Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 16.09.1999, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 16.09.1999, Blaðsíða 6
Mikill skortur er á öllum teg- undum eigna á skrá hjá fast- eignasölum á Suðurnesjum. Einnig er fyrirséður skortur á byggingarlóðum á vorumán- uðum. Fasteignaverð og leiguverð hefur hækkað tölu- vert á undanförnum misser- um. Aukin eftirspurn eftir eign- um á öllum Suðurnesjum Fasteignasalar á Suðumesjum eru sammála um að mikil hreyfing sé á fasteignamark- aðinum um þessar mundir. Það vantar fleiri eignir á sölu- skrá og mikil eftirspum er eft- ir flestum gerðum af húsnæði, hvort sem það eru 3 herbergja íbúðir, raðhús, góðar hæðir eða einbýli, en dýrari eignir eru erfiðari í sölu. Vegna auk- innar eftirspurnar hafá fast- eignir hækkað í verði. Eignir í Keflavík og Njarðvík em enn vinsælastar en þó hefur verið töluverð eftirspum eftir eign- um í Vogum, Höfnum, Sand- gerði og Garði. Jón Gunnars- son hjá Fasteignasölunni sagði að þó að eignir í I- Njarðvík og Höfnum væri erf- iðari í sölu þá væri alltaf ein- hver hreyfing á þeim og að fólk af Stór-Reykjavíkur- svæðinu sýndi eignum á þess- um stöðum þó nokkurn áhuga. Auðvelt að fá lán til hús- næðiskaupa „Þróunin er sú að fólk fer ♦ v ♦' v JB V > si*-■•4 • * * é «'■ B * • > -«■- » *J Uppsveifla á fasteignamarkaði beint í stærri og betri fbúðir en áður. Ungir húskaupendur virðast sleppa fyrsta þrepinu, þ.e. að byrja í minni og eldri íbúðum. Eg tel ástæðuna vera að aðgangur að lánsfjármagni er mun auðveldari en áður. Nú getur fólk fengið lán fyrir 70% af kaupverði og oft grípa bankarnir inní og lána 30% sem á vantar”, sagði Sigurður Ragnarsson hjá Eignamiðlun Suðumesja. Skortur á byggingarlóðum fyrirséður Sigurður sagð jafnframt að mikil stemming væri hjá bamafólki, fyrir svæðinu sem Heiðarskóli þjónar: „Það er mikil hreyfing á nýbygging- REYKJ ANESBÆR Útboð Eftirtalin útbodsgögn verda til sölu á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Keflavík, frá og med föstueginum 17. september 1999. Skólabókasafn Holtaskóla - endurbætur og innréttingar Um er að ræða alla vinnu og efni við breytingar á innveggjum, dúkalögn, niðurhengd loft, innréttingar, bókaskápa og frágang eins og nánar er lýst í verklýsingu. Helstu magntölur eru: Nýir veggir ca. 16 Im Niðurfelld loft ca. 145m2 Gólfdúkur ca 400m2 Málun ca 400m2 Bókaskápur 30 stk. Verk skal unnið á tímabilinu 23.-31. október 1999. Undirbúningur utan skóla hefst þó strax eftir að tilboði hefur verið tekið. Verð útboðsgagna er kr. 2000. Tilboð verða opnuð að Tjarnargötu 12, föstudaginn 24. september 1999 kl. 11. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ um á Sjafnarvöllum sem ég sé um að selja”, og Jón tók í sama streng og sagði að hann væri farinn að fá fyrirspumir um verðandi parhús á Ægis- völlum. Jón annast líka sölu á fjölbýlishúsi sem er byrjað að reisa á horni Túngötu og Að- algötu. „Ég er búinn að lofa einum 10 íbúðum en er ekki búin að ganga frá sölunni. Þetta eru góðar 4 herbergja íbúðir á þremur efstu hæðun- um, allar fullbúnir en án gólf- efna.” Guðlaugur H. Guð- laugsson hjá Fasteignasölunni Stuðlabergi sagði að það væri allt of lítið byggt miðað við eftirspurn og það sárvantaði lóðir og Sigurður sagði að þessi lóðaskortur yrði vanda- mál á vormánuðum ef ekki yrði gripið til neinna ráðstaf- ana á næstunni. Leiguverö hækkar Leigumarkaðurinn er mjög erfiður um þessar mundir og leiguverð hefur hækkað um 10% frá því á síðasta ári. „Þegar skortur er á leiguhús- næði, eins og núna, fer fólk frekar út í að kaupa”, sagði Guðlaugur. Vöntunin er mest á þriggja herbergja íbúðum því meirihluti þeirra sem eru að leita sér að leiguhúsnæði em ung pör. En það er einnig þó nokkuð um að fólk utanaf landi vanti leiguhúsnæði. „Þetta er oft fólk sem flytur suður og ætlunin er að setjast að í Reykjavík, en verð- sprengingin á fasteigna- og leigumarkaðinum þar, hefur gert það að verkum að það kemur frekar hingað á Reykjanesskagann. Oft er þetta fólk sem á eignir en get- ur ekki selt þær”, sagði Sig- urður V. Ragnarsson að end- ingu. HEILSUHORN VF C)G MIÐBÆJAR Sykursætir unglingar Islenskir unglingar borða óvenjumikinn sykur. Meðal- neysla unglinga er hvorki meira né minna en 178 grömm á dag sem samsvar- ara u.þ.b. 2 dl. af sykri. Hluti sykursins keniur úr fæðutegundum sem em sæt- ar frá náttúmnnar hendi, t.d. ávextir, hreinir safar eða mjólk. Þegar sá sykur hefur verið dreginn frá heildar- neyslunni eru enn eftir 107 grömm af strásykri sem hver unglingur innbyrðir á dag. Meira en helmingur sykurs- ins kemur úr gosidrykkjum og öðrum sykruðum svala- drykkjum. í hverjum hálfum lítra af gosi eða ávaxtadrykk em u.þ.b 50 grömm af sykri. Unglingar drekka að jafnaði um 3/4 lítra af sætum svala- drykkjum á dag en minna en eitt glas af vatni. Sykur þarf ekki að vera skaðlegur svo framarlega sem hans er neytt í hófi. Öðm máli gegn- ir þegar sykumeyslan er orð- in það mikil að við fáum ekki nóg af hollum mat. All- ir vita líka að sykur skemmir tennur og það er einmitt á unglisnárum sem fullorðins- tennur skemmast hvað mest. Veljum frekar popp eða ávexti til að narta í fyrir f r a m a n sjónvarpiö og reynum að hafa bara einn nammidag á viku. Drekkum v a t n . SigríðurAnna Minnkum skrifar því notkun sætra dry'kk- ja og drekk- um meira vatn í staðinn: Vatn er sykurlaust. Vatn er ókeypis. Vatn er alls staðar. Vatn er drykkur náttúrunnar. Drckkum vatn !!!! VÍTAMÍNDRYKKUR 1/4 (II. appclsínuþykkni 1/2 lítri vatn 1 lítri mysa ■nulinn kluki Aðferð: 1. Blandaðu suman apppel- sínuþykkni og vatni 2. Bættu niysunni út i 3. Berðu vítamíndrykkina fram í liáum glösum með muldum klaka M I Ð B Æ R HRINGBRAUT92 - KEFLAVÍK - SlMI 421 3dOO 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.