Víkurfréttir - 12.11.1999, Síða 27
■ É iHÉÉ llM
Vestmannaeyingurinn Páll Guðlaugs-
son tók við þjálfun Keflavíkurliðsins á
haustdögum eftir tvo ár í brúnni hjá
Leiftursmönnum á Olafsfirði. Páll er
41 árs og á að baki rúmlega 20 ára
þjálfaraferil, lengstum í Færeyjum. VF
ákváðu að komast að því hvað Páll
hyggðist fyrir í bítlabænum.
Hvers vegna ákváðst þú að koma til
Keflavíkur?
„Mér fannst það ögrandi verkefni að
koma Keflavík aftur í ffemstu röð. Eg
hef alltaf borið mikla virðingu fyrir
Keflavík sem knattspymufélagi, bæði
sem leikmaður og síðar sem þjálfari. Á
fyrra tímabili mínu sem þjálfara
Leifturs fann ég hve sterkan heimavöll
Keflvíkingar höfðu. Maður fann fyrir
spennu og sigurvilja er maður kom á
völlinn, bæði frá áhorfendum og leik-
mönnum. Á síðasta sumri fann ég
aðeins fyrir einhverju sem mætti lýsa
sem lognmollu, hér var engin ógn.
Ljónagryfjan sem ég þekkti svo vel var
ekki til staðar. Þetta frekar en nokkuð
annað var áhrifavaldurinn að komu
minni hingað.“
Þú átt fangan þjálfaraferil að baki?
,Já, það má segja það. Þó ég sé fæddur
í Reykjavík þá ólst ég upp í Eyjum og
á þar mína heimahöfn. Þar hófst þjálf-
araferillinn 1975 en þá þjálfaði ég m.a.
Birki Kristinsson og Hlyn Stefánsson í
4. flokk. Síðan þá hef ég numið öll þau
þjálfunarfræði sem danska knattspyr-
nusambandið býður upp á, er með FA
þjálfunarskírteini enska knatt-
spyrnusambandsins, hef sótt þjál-
faranámskeið til Kölnar á vegum KSÍ
og heimsótt og fylgst með æfingum
fjölda stórliða og má þar nefna
Manchester United, PSV Eindoven,
Bröndy, Glasgow Rangers, Everton og
Ajax.
Stór hluti ferilsins er í Færeyjum?
„Það vill svo til að ég fór frá Eyjum í
sumarfrí, eftir að ég lauk skóla. Mér
bauðst á samning hjá skipasmið í
Þórshöfn og ég skellti mér. Ég vann
þar í 4 ár og samtals við skipasmíðar í
6 en er í dag ánægður með að vera
kominn úr þeim bransanum. í Fær-
eyjum þjálfaði ég í hartnær tuttugu ár,
félagslið og landsliðið."
Á Ólafsfirði hófst þú innflutning á
Færeyingum og Brasilíumönnum í
íslenskan fótbolta?
„Leikmannahópurinn fyrir norðan var
lítill og ég tók þá ákvörðun að leita í
færeysku deildina eftir leikmönnum.
Fyrir síðustu leiktíð fór ég síðan til
Brasilíu og sótti þangað 3 góða leik-
menn, unga stráka sem vom vaxandi
allt sumarið.
Brasilía er Mekka knattspyrnunnar
en Færeyjar. Attir þú von á að leik-
mennirnir þaðan myndu standa sig?
„Islenski fótboltinn er fullur af sér-
fræðingum sem lítið sem ekkert vit
hafa á knattspymu. Ég vissi alltaf að
þessir strákar myndu standa sig.“
Mega Keflvíkingar þá eiga von á því
að sjá marga útlendinga á vellinum í
sumar?
„Hér em aðstæður allt aðrar en á Ólafs-
firði. í stað 13-15 leikmanna hef ég úr
u.þ.b 50 meistaraflokksleikmönnum að
velja. Að áliti margra fróðra aðila um
knattspymu þá lék Keflavík undir getu
síðasta sumar. Mitt fyrsta verk er að
koma þeim leikmönnum sem hér em í
form, nokkuð sem talsvert vantaði upp
á í fyrra. Það em mjög margir strákar í
yngri flokkunum sem eru sterkir og
þeir koma til með að fá tækifæri á
næstu mánuðum. ég hef fulla trú á
þeim. Þurfi að bæta við leikmönnum til
að tryggja nægilega sterkan leikmanna-
hóp mun ég líklegast nota sambönd
mín í Brasilíu og leita þangað eftir
leikmönnum. Aðalmálið þessa dagana
er að ganga frá samningum við leik-
mennina í núverandi leikmannahóp og
ánægjulegt að heimamennimir Jakob
Jónharðsson og Guðmundur Stein-
arsson eru komnir aftur. Nýlega var
gengið frá samningi við Bjarka
markvörð og vonandi tekst okkur að
semja við Garðar Newman í vikunni.
Þá á ég aðeins eftir að heyra í Karli
Finnbogasyni sem er samningsbundinn
félaginu."
Nú er mjög algengt að lið um alla
Evrópu fái til sín unga og efnilega
Brasilíumenn fyrir lítinn sem engan
pening og selji þá síðan fyrir stórar
upphæðir nokkrum árum síðar.
Þetta hefur ekki hvarflað að þér?
„Vissulega hef ég fylgst með því sem
er að gerast í þessum málum. Menn
ættu þó ekki að gera sér neina
hugmyndir um hve þetta er ódýrt því
þessu fylgir alltaf einhver kostnaður.
En ef maður skoðar hvað aðrir eru að
gera þá er þetta tilfellið á mörgum
stöðum og við getum gert þetta eins og
aðrir. Mín tengsl í Brasilíu hefur tekið
mörg ár að þróa og á ég blaðamann-
inum Denis Menezes mikið að þakka.
1996 spilaði lið mitt gegn finnsku
félagsliði sem í voru 4 frábærir
Brasilíumenn. I fyrra fór ég síðan til
Brasilíu og fylgdu mér þrír Brasilíu-
menn heim sem stóðu sig mjög vel
með Leiftri.“
Áttu brassarnir ekki í talsverðum
aðlögunarvanda, í litlu sjávarþorpi á
norðuhjara veraldar?
„Það eru brasilískir knattspymumenn
um allan heim þannig að þeir hljóta að
hafa rika aðlögunarhæfileika. Þeir em
þekktir fyrir að tjá sig með fótunum,
leggja sig alla fram og vera afar
jákvæðir og góðir félagslega. Þeir
kunnu ágætlega við sig á Ólafsfirði.
Héma í Keflavík er aðstaðan allt önnur
og betri en fyrir norðan og því hef ég
enga trú á að Brasilíumenn ættu í vand-
ræðum hér."
Hverju þarf að breyta til að koma
Keflavík í hóp efstu liða?
„Fyrst og fremst þarf að virkja bæjar-
búa. Ólafsfjörður er lítið bæjarfélag en
þar stóðu allir að baki knattspyrnu-
liðinu. Þetta fundu leikmenn og vilji
þeirra til að standa sig efldist.
Fótboltinn í Kefiavík hefur verið í
öldudal undanfarið og kominn tími til
að forsvarsmenn knattspyrnunnar,
atvinnulífið og almenningur taki hönd-
um saman og komi liðinu á réttan stað.
Hér er öll aðstaða fyrir hendi, spark-
vellir út um allt og fjölnotahús á
lokastigi, auk þess sem nægur
efniviður er fyrir hendi.“