Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 12.11.1999, Side 18

Víkurfréttir - 12.11.1999, Side 18
„Þeir bræður eru ótrúlegir. Félagsbíó- dæmið sýnir það að fáir slá þeim við í útsjónarsemi í viðskiptum hér á Suður- nesjum“, sagði ónefndur maður í við- skiptalífinu við helgarblaðið. Þeir „bónbræður11, Sverrir og Eyjólfur Sverris- synir hafa enn einu sinni komið á óvart en þeir hafa gert samning við verslunar- keðjuna Nóatún um leigu á helmingi Félagsbíós til næstu tíu ára. BONBRÆÐUR L; GODUM MALUM! Það kom ekki mörgum á óvart þegar þeir bræður náðu samn- ingum við Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur um kaup á Félagsbíói og stórri lóð við húsið. Verkalýðsfélagið var búið að reyna í nokkum tíma að selja bíóhúsið án árangurs. Félagið setti upp 30 milljónir fyrir húsið og lóðina sem er stór og á góðum stað, býður m.a. upp á viðbyggingu við bíóhúsið. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum blaðsins fengu þeir bræður húsið og lóðina fyrir rétt rúmar 20 millj- ónir króna sem mönnum þótti ekki stór upphæð fyrir svo stór- an pakka. Það sem vafðist fyrir mönnum var hvað hægt væri að gera við húsið en þeir Eyjólfur og Sverrir eru klókir og sjá oft eins og skákmenn marga leiki fram í tímann. En áður en þeir gerðu neitt í sölu- málum máluðu þeir húsið hátt og lágt og snyrtu í kring. Það er þeirra stíll. Ef þeir eru ekki að bóna og þrífa bflana em þeir að snyrta umhverfið. Súpersamningur Samningur þeirra við Nóatún um leigu á helmingi bíóhússins kom hins vegar mörgum á óvart. Helgarblaðið hefur hins vegar fyrir víst að þeir bræður náðu súpersamningi við Nóa- túnseigendur sem ætla sér hlut á Suðumesjamarkaði. Það hef- ur kvisast út að Nóatún greiði 75 milljónir króna fyrir tíu ára leigusamning og það fyrir helming af húsinu. Inn í þeim samningi er klausa um að hann sé ekki uppsegjanlegur fyrstu fimm árin. Fyrir reiknings- glögga er fljótt hægt að sjá að hér er á ferðinni mjög góður samningur fyrir keflvísku at- hafnamennina. Þeir þurfa að vísu að grófinnrétta bíóhúsið en þeirra hugmynd er að efri hæðin verði leigð út fyrir skrif- stofur. Ef við gefum okkur það að þeir fái svipaða leigu fyrir hana er Nóatúns-talan búin að tvöfaldast þ.e. u.þ.b. 15 til 20 milljónir á ári. Þeir keyptu hús- ið á rúmar tuttugu og kunnugir segja að breytingarnar muni kosta nálægt 30 milljónum króna eða samtals um 50 millj- ónir kr. Ef þeir ná að leigja alla efri hæðina út þá verða þeir búnir að fá fyrir húsinu eftir u.þ.b. 3 ár!! Auðvitað má ekki gleyma viðhaldi, fasteigna- gjöldum og fleira smotteríi sem týnist til á kostnaðarblað bræðranna en það dylst engum að þetta er gullsamningur. Því er til að bæta að verkalýðsfé- lagið er búið að kaupa af þeim bræðrum tvo sumarbústaði fyr- ir litlar 15 milljónir króna. Verðið á þeirn skagar hátt í kaupverðið á bíóinu!!! Búa flott Velgengni þeirra hefur komið fram ýmsum sviðum. Þeir hafa ekki farið leynt með það að þeir vilji búa flott en það hafa ekki þótt tíðindi að þeir aki flott. Eyjólfur t.d. hefur átt tvö af fal- legustu og stærstu húsum Keflavíkur. Fyrir nokkrum árum bjó hann við hlið Spari- Félagsbíó í Keflavík þar sem Nóatún mun opna fljótlega á nýju ári.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.