Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 22.07.1999, Síða 6

Víkurfréttir - 22.07.1999, Síða 6
Ágústa H. Gísladóttir skrifar: UmferOaröryggis- fulltrúa svarað Kæri Jón! Þakka þér tilskrif þín en verð þó að segja þér að ekki varð ég ánægð með það sem ég vil kalla fullyrðingar þínar, því ekki rökstyður þú né tiltekur stað ,tíma né kennileiti bíls eða bíla né ökumanna sem ásakanir þínar beinast að. Eft- ir ítarlega könnun sem fram fór hér á vinnustaðnum eftir | að þetta var birt í blöðunum, því bréf þitt var póstsent 6. júlí og barst mér því ekki fyrr en eftir að ég las blöðin, vil ég taka fram og leiðrétta þessi atriði sem um var íjallað. Unt bílbeltanotkun öku- ntanna og farþega. Einn af vinnubílunum svo- kölluðu er árgerð 1986 og eru j því engin bílbelti fyrir aðra en bflstjórann og farþegans við hlið hans. Einnig vil ég benda þér á REGLUR unt undanþágu frá notkun öryggisbeltis.í þar stendur í 2. gr. „Ennfremur er ekki skylt að nota öryggisbelti a. Við akstur í atvinnuskyni þar sem hraði er jafnan lítill og hlutaðeigandi þarf að fara j úr og í bifreiðina með stuttu millibili." Þar sem þú hefur reynslu sem flokkstjóri í bæjarvinnu þá |tekkir þú vinnulagið og veist j þar með að þessi regla á hér við en þegar um lengri vega- lengdir er um að ræða þá á hún ekki lengur við. Ekki mæli ég því bót að aka beltis- laus og legg það ekki í vana minn hvorki í vinnu né utan, enda kveða vinnureglur hér á um að farið sé að landslögum. Unt of marga farþega í bílununt. Vinnureglumar kveða einnig á unt að ekki séu fleiri farþeg- ar f bflunum en tryggðir eru og eru flokkstjórar sér vel meðvitaðir um ábyrgð sína og skyldur varðandi þessi mál. Ef þessar reglur hafa verið brom- ar, þar hef ég aðeins þín orð þar sem þú gafst þig aldrei fram og taldir farþegana út úr bílunum, vil ég meina að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð og það hefur þú ekki gert. Um vonir þínar um að við getum átt samvinnu vil ég ekki ýta undir ef það eru svona vinnubrögð sem þú kallar samvinnu, því þetta kalla ég einstefnu. Með von um betri og vandaðri sam- skipti í framtíðinni kveð ég þig Jón Gröndal. Bestu kveðjur fyrír liönd Unglingavinnu Grindavíkurbœjar Agústa H. Gísladóttir verk- stjóri Ahaldahúss. I------------------------------------------------ Anita ákvað að reyna Ecstasy... klukku stundum síðar var hún látin. -1 Ecstasy deyðír breskan ungling Þriðjudaginn 18. maí sl. birt- ist grein í breska dagblaðinu The Express um dauða 17 ára gamallar stúlku sem rekja mátti til Ecstacyneyslu. Unglingurinn, Anita Gair lést í kjölfar fyrstu reynslu sinnar af fíkniefninu Ecstasy. Anita féll í öngvit úti á dans- gólfi í næturklúbbi og lést á sjúkrahúsi þrátt fyrir mark- vissar aðgerðir heilbrigðis- þjónustunnar til að bjarga henni. Ekkert benti til þess að hún liefði notað fíkniefni áður, enda var hún bindindis- manneskja. Anita var líkam- lega hraust og kenndi sér einskis meins. Lögreglufull- trúinn Bani Hill staðfesti að Anita hefði ekki verið við- riðin fíkniefnanotkun áður. „Mér líður hræðilega þegar ég hugsa til foreldra Anitu“, sagði Janet Betts, móðir Keflavíkurkirkja Sunnudagur Guðsþjónusta kl. 20. Farið verður í úti- garðinn milli safnaðarheim- ilis og kirkju ef veður leyfir. Molasopi í kirkjulundi að athöfn lokinni. Eigum notar- lega stund saman. Starfsfólk Keflavíkurkirkju Leah Betts, sem lést af Ecstasyneyslu á sama hátt á 18 ára afmælisdegi sínum fyrir tjórum árum. Harmur- inn er mikill fyrir þá for- eldra sem fyrir þessari reynslu verða. „Munum að þeir sem fram- leiða Ecstasy töflur, eru að framkvæma ólöglegan verknað og hafa því ekki gæðastimpil á þeirri fram- leiðslu frá heilbrigðisyfir- völdum. Ýmsum óþverra kann að vera blandað í virka efnið í töflunni til að auka þyngd hennar og ummál. Fyrir nokkru varl9 ára gam- all, breskur sölumaður á Ecstasy töflum, dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Bretlandi. Hann var m.a. dæmdur að eiga sök að dauða þriggja ungmenna hverjir höfðu keypt af hon- um töflur. ÞVÍ MÁ LÍKJA ECSTASY VIÐ RÚSS- NESKA RÚLLETTU MEÐ LÍFIÐ AÐ VEÐI.“ Reykjaneshœ, íjúlí 1999 Elías Kristjúnsson Reykjaneshœ. J Eigendur bíla með dráttarkúlu og tengitækja: Þekkið skyldun ykkar í umferðinni Sektir frá 4000 til 10.000 krónur Nú þegar fjölmargir eru á ferð um landið með tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi er við hæfi að rifja upp það sem þarf að vera í lagi á bílnum og í eftirvögnunum. Lögreglan mun á næstunni herða eftirlit með þessum hlutum. Það er óþarli að bæta sektum ofan á ferðakostnaðinn. Dráttarkúlur þarf að skrá. Tengibúnaður bflsins þarf að vera samþykktur af bifreiða- skoðun til að teljast löglegur. Þá er hann skráður í skráning- arvottorð og líka tilgreint hvað þú mátt draga þungan eftirvagn nteð eða án hemla. Ef þú hefur keypt bíl með dráttarkúlu getur þú séð hvort hann er samþykktur eða ekki í skráningarvottorðinu. Sé hann það ekki verður þú að fara á skoðunarstöð og láta skoða hann. Það kostar 1500 kr. Sé búnaðurinn ekki skráður getur tryggingafélagið átt endur- kröfurétt á þig ef eitthvað kentur fyrir. Eftirvagnar léttari en 750 kg Megin reglan er sú að bíll þarf að vera helmingi þyngri en eftirvagninn sem hann dregur því ekki er krafist hemla á svo léttum eftirvögnum. Þetta á við um bfla alít að 3500 kg. Léttari eftirvagnar en 750 kg. em ekki skráningarskyldir en þutfa að vera með lögboðinn ljósabúnað, stöðuljós, hemla- ljós, stefnuljós og númerisljós ef við á. Bretti á að vera yfir dekkjunt. Bílnúmerið á að vera aftan á eftirvagningum ef hlassið skyggir á skráninga- númer bflsins. Eftirvagnar þvngri en 750 kg. Eftirvagnar ( tjaldvagnar, fellihýsi og hjólhýsi) sem em þyngri en 750 kg. eiga að vera skráðir og hafa skráninga- núnter. Þá á að skoða eftir sömu reglu og bíla þ.e.a.s. fyrst 3 ár eftir l skráningu síð- an eftir 2 ár og árlega eftir það. Þeir þurfa að hafa hemla. Ekki er þörf á neyðarhemli ef eftirvagninn er undir 1500 kg. Skilyrðislaust ber þó að hafa öryggiskeðju. Auka speglar nauðsynlegir Skylt er að hafa framlengingu á speglum ef fellihýsið eða hjólhýsið byrgir útsýn aftur fyrir. Svo mun vera raunin á fólksbflum og sumum minni jeppum. Sektir fyrir að hafa ekki spegla ef þú sér ekki í baksýnisspeglum eru skv. 73 gr. umferðarlaga 4000 kr. Speglasett kosta til dæmis rúmar 3.500 kr. í Bílanaust svo dæmi sé tekið. Lögreglan mun á næstunni herða eftirlit með þessum atriðum. Sektir og afskipti lögreglu eru ekki skemmtileg sérstaklega ekki f upphafi sumarferðar nteð fjöl- skyldunni. Verum lögleg ! Tökunt ekki áhættu! Ekkert liggur á! Munið að það er 80 km. há- markshraði á þjóðvegum með fellihýsi, hjólhýsi og tjald- vagna Jón Gröndal uniferðaröryggisfulltrúi 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.