Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 25.11.1999, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 25.11.1999, Blaðsíða 8
Elínrós Eyjólfsdóttir er með vinnustofu og gallerí við Iða- velli 3 í Keflavík. Stór mál- verk af blómum erum áber- andi hjá henni en á vinnu- stofunni má einnig finna fal- lega handmálaða postulíns- muni, íkona, vatnslitamál- verk o.fl. Galleríið verður opið milli klukkan 13-18 alla daga fram að jólum og einnig er hægt að ná sambandi við Elínrós í síma 869-2026. Heillaðist af myndlistinni „Eg gifti mig ung kona, eign- aðist böm og hugsaði um þau eins og gengur og gerist. Ég fór svo að læra postulínsmálun í Bandaríkjunum og byrjaði í Baðstofunni í Keflavík 1981 og heillaðist þá af myndlistinni. Mig langaði til að læra meira á þessu sviði og fór í málaradeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Síðan ég útskrifaðist þaðan hef ég lært myndlist í Bandaríkjunum og postulíns- málun í Danmörku og á Ítalíu. Ég hef einnig haldið námskeið í postulínsmálun”, segir Elín- rós. Málar íkona Elínrós er mjög fjölhæf lista- kona því hún málar bæði með olíu, pastel, akryl og á postulín. Hún hefur einnig numið þá aldagömlu list að mála íkona, sem eru helgimyndir unnar með sérstakri tækni. Hvað kom til að þú lærðir að gera íkona? „Ég lærði það hér á íslandi en fyrir nokkrum árum var hér sýning á rússneskum íkonum. Listamaðurinn kenndi sjö lista- konum, þ.á.m. mér 12. aldar tækni við gerð íkona. Þeir em málaðir með litadufti og eggjarauðu með litlum pensil- strokum, en þetta er mjög rnikil nákvæmnisvinna.” Hrifin af blómum Elínrós segist hafa mikla ánægju af því að mála blóm vegna litadýrðarinnar og for- manna. „Ég hef þrjóskast við að mála blóm þó að þau hafi kannski ekki verið eins vinsæl og myndir af fjöllum eða fólki. Ég bjó á eyjunni Majorka í einn vetur og hélt þar sýningu á verkum mínum. Sýningunni var afar vel tekið og gallerí þar selur verkin mín. A Majorka er mikið af blómum og verkin féllu því mjög vel inní um- hverfið. Ég er viss um að það hefði lítið þýtt fyrir mig að sýna þar myndir af fjöllum”, segir Élínrós. Komin afturtil Keflavíkur Hvernig finnst þér að vera komin aftur til Keflavíkur eftir öll þessi ár? „Mér finnst það al- veg frábært. Það er ánægjulegt að sjá hvemig bærinn vex og dafnar. Ég man eítir því þegar það voru pollar á Hafnargöt- unni en nú finnst mér öll þjón- usta og bæjarbragurinn vera til mikillar fyrirmyndar. SMl&rij Ró$ í K^Wik mála l lgurðwa [iÁxkpiAM úíwóé Staðreyndir um mál Vignis Skúlasonar Viðtal víð undirritaðan lög- mann í 44. tölublaði Víkur- frétta gefur Vátryggingafé- lagí íslands hf. tilefni til at- hugasemda í 49. tölublaði undir fyrirsögninni „rang- færslur og ásakanir.” Víkur- fréttir óskuðu eftir þessu við- tali vegna frásagnar af um- ferðaslysi og skaðabótamáli skjólstæðings míns, Vignis Skúlasonar, sem birtist í sama blaði. I viðtalinu segi ég frá því, að Vátryggingafélag íslands setti fram það álit að skaða- bætur til Vignis vegna afleið- inga slyssins á framtíðar- tekjutap hans, myndu hugs- anlega ekki verða hærri en „rúmar þrjár milljónir króna“ eins og stendur orðrétt í við- talinu. Þessi afstaða félagsins kom fram í símtali við einn uppgjörsmann félagsins, Þóri E. Gunnarsson, og er staðfest með yfirlitsblaði frá Vátrygg- ingafélagi íslands hf. dags. 18.3.1997, merkt þeg, fjár- hæðin er kr. 3.210.000,- Þá kemur fram í viðtalinu að á grundvelli nýs örorkumats hækkaði Vátryggingafélag íslands hf. boð sett um greiðslu fyrir framtíðartekju- tap í 6 millj. kr„ auk vísitölu- hækkunar, samtals kr. 6.222.779,- Þetta boð félags- ins kemur fram í uppgjörstil- boði frá 16. mars s.l. merkt 150399 sp. í þessu viðtali er því rétt farið með staðreyndir og þar eru engar rangfærslur. I viðtalinu em heldur ekki neinar ásak- anir á hendur Vátryggingafé- lagi íslands hf. Þar kemur að vísu fram, að undirritaður er ekkí sáttur við greiðslutilboð félagsins og lái mér hver sem vill. Endanlegt greiðslutilboð félagsins til Vignis er að hann fái tímabundið tekjutap sitt í 3 ár bætt með kr. 1.726.800.-, varanlegt framtíðartekjutap sitt sent trésmiður bætt með kr. 6.222.779,- Og eins árs töf í námi með kr. 300.000.-? Ef í því felst ásökun, að telja þetta ekki fullnægjandi greiðslutilboð til skjólstæð- ings míns þá gott og vel ég stend við þá ásökun. I niðurlagi þessarar nafnlausu blaðagreinar frá Vátrygginga- félagí Islands koma fram til- efnislausar rætnar dylgjur um heiðarleika minn og þekk- ingu á sviði skaðabótaréttar. Ég læt skjólstæðinga mína að dæma réttmæti þessara orða og auðvitað einnig hið ágæta starfsfólk Vátryggingafélags íslands í Keflavík og Reykja- vík sem ég hef mjög góð samskipti við nær daglega. Ég hélt í sannleika sagt að yf- irmenn Vátryggingafélags ís- lands hf. væri vandara að virðingu sinni en þessar að- dróttanir þeirra sýna. Ákvörðun bæjarstjórnar vegna Casino felld úr gidli -JónM. HarÖarson fœrfulltáfengisveitingaleyfi Bæjarstjórn Reykjanesbæjar kom saman til fundar þann 18. nóvember s.l. þar sem úrskurður Úrskurðamefndar um áfengismál var til umfjöllunar. Hann var á þá leið að bæjarstjóm væri skylt að veita Jóni M. Harðarsyni, eig- anda Striksins ehf. fullt áfengis- veitingaleyfi fyrir nektardans- staðinn Club Casino í Grófinni. Bæjarstjóm samþykkti þann 8. október að veita Jóni takmarkað áfengisveitingaleyfi, þ.e. til klukkan eitt eftir miðnætti alla daga vikunnar. Bæjarfulltrúar skiptust í tvo flokka á fundinum þann 18. nóvember, annars vegar þeir sem vildu veita Jóni fullt leyfi á grundvelli úrskurðar nefndarinnar og hins vegar þá sem töldu úrskurðinn gefa til kynna að vald sveitarfélaga til að ákvarða um eigin mál, væri þar með verulega takmarkað. Hinir síðar nefndu veltu þá fyrir sér spumingunni hvar valdið lægi, hjá Alþingi eða sveitarfélögum. Jóhann Geirdal (J) lagði fram til- lögu um að hafna vínveitinga- leyfi. Tillagan var felld 7-3, Ólaf- ur Thordesen (J) sat hjá. Böðvar Jónsson (D) lagði fram tillögu um að Jóni M. yrði veitt fullt leyfi í samræmi við úrskurð nefndarinnar og undir hana rit- uðu Björk Guðjónsdóttir, Þor- steinn Erlingsson og Þorsteinn Amason. Tillagan var borin upp í tvennu lagi. Fyrri hluti hennar, varðandi áfengisveitingaleyfi, var samþykktur 8-3. Sveindís yaldimarsdóttir (J), Kristmundur Asmundsson (J) og Jóhann Geir- dal (J) vom á móti. Seinni hluti tillögunnar, er varðar veitinga- tíma, var samþykktur með 5 at- kvæðum. Sveindís Valdimars- dóttir, Kristmundur Asmunds- son, Jóhann Geirdal, Ellert Ei- ríksson, Skúli Þ. Skúlason og Jónína Sanders sátu hjá.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.