Víkurfréttir - 12.11.1999, Side 9
vann þar í mörg ár við eitt og
annað.
„Margir muna eflaust eftir
mér sem litla, feita stráknum
sem raðaði í pokana.” Hann
tók sér hlé frá Hagkaup í
nokkur ár en Hagkaup gat ekki
án hans verið og hann fór aftur
að vinna þar sem yfirmaður í
kjötdeild. „Ég gerði eiginlega
allt í Hagkaup, nema vera í
fatadeildinni”, segir Kobbi.
Hann segist hafa verið
ánægður með að hafa alltaf
haft vinnu með skólanu þó að
það hafi stundum verið erfitt að
horfa á eftir félögunum um hel-
gar út á lífið þegar hann þurfti
að vinna. „En ég átti náttúru-
lega alltaf pening og þurfti
aldrei að biðja mömmu og
pabba um neitt. I dag verð ég
líka að eiga peninga því ég er
mjög ólaghentur maður svo ég
þarf að eiga fyrir iðnaðarmön-
num þegar eitthvað bilar”,
bætir Kobbi við glettnislega.
Honum fannst hann þurfa að
breyta til þegar hann var 21 árs
og fór að vinna í versluninni
Plútó í Reykjavík. „Það var
gaman að kynnast því starfi. Ég
kunni ekkert inná þetta þegar
ég byrjaði, en það var ákveðin
áskorun að prófa eitthvað nýtt.”
Algjör hugmynda-
banki sem framkvæmir
hlutina
„Mig hefur alltaf langað til að
gera eitthvað sjálfur og hef í
gegnum árin verið að hripa
ýmislegt niður, hvað mér finnst
vanta og hvað ekki. Hug-
myndabankinn er á við síma-
skrá”, svarar Kobbi. Þegar
hann er spurður af því hvers
vegna hann fór út í að opna
herrafataverslun í Keflavík þá
segist honum hafa fundist
óþarfi að fólk væri að renna í
bæinn eftir hlutum sem það gat
keypt hér. „Ég hafði aldrei
unnið í herrafataverslun þegar
ég byijaði og þurfti því að vera
æfa mig í að brjóta saman nójt-
ina áður en búðin opnaði. Ég
varð meira að segja of seinn í
opnunina.”
Á góða að
Það hlýtur að vera fremur
óvenjulegt að svo ungir menn
mæti til bankastjóra með stofn-
un fyrirtækis í huga. Tók fólk
mark á drengnum þegar hann
mætti á staðinn til að biðja um
fjármagn? „Já, þetta gekk nú
bara sæmilega. Ég átti sjálfur
einhvem pening og hafði líka
gott fólk á bakvið mig, það
hjálpaði mikið til. Ég fór bara
með hugmyndina og talaði við
menn og þeir trúðu því og
treystu hvað ég var að gera.
Það er mikið af góðu fólki sem
verslar við mig svo ég get sagt
að þetta hafi allt saman gengið
vonum framar. Við stækkuðum
t.d. búðina um helming núna í
mars og fluttum í Stapa-
fellshúsið. Þetta húsnæði er
mikið stærra og skemmtilegra
en hið gamla”, svarar Kobbi.
Lærdómsríkt aö reka
veitingastað
Önnur rós í hnappagatið hjá
Kobba er veitingahúsið
Mamma Mía, sem hann rekur
ásamt fjölskyldu sinni. Hvað
kom til að hann fór út í
veitingahúsrekstur?
„Við feðgamir höfðum stund-
um talað um að fara út í
viðskipti saman. Að taka við
þessu veitingahúsi kom eigin-
lega óvart uppá og það var
voðalega lítill tími til að hugsa
sig um því það vom fleiri sem
voru að pæla í að kaupa
staðinn. Það var erfiðara að
opna veitingastaðinn en búð-
ina, því þó ég kynni ekki neitt í
fataviðskiptum þá hafði ég
unnið í búð og kunni ýmsar
grundvallarreglur, að koma vel
fram og annað slíkt. Þegar við
opnuðum veitingastaðinn var
rosalega mikið að gera og við
vorum öll græningjar sem
stóðurn hérna, hlupum hvert
annað niður og vomm að deyja
úr stressi. Ég vissi ekki hvort
ég ætti að gráta eftir fyrsta
kvöldið eða vera rosalega
ánægður. Það var auðvitað
gaman að fá svona fljúgandi
start og mjög lærdómsríkt.”
Nauósynlegt aö
hafa gott skipulag
á hlutunum
Kobbi er með margt fólk í
vinnu en hann trúir ekki að ein-
hver einn eigi eingöngu að
vinna við að skipa hinum fyrir.
Hann vfiar því ekki fyrir sér að
sjá um þrif, svara í síma og
sendast sjálfur með matinn.
„Við reynum við að hjálpa
hvort öðm við að gera hlutina
góða. Mikilvægast er að fólkið
sé ánægt í vinnunni og vinni í
sameiningu að vinna úr hlut-
unum sem koma uppá”, sagði
Kobbi og hefur greinilega
mjög ákveðnar skoðanir á
þessum málum.
Draumurinn aö verða
kerrutæknir
Það má segja að Kobbi hafi
unnið sig upp út á eigin
verðleika. Hann segist vera
mikill draumóramaður og einn
draumurinn hafi verið að
komast uppí kermmar, en það
var á því tímabili þegar hann
vann sem pokatæknir í Hag-
kaup. „Konan mín er búin að
vera alveg voðalega skiln-
ingsrík, hlustað á alla mína
draumóra og allt sem mér fylg-
ir. Sumir draumamir hafa samt
ræst”, segir Kobbi og að líkum
lætur að fleiri eigi eftir að verða
að vemleika.
Hefur áhuga á
íþróttum
Kobbi segist ekki hafa haft
mikinn frítíma að undanfömu
því fyrirtækin taki allan hans
tíma. „Við erum að breyta
skipulaginu héma og það er í
rauninni núna, í fyrsta skipta í
eitt og hálft ár, sem ég
stelpumar mínar. Þegar ég á ín
þá vil ég helst vera heima með
fjölskyldunni. Mér finnst líka
voðalega gaman að horfa á
íþróttir og ég vona að ég geti
sinnt því áhugamáli meira núna
og tekið fjölskylduna með.”
Hiö alræmda frétta-
blaö, Pokahornió
Pokahornið þekkja flestir
Innri Njarðvíkingar vel. Það
kom út í rúmt ár og einn af
blaðamönnum þess var enginn
annar en Kobbi. „Við tókum
okkur til nokkrir félagar úr
Innri Njarðvík og stofnuðum
blað, þá var ég átta ára. Ég held
reyndar að meirihluti þeirra
reki fyrirtæki í dag. Þetta var
rosalega heitt blað að okkar
mati, því það keyptu það allir.
Við tókum viðtöl við stóra
fólkið eins og Jón Pál og Sigga
Sigurjóns, vegna þess að við
ætluðum að græða helling á
þessari blaðaútgáfu. Við
fengum t.d. viðtal við Jón Pál
þegar hann var að kynna
heilsubótarefni í Hagkaup. Ég
held að nánast allir hafi svo
fengið leið á okkur því hug-
myndaflug okkar var orðið
heldur dræmt. Það endaði með
því að við þurftum að gera eitt-
hvað af okkur til að búa til
fréttimar. Við gerðum allt vit-
laust í bæjarfélaginu, gerðum
at, gerðum rólókonurnar
brjálaðar og svoleiðis. Við
vomm alltaf fyrstir með frétt-
imir því voru búnir að skipu-
leggja þær fyrirfram”, segir
Kobbi prakkaralega. Þetta hlýt-
ur að hafa verið algjört ævin-
týri fyrir átta ára gutta. ,Já, ég
var mjög ánægður með starfið
því maður átti myndir af sér
með Jóni Páli og ég tala nú
ekki um allar fegurðardrottn-
ingamar sem ég hitti. Þrátt fyrir
góða viðleitni fór fyrirtækið í
gjaldþrotaskipti”, segir Kobbi
og hlær.
Ætluóu aö græða á
útgáfunni
Þeir Pokahomsmenn ætluðu
að verða stórríkir á blaðinu.
Það tókst nú kannksi ekki
alveg en þeir áttu allavega
alltaf nóg fyrir nammi og
pappír. Góðir menn á bæjar-
skrifstofunni í Njarðvflc hjálp-
uðu þeim við að ljósrita, m.a.
hann Baldur. Þeir félagar pren-
tuðu blaðið heima, keyptum
stafi í bókabúðinni til að gera
fyrirsagnir. Bæðumir Villi og
Éyvi voru í fullu starfi á
blaðinu ásamt Kobba. Auk
þeirra komu hinir og þessir að
útgáfunni. Kobbi segir að þeir
hafi reynt að skipta um nafn á
blaðinu þegar fólk hætti að
kaupa það af þeim, vegna
óhefðbundinna aðferða sem
þeir beittu við fréttaöflun.
„Þetta var svona alvöru
mafíurekstur”, segir Kobbi.
Pokahornið var gefið út í
stóru upplagi á „innri-njarð-
vískan mælikvarða”. „Þau
dugðu allavega til að labba í öll
húsin í Innri Njarðvík. Sumt
fólk var að kaupa af manni tvö
til þrjú blöð, við vorum svo
litlir og sætir þegar við vorum
að þessu”, segir Kobbi, en
langar hann aftur út í slíkt
ævintýri? ,,Ég myndi eflaust slá
í gegn í annað sinn, alltaf með
heitar fréttir. Nei annars, ætli
mér yrði bara ekki stungið inn
ef ég færi aftur í að búa til frétt-
ir, maður er náttúrulega komin
á þann aldur.”
Tekur Palli aö sér
Pokahorniö?
Kobbi er greinilega stoltur af
ferli sínum sem blaðamaður og
segir að þeir strákarnir hafi
verið mjög seigir í sínu starfi
og gefið út ein tuttugu tölublöð.
„Það var meira að segja búið
að titla einn sem framkvæmd-
arstjóra. Ég var bara blaða-
maður því ég var yngstur. Helst
vildi ég að Pokahomið myndi
byrja aftur, því þetta var nátt-
úrulega stórglæsilegt blað. Það
er spuming hvar við ættum að
ljósrita núna þegar bæjarskrif-
stofan í Njarðvíkunum er ekki
lengur til. Kannski ég fái bara
Palla til þess”, sagði Kobbi að
lokum. Því er hér með komið á
framfæri.