Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 16.09.1999, Síða 12

Víkurfréttir - 16.09.1999, Síða 12
Tuttugu og tjórar hljómsveitir ó Rokkstokk Hljómsveitakeppnin Rokk- stokk hefst á föstudag(17. sept) kl. 19 í Félagsbíói í Keflavík með framlagi hljóm- sveitarinnar Óp frá Reykjavík. Tólf hljómsveitir keppa á föstudagskvöldinu og jafn- margar á laugardagskvöldi. I úrslit komast síðan sex sveitir, þrjár frá hvoru kvöldi, sem mætast á lokakvöldi Rokk- stokk föstudagskvöldið 24. september. Aðgangseyrir er kr. 500 inn á hvert kvöld keppninnar og er aldurtak- mark 12 ára. Vegleg verðlaun í boði Sigurvegarar á Rokkstokk hljóta vegleg verðlaun, upp- töku og útgáfu á breiðskífu í hljóðveri 60b en öll böndin sem komast í úrslit fá upptöku og útgáfu á einu stúdeólagi í 60b. Þá verða veitt verðlaun til besta gítar-, bassa, trommu- , hljómborðsleikarans og besta söngvarans í formi út- tekta að upphæð 10 þúsund lijá Tónastöðinni og Hljóð- færahúsinu. Fimm hljómsveitir úr Kefla- vík Keflvíkingar senda 5 hljóm- sveitir til leiks. Hljómsveitim- ar Kölski og Paincake leika á föstudagskvöldi og Spurs in the fón, Future sound of Keflavík og Jódís á laugar- dagskvöldi. Aðrar hljómsveit- ir eru Reykjavíkurhljómsveit- irnar Óp, Dirrindí, Búdrýg- indi, Útópía, Bris, Options og Brain Police en höfuðborgin á flest böndin í keppninni. Frá Grindavík koma tvær, Vegg- fóður og Bozon. Magníum, Plug og Spilverk koma úr Garðabænum og Semicagator frá Hafnarfirði, Rokktríóið Sigurgrímur frá Hólmavík, Tikkal frá Þorlákshöfn, 2 heimar frá Akureyri, Prozac frá Dalvík. Jurtblá frá Hom- ströndum og að síðustu en þó alls ekki síðust er Chemical Dependensy frá Selfossi. Stórgóðar gestahljómsveitir Gestahljómsveitimar em ekki af verri kantinum. Þar ber hæst hljómsveitin Sigur Rós ásamt sigurvegurum síðasta árs Klantedíu X en auk þeirra mæta Mínus, Tha Faculty, Fálkar frá Keflavfk, 200.000 Naglbítar og Hr. Ingi. R og Magga Stína. Eineggja Feðgar kynna Kynnar Rokkstokk 3 heita Breki og Rúnar(Eineggja Feðgar) sem segja kynning- una verða toppinn á hátíðinni. Þeir halda því blákalt fram að það verði þeir sjálfir sem verði eftimiinnilegastir á há- tíðinni, ásamt namminu í sjoppunni, og hafa lofað því hátíðlega að kynna eitt lagið á „rækjunni,,. Stökkpallur til heimsfrægð- ar á Islandi „Velgengni á Rokkstokk er oft fyrsta alvöruskrefið í þróun efnilegra hljómsveita og til marks um það má geta þess að Klamedía X var að senda frá diskinn „Pilsner fyrir kónginn"' fyrir skömmu" sagði Jón Rúnar Hilmarsson, ábyrgðarmaður Rokkstokks. Síðasta Rokkstokkhátíðin? Þessi þriðja Rokk- stokkhátfð Félags- miðstöðvarinnar Ungó verður líkleg- ast sú síðasta í röðinni því Ungó hefur verið, eins og greint var frá í VF fyrir nokkru, lagt niður. Jón Rún- ar, fyrrum formaður Ungó, sagðist vonast til að hljóm- sveitakeppnin yrði haldin af einkaaðilum næst. „Eg ætla aldeilis að vona að Rokkstokk deyi ekki drottni sínum, til þess er keppnin alltof mikii- væg, svo ég tali nú ekki um skemmtileg. Hver veit nema þetta verði einkaframtak næst. Við G. Kristinn Jónsson ætl- um að tryggja að Rokkstokk 3 verði hátíð allra hátfða, óum- deilanlega stærsta tónleika- veisla ársins á Suðurnesjum. Þama verða á ferðinni kepp- endur frá 13 ára fram á fer- tugsaldurinn þannig að fjöl- breytnin er mikil.“ tölvuskóli suðurnesja Fyrstu námskeiðin á haustönn eru að hefjast: Tölvu og skrifstofunám: föstudagur 17. sept. kl. 20-23. 1 sæti laust Byrjendanámskeið föstudagur: 17. sept. kl. 17-20 nokkur sæti laus Byrjendanámskeið föstudagur: 17. sept. kl. 20-23. uppselt Forritun miðvikudagur: 22. sept. nokkur sæti laus Enn eru nokkur sæti laus í Netstjórnun og Auglýsingatækni sem hefjast í byrjun október. Sjá nánar í bæklingi Tölvuskólans sem dreift var í öll hús og fyrirtæki á Suðurnesjum. Upplýsingar og innritun á skrifstofu skólans í síma 421 4025 og 862 5415 „Mömmumorgnar " í Tölvuskólanum. (Meðan börnin eru í sínum skóla) Vegna fyrirspurna verður farið afstað með námskeið fyrir byrjendur og lengra komna á morgnana ef næg þátttaka fæst. Kennari verður Ragna María Sveinsdóttir. 2.00° ;íxr~ . komdu með í 30-90 daga W ' — átaksprógram og haltu upp á / aldarmótin aukakílóalaus. Upplýsingar í síma 897-6304. Dían ^. Uppreisn gegn eiturlyfjasölunni Einkennileg staða er nú uppkomin í bæjarfélaginu. Hvort sem bæjarstjórn vill eða vill ekki er hún neydd til að taka upp stefnu áfeng- isvamamefndar sálugu um takmörkun á Ijölda vínveit- ingaleyfa. Ef nektardans- staðnum í Grófinni verður veitt vínveitingaleyfi, þá munu verða hér í jressu litla byggðarlagi starfandi fjöldi húsa tengd vændi og eitur- lyfjasölu. Þess vegna er nú skyndilega upprisin kvennahreyfmg, sem mun fella hvem |rann pólitíkus sem ekki hlustar á þeirra rök. Við Skandínavar emm ekki vínframleiðendur, þess vegna höfum við Iitið á áfengisneyslu út frá heil- brigðsisjónarmiði en ekki sem landbúnaðarmál eins og Frakkar, ítalir og Spán- verjar gera. Þessa stefnu (hömlulitla vín- og eitur- lyfjaneyslu) reyndu þeir Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin að innleiða hér með skelfileg- um afleiðingum: óstöðv- andi áfengis- og eiturlyfja- neyslu og vændi. Reykvík- ingar era að átta sig. 1 Graf- arvogi risu ibúar gegn nekt- arbúllu og í Grjótaþorpi Hilmar Jónsson skrifar kröfðust íbúar lokunar ann- arrar búllu. Hér í Keflavík er aðeins ein leið fær: neita kaupmönnum dauðans um leyflð. Til þess þarf bæjar- stjóm að velja og hafna en verða ekki sjálfvirk vél sem stimplar allar beiðnir um- hugsunarlaust eins og Böðvar Jónsson klifar á. Eg vil þakka því ágæta fólki sem hefur risið upp og skrifað. Menn verða að liafa þor til að segja frá eitur- lyfjasölunni, þótt þeim sé hótað dauða og djöfli. V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.