Víkurfréttir - 19.08.1999, Blaðsíða 1
33. TÖLUBLAÐ 20. ÁRGANGUR
FIMMTUDAGUHINN. 19. ÁGÚST 1999
Hrin^raut 92, Ke&mlc
Sími4211888
(Ámr HróMjli/t)
Keflavik - sími 4211544*4211545
| Reykjanesbæn fái 1
i neðra-Nikkelsvæðið i
Abæjarstjórnarfundi
Reykjanesbæjar þann
16. ágúst sté Böðvar
Jónsson, bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks, í pontu og
eftir að hafa hrósað bæjar-
stjórn og bæjarbúum fyrir
gott starf í umhverfismálum
en enn væri eitt svæði sem
væri lýti á bæjarfélaginu,
neðra-Nikkelsvæðið. Lagði
hann fram eftirfarandi bók-
un. „Undirritaður skroar á
Varnarmáladeild utnaríkis-
ráðuneytisins og utanríkis-
ráðherra að leggja aukna
áherslu á samninga við
Varnarliðið um skil á
svokölluðu neðra-Nikkel-
svæði, þannig að Reykjanes-
bær fái það til umráða og af-
nota sem allra fyrst. Svæðið
hefur nú þegar haft veruleg
áhrif á skipulags- og bygg-
ingarmál og tafið fyrir eðli-
legri og nauðsynlegri upp-
byggingu Reykjanesbæjar.
Þar til samningar nást er
þess krafist að ásjóna mann-
virkja sem á svæðinu em sé
með viðundandi hætti.
Ryðgaðir tankar, illa hritir
skúrar og ónýt víggirðing
eru lýti á bænum og umráð-
araðila til lítils sóma. Úrbóta
er þörf - strax.“
Jón Geirdal, bæjarfulltrúi
Jafnaðar- og félagshyggju-
fólks, tók undir innihald
bókunar Böðvars og óskaði
þess að bókunin yrði bæjar-
stjórnar allrar, þannig hlyti
hún að fá aukið vægi hjá
Vamarmáladeild en Böðvar
kaus að eiga bókunina einn.
Bruni í fólksbíl viö Skólaveg í Keflavík:
Bifreiðin ónýt eftir að eldur
varð laus undir vélarhlíf
Lögreglan í Keflavík og slökkvil- fjölskyldubifreiðinni, af gerðinni
iðið brugðust á átjánda tímanum Toyota Corolla, og stöðvaði bifreið-
sl. þriðjudag við neyðarkalli ina . Þegar hann slökkti á hreyfli bif-
fjölskyldu sem orðið hafði fyrir reiðarinnar kvað við hvellur og í
því að kviknaði á bifreið þeirra á kjölfarið kviknaði eldur undir luídd-
Skólaveginum í Keflavík. Að sögn lokinu. Greiðlega gekk að slökkva
lögreglunnar í Keflavík fannst öku- eldinn og engum varð meint af,
manninum sem eitthvað bjátaði að nema auðvitað bílgreyinu.
Peningamarkaósreikningur
íí
SPARISJÓÐURINN
í KEFLAVÍK