Víkurfréttir - 12.11.1999, Síða 21
Margrét og Sigurður með börnunum sínum.
F.v. Albert Karl, Sylvía Rós og Sigríður.
stration, sem er mastersnám í
viðskiptum og stjómun.
Flutti til Norður-Karólínu
„Ég fór í skóla sem heitir
Westem Carolina University,
en í Karólínu eru margir góðir
háskólar. Þetta var ekki mjög
stór skóli, 6700 nemendur. Ég
fór út þremur mánuðum á
undan fjölskyldunni, því ég
þurfti að finna hús, skóla fyrir
drenginn, kaupa bíl og húsgögn
og koma mér af stað í náminu.
Þetta var eiginlega langerfiðasti
tíminn og ég myndi aldrei skil-
ja fjölskylduna svona lengi við
nrig aftur. Það hafði samt l£ka
sína kosti að gera þetta svona
því ég gat undirbúið allt áður
en þau komu.“ Margrét fann
fljótlega hús í litlum og
vinalegum bæ, Waynesville,
sem var hálftímakstur frá
skólanum. „Þetta var eins og að
búa í Njarðvík. Maður var
farinn að þekkja marga í
bænum. Þetta var svona 10.000
manna bær og umhverfið var
mjög fallegt", segir
Margrét og á greinilega góðar
minningar tfá þessum tíma.
Gekk vel í náminu
„Fyrsta árið var ég eingöngu í
viðskiptafræði og það byggðist
aðallega á fyrirlestrum,
verkefnum, prófum o.þ.h. Þeg-
ar ég fór í masterinn varð
námið raunverulegra. Við
fórum mikið í fyrirtæki að
vinna að ýmsum verkefnum og
þurftum svo að kynna þau fyrir
bekknum. Einnig vorum við
látin gera rannsóknir og setja
upp fyrirtæki.
Háskólinn sem hún var í var
mjög tölvuvæddur og mikið
lagt uppúr tölvunámi. Hún fór
að vinna hjá tölvufyrirtæki í
tengslum við verkefni sem hún
var að vinna fyrir skólann.
Þetta var fyrirtæki sem veitti
ráðgjöf um verslun, viðskipti
og námskeið í gegnum inter-
netið. Eftir að verkefninu lauk
fékk hún að vera áfram hjá
fyrirtækinu til að öðlast meiri
reynslu og um leið að undirbúa
sig fyrir heimkomuna.
„Mér gekk vel í náminu, fyrst
og ffemst vegna þess að ég ein-
beitti mér algerlega að því og
eiginmaðurinn sá um heimil-
ið“, segir Margrét og viðurken-
nir að hún hafi varla gert hand-
tak á heimilinu í þrjú ár.
Akvörðunin
Akvörðunin um að fara út í
nám vafðist ekki fyrir Margréti.
Hún segist vera þannig gerð að
ef hún tekur eitthvað í sig þá er
það bara þannig og ekkert
öðruvísi. „Þetta var það sem
mig langaði til að gera og það
tók mig ekki fimm ár að taka
ákvörðun. Mér fannst eiginlega
fyndið hvað fólki í kringum
fannst þetta mikið mál og hafði
miklar áhyggjur af mér en þetta
var sameiginleg ákvörðun
okkar hjónanna. Ég var lfka
svolítið hissa á hvað fólk var að
draga úr manni. Svo var einn
sem sagði við mig áður en ég
fór: „Ertu ekkert hrædd við að
falla?“ Ég hafði bara ekki
hugsað út í það enda gengið vel
í háskólanámi fram að þessu.
Maður fer líka með því hugar-
fari að standa sig. Það fólk sem
er næst mér hefur liins vegar
alltaf haft trú á mér og bakkaði
mig uppi“. Margrét segir að
hún hafi strax viljað fara í góða
vinnu.„Þegar maður er orðinn
35 ára gamall þá hefur maður
ekki mikinn tíma til að vinna
sig upp. Ef maður hefur áhuga
á að komast lengra þá er fljótle-
gasta leiðin að mennta sig
meira.“ Mörgum fannst ekki
rétt að rífa börnin upp en
Margrét er á öðru máli og segir
að þau hafi bæði haft mjög gott
af að búa erlendis. Þar lærðu
þau bæði að tala góða ensku og
hún segir að drengurinn hafi
þroskast mikið af þessari
reynslu. Rétt sem snöggvast
hvarflar að blaðamanni, að
viðbrögð fólks hefðu e.t.v.
verið önnur, hefði það verið
heimilisfaðirinn sem hefði
ætlað í nám. Margrét jánkar og
segir að það gæti verið eitthvað
til í því. „Börnin höfðu
föðurinn sem var heimavinn-
andi og með þeim allan daginn.
Hvað var svona slæmt við að
ég færi í nám“, spyr hún.
Auðvelt að fá vinnu
Fjölskyldan flutti til Islands
vorið 1999 og Margrét fór strax
að leita að vinnu. Hún þurfti
samt ekki að leita lengi því
eftirspurnin eftir manneskju
með hennar menntun, var
mikil.„Mér var boðin staða hjá
Deloitte & Touche, sem
framkvæmdarstjóri rek-
strarsviðs. Starfið felur í sér að
hafa umsjón með daglegum
rekstri s.s. starfsmannamálum,
markaðsmálum.tölvumálum,
menntun og fjármálum. Þetta er
endurskoðunar- og ráðg-
jafafyrirtæki sem er staðsett í
Reykjavík og hefur útibú á tíu
stöðum á landinu, m.a.
gífurlega öflugt útibú í
Keflavík þar sem Guðmundur
Kjartansson ræður ríkjum.
Þannig að það er nóg að gera“,
segir Margrét og bætir við að
henni finnist mjög gaman að
vera í svona fjölbreyttu og kref-
jandi starfi.
Amerísk þjóðarsál
Amerískt sjónvarpsefni og
önnur menningaráhrif, tröllríða
nú heimsbyggðinni og fólk
hefur misjafnar skoðanir á
Bandaríkjamönnum, en hvem-
ig komu þeir Margréti fyrir
sjónir? „Ég kunni mjög vel við
Bandaríkjamenn. í Banda-
ríkjunum eru 51 íylki og þetta
eru mjög ólík svæði. Flórída-
fólk og Karóljnu-fólk er t.d.
jafn ólíkt og Islendingar og
Frakkar. Fólkið þar sem við
vorum var t.d. alveg sérlega
indælt, og tók okkur vel. Við
mættum alveg taka þau til
fyrirmyndar hvemig tekið er á
móti útlendingum. Drengurinn
talaði t.d. enga ensku og hann
fékk strax 100% kennslu í
málinu og náði því mjög fljótt.
Það fór afskaplega í taugamar á
mér, þegar t.d. Frakkamir, sem
voru í skólanum með mér,
töluðu um hvað Bandaríkja-
nienn væru heimskir, en síðan
vom þeir nógu góðir að fara til
Bandaríkjanna og ná sér í men-
ntun.“
Áhersla á fjölskylduna
Daglegt líf í Karólínu var ólíkt
því sem gengur og gerist á
Islandi. Margrét segir að áher-
slan á fjölskylduna sé miklu
meiri þar en hér heima. „Þegar
að okkur var boðið í heimsókn
var bömunum alltaf boðið með
og hvert sem við fórum var
alltaf gert ráð fyrir bömunum.
Almennt fannst mér bömin líka
mikið kurteisari heldur en
íslensk böm. Við fórum t.d. á
sýningu í skólanum þar sem 7-
11 ára krakkar stóðu uppá sviði
í þrjá tíma. Þama stóðu þau og
sátu stillt og prúð allan tíma.
Það fór enginn að hlægja þó
einhver væri að syngja eða
söng falskt."
Kirkjan miðpunkturinn
Kirkjan var miðpunktur sam-
félagsins í Waynsville og
félagslífið innan kirkjunnar var
mjög mikið. Dóttirin var í leik-
skóla sem kirkjan rekur. Einnig
tók hún þátt í söngleik sem
kirkjan setti upp. Margrét og
fjölskylda hennar vom þátttak-
endur í Meþódistakirkjunni og
kynntust þar mörgu góðu fólki
sem þau halda góðu sambandi
við. „Þar sem við bjuggum
voru margar kirkjur. Kirkjan
sem við sóttum var með tvær
athafnir á hverjum sunnudegi
og fullt út úr dyrum í báðar
athafnirnar. Þá var á sun-
nudögum sunnudagaskóli jafnt
fyrir fullorðna og böm og var
þetta einnig mikið sótt.
Ræturnar eru á íslandi
Margréti fannst erfiðast að vera
án vina sinna og fjölskyldu
þegar hún flutti til
Bandaríkjanna, þó fólk hafi
verið duglegt við að koma í
heimsókn. „Þó maður eignist
nýja vini þá er það allt öðmvísi,
rætumar eru alltaf hér, og mér
finnst mjög gott að vera komin
heim.“ Þrátt fyrir að Margrét sé
ánægð með að vera kominn
heim þá leggur hún ríka áherslu
á að hún sakni samt vinanna,
veðurfarsins og umhverfisins í
Karólínu.
Nýtir tímann vel með
fjölskyldunni
Það hlýtur að íylgja því töluvert
álag að vera í krefjandi starfi,
keyra til Reykjavíkur á hver-
jum degi og eiga tvö ung böm.
Hvemig fer Margrét eiginlega
að því að samræma starfið og
fjölskyldulífið? „Ég fer snem-
ma í vinnuna og kem heim á
milli klukkan 6 og 7 á kvöldin.
Þegar ég kem heim er vinnan
alveg búin, ég þarf ekki að fara
yfir neina stíla eða neitt slíkt“,
segir Margrét og hlær og er
hugsað til kennarastarfsins. „Ég
er með konu heima sem gefur
bömunum að borða og hugsar
um þau á meðan ég er í burtu.
Þegar ég kem heim á kvöldin
get ég alveg einbeitt mér að
börnunum. Sá tími sem ég á
með þeim er því vel nýttur. Mér
finnst ekki skipta aðalmáli
hversu miklum tíma maður
eyðir með börnunum sínum,
heldur hvernig maður nýtir
tímann. Helgarnar eru líka
alveg heilagar hjá fjölskyldunni
og þá gerum við eitthvað
skemmtilegt saman“, segir hún
og brosir.
Horfið jákvæðum augum á lífið
Lífið virðist brosa við Margréti
í augnablikinu en hvemig lítur
framtíðin út í hennar augum?
„Ég ætla ekki í doktorsnám",
svarar hún að bragði og leggur
áherslu á orð sín. „Masterinn
nægir mér alveg. Ég geri mér
þó grein fyrir því að ég þarf
alltaf að vera að bæta við mig
svo ég staðni ekki.” Fyrst og
fremst stefni ég á að gera betur
í því sem ég er að gera og vera
ánægð hverju sinni. Þá lítur
maður mun bjartari augum á
allt og alla í kringum sig.“