Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.11.1999, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 12.11.1999, Blaðsíða 24
HELGARBLAÐ VF listir OG MENNING VINNUR VERK FYRIR KÍNVERfA Halla var nýkomin úr þreki í Perlunni þegar blaðamann bar að garði. Hún segist fara á hverjum morgni, fimm daga vikunnar, í líkamsrækt til að halda sér í formi. Hún segir það vera sér nauðsynlegt, því ann- ars gæti hún ekki unnið svona mikið. „Þegar ég kem heim úr ræktinni, um tíu-leytið á morgnana, sinni ég heimilis- verkunum og hringi nokkur símtöl. Stundum get ég byrjað að mála fyrir hádegi og mála fram að kvöldmat", segir Halla þegar hún er spurð að því hvemig dæmigerður dagur í lífi hennar sé. Kemst ekki úr drullugalianum Halla er vinsæl listakona og árið 1998 hélt hún þrjár sýningar; á listahátíð í Ed- inborg á Skotlandi, Eld- borg í Svartsengi og á Heilsugæslustöðinni í Keflavík. „Það fylgdi því mikið álag að halda svona margar sýnining- ar á einu ári og ég var búin að ákveða að taka mér gott frí þegar að síðustu sýningunni lyki. Svo var hringt í mig frá Akranesi og ég beðin um að halda sýningu þar og ég sló til. Mér finnst stundum sem ég hafi ekki komist uppúr bfl- skúmum og úr drullugallanum í mörg ár“, segir Halla en bros- ir samt af öllu saman því hún elskar það sem hún er að fást við. Breytt staða kvenna Halla segist vera mikil fjöl- skyldumanneskja. I gegnum tíðina hafa margir undrað sig á því hvemig henni takist að samtvinna líf listamannsins og húsmóðurhlutverkið, en Halla á þrjá syni. ,,Eg hef aldrei getað unnið í óhreinindum og ástæðan fyrir því er kannski gamla góða samviskubitið yfir að láta heimilið ekki sitja á hakanum. Þegar ég var ung kona, þá þekkti ég engan sem málaði og fólk vorkenndi oft Hjálmari og strákunum vegna þess að ég þurfti stundum að fara í burtu til að vinna. Ég hef því alltaf lagt mig fram við að sinna heimilinu vel. I dag þurfa kon- ur ekki að afsaka sig íyrirað vera konur“, segir htatia aKveðin. Hún segir að sumir hafi bent sér á að fá sér stúlku til að sjá um heimilið, svo að hún gæti ein- beitt sér að listsköpun. Hún segist aldrei getað hugsað sér það, því hún verði alltaf að hafa fólk í kring- um sig. Mörg verkefní í bígerð En hvað er Halla að fást við þessa stund- ina? ,JSÍú er ég að gera hugmynd að mósaíkverki fyrir banka, steinda kirkju- glugga í kirkju úti á landi og stórt glerlista- verk fyrir litla kapellu, ásamt smærri verkefríum”, segir Halla. „Ég var líka að fá mjög skemmti- legar fréttir. Ég gerði einu sinni risastórt glerverk, um 60 fer- metra, fýrir PKL, sem er þýskt pappírsfyrirtæki. Þetta fyrirtæki er nú orðið alþjóðlegt og heitir Siccombiblock. Fólk frá því fyrirtæki sá teikningar eftir mig hjá Dr. Oidtmann og pantaði þær allar í gler. Ætlunin er að gefa forstjómm ýmissa fyrir- tækja í Kína þessi verk”, segir Halla brosandi og býþur blaða- manni meira kaffi. „Ég hef alltaf nóg að gera og þá líður mér lflca vel.”

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.