Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 25.11.1999, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 25.11.1999, Blaðsíða 19
Tónlist og söngur í tilefni dagsins Haldið var uppá 70 ára afmæli Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis með pompi og prakt s.l. laugardag, en félagið var stofnað þann 27. október 1929. Lúðrasveit Keflavíkur undir stjóm Karenar Sturlaugsson byrjaði hátíðina með lúðraþyt klukkan 14 í safnaðarheimilinu. Baldur Matthíasson, núverandi formaður félagsins, rakti fyrstu árin í sögu félagsins og að þeirri ræðu lok- inni söng Lilja Hafsteinsdóttir nokkur lög við undirleik Franks Herlufsen. Sigurður Jónsson, 10 ára Sandgerðingur, spilaði á harmonikkuna sína við mikinn fögnuð og Elmar Georg Einarsson frá Húsavík flutti gamanmál. Karlakór Keflavík- ur sló botninn í skemmtidagskrána með fallegum og kraftmiklum söng. Félagið bauð síðan til veislu í samkomuhúsinu og þar var boðið upp á smárétti og glæsilega tertu sem Matarlyst hafði veg og vanda að. Um kvöldið hófst dansleikur þar sem hljómsveti Birgis Gunnlaugssonar lék fyrir dansi. Erla Sig- ursveinsdóttir, sem situr í stjóm verkalýðs- og sjómannafélagsins sagði að afmælishátíðin hefði hepnnast mjög vel en hún hefði viljað sjá fleiri gesti. Jóladagatöl í verslanir Nú er hafin hin árlega jóla- dagatalasala okkar Lions- manna. Sú nýbreytni er að nú fer salan einungis fram í versl- unum. Því miður sjáum við okkur ekki fært að ganga í hús og selja eins og undanfarin ár. Eftirtaldir sölustaðir hafa daga- tölin til sölu: Keflavík: Miðbær, Brautar- nesti, Básinn Olís, Aðalstöðin Esso, Kaskó, Sparkaup, Kaup- félagið Faxabraut 27, Hólm- garður. Njarðvík: Fíakaup, Shell Fitjum, Fitjagrill, Hag- kaup. Grindavík: Báran, 5>tað- arkaup, Bláfell. Garður: Arsól, Hraðbúð Essó. I Sandgerði, Aldan, Sparkaup. Vogar: Voga- vídeó, Hraðbúð Essó, Húsasala fer fram í Vogum 27. og 28. nóvember. Allur ágóði rennur í líknarsjóð. Lionsklúbburinn Keilir Dagana 25. og26. nóv. veröur snyrtiráögjafi frá Shiseido í Gallery Föröunfrá kl. 12:00. Boðið verður uppá alltað 30 mínútna lúxus ráðgjöfogförðun; hreinsun, andlitsnudd, notkun krema ogförðun. Hringiö og pantið tíma eða komið viö og fáið persónulega ráðgjöf. íiaííer'y Hafnargötu 25 • Keflavík • Sími 421 1442 Hávaðamengun við Hafnargötu Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja tók fýrir á fundi sínum nýverið, erindi bæjarráðs Reykjnesbæj- ar varðandi hávaðamengun við Hafnargötu í Keflavík. Heilbrigðiseftirlitið samþykkti að veita aðstoð við að fram- kvæma hávaðamælingu við þessa fjölförnu verslunar- og umferðagötu. Limosine við öll tækifæri ai qU Œ þjónustan u draumnum njóttu lífsins (önlinenlal* Mastercraft • • TIRES^M VETRARDEKK Sóluð harðkornadekk undir fólksbíla, sendibíla og minni jeppa Helstu eiginleikar: f betra veggrip í hálku, gott viðnám í snjó og | krapa, gott viðnám í bleytu, hljóðlát, lögleg f allt árið, góð ending, harðkornadekk eru J skaðlaus fyrir umhverfið. sói/u/nfc FITJABRAUT 12 • 2BQ NJARÐVÍK • SlMI 421 13SS Jólagjafahandbók Víkurfrétta í næstu viku! Verið tímanlega með auglýsingar. S:895 6292 og 893 3719

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.