður á verkefnafjölda lög- reglunnar í Keflavík það sem af er 1999 og á sama tímabili 1998 leiddi í ljós að verkefnum lögreglumanna hefur fjölgað um 643, úr 8545 í 9188 og eig- inlegum brotum um 330. Séu einstakir löggæsluflokkar skoð- aðir má sjá aukningu í flestum brotaflokkum. Sums staðar em breytingarnar sláandi. Hraðakstursmálum fjölgaði t.d. um 267 og sektarboð vegna vanrækslu á að færa bifreiðar til aðal- og endurskoðunar fjölgaði úr 68 í 616 eða um 548. Færri líkamsárásir Ekki varð fjölgun í öllum brota- flokkum hjá lögreglunni í Keflavík og fækkaði t.a.m. kærðum líkamsárásum sem skemmtilegt er að geta í kjölfar heitrar umræðu um meinta of- beldishneigð Suðumesjamanna og dyravörslufyrirtækisins Magnum ehf. síðustu mánuð- ina. Ekki er ástandið verra en svo að umsókn Völundar Þor- björnssonar, forsvarsmanns Magnums ehf., um að reka knattborðsstofu í Grófinni 8 í Reykjanesbæ er þessa dagana hjá fjölskyldu- og félagsmála- ráði, til skoðunar og upplýs- ingaöflunar. Átak í bílbeltamáluni Einnig var áberandi hve sektum vegna bílbelta hafði fækkað á milli ára, úr 284 á síðasta ári í 112. Karl Hermannsson, yfir- lögregluþjónn í Keflavík, sagði að nýleg könnun Jóns Gröndal, umferðaröryggisfulltrúa, sýndi að átaks væri þörf í þessum málum. „Eg er mjög ánægður með þetta framtak umferðarör- yggisfulltrúans og munum við sérstaklega líta eftir ökumönn- um lyrirtækisbfla, vinnubfla og lítilla sendibíla auk að sjálf- sögðu bæjarfélagsbflunum." Garðaúðun SPRET- TUR Úða gegn roðamaur og óþrifum á plöntum. Eyði illgresi úr gras- flötum. Eyði gróðri úr stéttum og innkeyrslum. Leiðandi þjónusta. Upplýsingar í símum 893-7145 og 421-2794. Úða samdægurs efóskað er... 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.