Víkurfréttir - 12.11.1999, Blaðsíða 19
sjóðsstjórans Páls Jónssonar en
flutti síðan burt úr því húsi. Ör-
fáum árum síðar var hann
mættur á skrifstofuna hjá Páli
sem þá var búinn að tilkynna
að hann væri að hætta í Spari-
sjóðnum, - með tilboð í húsið
flotta. Páll tók því hér um bil
án þess að hugsa sig um. Það
eru hins vegar fáir sem muna
eftir því að Eyfi átti líka eitt
minnsta hús í Keflavík á hans
fyrstu búskaparárum við
Kirkjuveg í Keflavík.
Sverrir hins vegar er talsvert
yngri og var því aðeins seinni í
að koma sér fyrir. I sumar vildi
hann komast í gott hús en
framboð af þeim var ekki mik-
ið. Hann bankaði upp á hjá
góðurn bæjarbúa og spurði
hvort hann væri til í að selja
honum húsið. Hann var til og
Sverrir fékk húsið. Fyrir
nokkrum árum átti Sverrir hins
vegar um tíma hús sem þótti
lengi eitt það glæsilegasta í
Keflavík, en það er „kökuhús-
ið“ í Baugholti eins og það var
oft nefnt og byggt af Ragnari
nokkrum bakara á hans gull-
aldarámm í bakkelsinu.
Útsjónarsamir
Til styðja þá staðreynd hversu
seigir og útsjónarsamir þeir
bræður hafa verið má nefna
nokkur dæmi sem hafa gengið
vel hjá þeim á undanförnum
árum. Þeir keyptu verslunar-
húsið á Vatnsnesi þar sem nú
eru Mamma Mia og Elegans
og gerðu það upp fyrir um
fimmtán árum síðan. Það var
eiginlega fyrsta „sprikl" þeirra
á fasteignamarkaðinum, sem
talandi er um. Um tíma voru
þeir rekstraraðilar Shell á Fitj-
um í Njarðvík og ráku þá sam-
hliða bón og þvottastöð rétt hjá
gamla Fitjanesti. Veldi þeirra á
bílamarkaðnum var mikið á
þeim tíma og kom það mörg-
um á óvart þegar þeir hættu á
Fitjum en þar áttu þeir marga
trygga viðskiptavini. Eftir ára-
langt „bílabrask“ án þess að
eiga bflasölu létu þeir verða af
því að eignast eina og þá
sömdu þeir við Keflavíkur-
verktaka um leigu á gamla hús-
næði Tollvörugeymslunnar og
stofnuðu Bflasölu Keflavíkur.
Eftir nokkurra ára rekstur hættu
þeir með hana og skiptu við
kaupendur að henni m.a. á iðn-
aðarhúsnæði í Gróf sem þeir
síðan seldu strax. A síðustu
ámm hafa þeir keypt húsnæði
við Brekkustíg, næst Hitaveitu
Suðumesja og leigja það Bfla-
sölu Reykjaness, Elvari vini
þeirra og frænda til margra ára
úr Grindavík. I lok síðasta árs
héldu menn þó að þeir bræður
væm að stíga feilspor. Þá keyp-
tu þeir gamla Fiskiðjuhúsið.
Ekíd vom liðnir margir mánuð-
ir þangað til þeir vom búnir að
gera það klárt undir leigu auk
þess að hýsa bílaleigu þeirra
bræðra, SS bílaleiguna. Þeir
náðu mjög góðum samningum
við nýtt fyrirtæki, Thermo plus,
um langtímaleigu. Punkturinn
yfir i-ið var síðan þegar þeir
fengu umhverfisverðlaun fyrir
framtakið. Dæmið með Félags-
bíó í framhaldinu hefði því
ekki átt að koma neinum á
óvart þó þeir hafi verið búnir
að lofa sér og sínum að fara að
slappa af. Menn gera það ekki
á meðan vel gengur!
Hvað næst
Þeir bræður geta ekki látið hér
við sitja. Þeir eiga talsverðar
upphæðir fjár sem þeir verða
að nota til fjárfestinga. Og
hvað veður næst? Einhver
laumaði því að blaðamanni að
þeir litu hýru auga á Óðinshús-
ið svokalla þar sem vélsmiðjan
Óðinn var til margra ára og
Afengisverslunin, næst Aðal-
stöðinni, efst á Hafnargötunni.
Gott hús og stór lóð á besta
stað. Spumingin er bara hverjir
bíta á næstu beitu hjá þeim
bræðmm?
THE BLAIR WITCH PROJECT
Þann 21. október 1994 héldu þrjú bandarísk ungmenni
inn í Black Hills skóginn í Maryland, Bandaríkjunum.
Ætlunin var að festa á filmu heimildir um 200 ára
goðsögn, “The Blair Witch”, eða nornina frá Blair.
Ekkert hefur spurst til þeirra síðan.
Einu ári seinna fundust upptökur þeirra.
Ein mest sótfta myndin
í Bandaríkjunum síðustu vikur!
NVJA EÍC
KEFLAVÍK - SÍMI 421 1170
50 fyrstu sem mæta með
úrklippu úr Helgarblaði
Víkurfrétta fá ókeypis
bíómiða á þessa kvikmynd í
Nýja bíói. Miðinn gildir á
sýningar í eina viku.