Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 16.09.1999, Side 11

Víkurfréttir - 16.09.1999, Side 11
tómstundastarfinu? „Við gerum mest af því að sjá um föndur og leikfimi. Við bjóðum uppá almenna handa- vinnu sem felst m.a. í að mála á púða og dúka, prjóna o.fl. Svo erum við með silkimálun, keramik og gler og eftir ára- mót stendur til að bjóða uppá leirmótun.” Eru karlmenn duglegir við að mæta í handavinnuna? , Jfingað til hefur eingöngu kvenfólk komið í almenna handavinnu og silkimálun en auðvitað em allir velkomnir því karlmenn geta líka málað. Þeir hafa hins vegar verið duglegir við að koma í glerl- istina og einn er virkur í ker- amikinu. Okkur langar mikið til að bjóða uppá tréskurðar- námskeið og koma þannig betur til móts við karlmennina og gaman væri að heyra í áhugafólki um tréskurð til að sjá grundvöllinn fyrir slfkri starfsemi. Þeim sem áhuga hafa ættu að hringja í aðra hvora okkar (sjá símanúmer hér að neðan).” Hvar eyða karlarnir þá tíma sínum? , J’úttklúbburinn hefur komið rosalega vel út fyrir karlana og þeir koma líka í Boccia. Þeir mættu þó vera duglegri við að koma og við auglýsum hér með eftir fleiri karlmönn- um.” Gerið þið fleira en að föndra? „Við höfum farið í styttri ferð- ir, við fórum t.d. að skoða Ar- bæjarsafnið og til Reykjavíkur í handavinnubúðir, í Kringl- una og í bíó. Fyrir jólin höfum við skipulagt sérstakar konu- fcrðir og þá forum við í búðir og á kaffihús.” Er einhver þ jónusta fvrir fólk sem kemst ekki út úr húsi? „Kirkjan hefur sinnt þeim hópi og sjálfboðaliðar innan Rauða Krossins. Hjá Félags- málastofnun er all mögulegt í boði, m.a. heimsóknarþjón- usta. heimilishjálp, yfirseta og heimsending matar. Það þyrfti að hafa fund einu sinni á ári með fólki sem verður 67 ára á árinu og kynna því hvaða þjónusta er í boði.” Hafið þið veriö með fræðslufundi fyrir eldri borgara? „Já. í fyrra héldum við nokkra fræðslufundi í samstarfr við Reykjanesbær á réttu róli. Undirtektimar voru því miður ekki nógu góðar. Við fengum sérfræðinga til að halda fyrir- lestra sem fjölluðu m.a. um þvagleka, alls konar fötlun og hreyfihömlun, slys í heima- húsum og hvemig á að bregðast við og hvemig er hægt er að koma í veg fyrir að fólk detti um alls konar hluti.” Dagvistun Að Suðurgötu í Keflavík býðst eldra fólki að koma í dagvistun, húsið er opið frá klukkan 8 til kl.16 alla daga. Fólk er sótt til síns heima á milli klukkan 8 og 9 og fær morgunmat þegar það kemur á staðinn. I hádeginu er boðið upp á heita máltíð og á eftir getur fólk lagt sig. Síðdegis er svo kaffi og meðlæti. Einnig getur fólk fengið aðstoð við böðun og við að þvo þvottinn sinn. Markmiðið er að eldra fólkið fái tækifæri til að eyða deginum eins og fjölskylda, gripið er í spil, lesnar sögur og horft á góðar bíómyndir. Fólk greiðir 500 krónur á dag fyrir þessa þjónustu. Nýtt húsnæöi Um páskana fengu aldraðir nýtt húsnæði til afnota að Vesturbraut 17 sem hefur fengið nafnið Smiðjan. Þar er hægt að fara í keramik og gleriist. Jóhanna og Hrafn- hildur eru sammála um að það hafi verið mikill rnunur að fá þessa aðstöðu en draumurinn er að fá félagsmiðstöð þar sem öll starfsemi væri undir sama þaki. Þangað gæti fólk komið í dagvistun, fengið sér kaffi og Iétta máltíð, farið í pútt, boccia, föndrað og hitt skemmtilegt fólk. Frekari upplýsingar um félagsstarf aldraóra fást í símum: Lórý - 421 1844 Hilmar Jónsson - 421 1669 Jóhanna - 861 2085 Ryðsveppaplága henjar á Keflavík - hvað er til ráða? Ryðsveppur er orðinn að plágu í Keflavík og garð- eigendur standa ráðþrota gagnvart þessum vágesti. Sveppurinn leggst á gljá- víði og getur einnig hlaupið í aspir. Hann dreifir sér hratt og örugglega með fuglum og vindi. Fyrst eyðileggur hann laufblöð plantnanna og þegar þau falla til jarðar fer hann í rætumar og drepur trén. Út- lit er fyrir að þetta muni valdi gríðarlegum skaða en það er þó eitt og annað sem garðeigendur geta gert til að draga úr honum. Plöntulyf Gegn ryðsveppum gagnast upptökulyf (kerfislyf) best. Sveppalyfið Plantvax, sem var lengi notað hér á landi, er ekki fáanlegt lengur. Því var gripið til þess ráðs að flytja inn takmarkað magn af sveppalyfinu Baycor (bitertanol) sumarið 1998, en óyggjandi reynsla er enn ekki komin á það efni. Önnur sveppalyf hafa verið notuð erlendis en ekki er búið að reyna þau hér á landi, þetta eru efnin Bay- leton (triadimefon), Tilt (propiconazole), Bravo (chlorothalonil) og Dithane (mancozeb). Klipping Þegar runnar eru klipptir niður að vetri og afklippur tjarlægðar, er mestur hluti smitefnisins einnig fjar- lægður. Sofandi brum sem lifna að vori eru laus við smit og mynda heilbrigða sprota. Þetta er þó skamm- góður vermir, vegna þess að smit berst oftast úr ná- lægum görðum er líða tekur á sumarið. Einnig er líklegt að smit geti lifað veturinn af í föllnu laufi og þarl' því að fjarlægja sýkt lauf á haustin. (Heimild: Grein Halldórs Sverrissonar plöntusjúk- dómafræðings í 2.tbl. Laufblaðsins 1999) Spurning vikunnar! Viltþú fá nektardansstað í Keflavík? Magnús Kolbeinsson: „Ekki svo ég biðji sér- staklega um hann, en mér er sama fyrir þá sem hafa þörf fyrir það.” — Bjarni Stefánsson: „Eg vil fá einhverja betri menningu en það.” Sonja Daníelsdóttir: ,JSei, alls ekki.” Ingunn Sigurðardóttir: „Eg sé ekki að það sé þörf á því.” Jónína Sigurjónsdóttir: ,JMei, alls ekki.” Magnea Stefánsdóttir: „Alls ekki.” Víkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.