Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 25.11.1999, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 25.11.1999, Blaðsíða 11
Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum: Fundað og spilað á Ránni á sunnudag Félagið var formlega stofnað þann 11. febrúar 1990 á Ránni, eftir undirbúinings- fund á sama stað þann 14. janúar það ár. A stofnfundin- um skráðu sig 45 stofnfélag- ar og nokkrir hafa bæst við síðan en aðrir helst úr lest- inni, þannig að nú eru á fé- lagaskrá um 25 aðilar. Ekki eru þeir allir virkir þátttak- endur í félagsstarfinu en af þessum hópi eru 12-14 sem vitað er um að stunda hljóð- færaleik að einhverju marki sér og öðrum til ánægju. Formenn félagsins frá upphafi hafa verið þessir: Asgeir Gunn- arsson, Kristinn Kaldal, Hörð- ur Jóhannesson og Gestur Frið- jónsson. Aðrir stjórnarmenn hafa verið Guðrún Helgadóttir, Högni Kristinsson, Olafur Er- lingsson, Bjarni Friðriksson, Baldur Guðjónsson, Baldur Júlíusson, Guðmundur Ingólfs- son og Þórólfur Þorsteinsson. Félagið hefir á undanförnum árum haft æfingaaðstöðu á ýmsum stöðum, og nú er sú aðstaða að Iðavöllum 11, og fastir æfingatímar á miðviku- dagskvöldum eftir kl. 20. Þátt- taka í æfingum hefir verið með betra móti nú í vetur og nýir fé- lagar bæst í hópinn. Félags- menn hafa á undanförnum árum tekið þátt í Landsmótum S.Í.H.U. frá stofnun félagsin, nú síðast á Siglufirði í byrjun júlí en á því móti vom í fyrst sinn tökumenn frá Stöð 2 og Arnarauga á staðnum og mynduðu alla framkvæmd mótsins. Auk þessa hafa ýmsir félagar lagt sitt af mörkum við skemmtanahald og uppákomur margra félagasamtaka og ein- staklinga á Suðurnesjum, í Reykjavík og víðar. Þrátt fyrir það að heldur hafi verið líflegra félagsstarf nú en oft áður höfum við hug á því að auka þátttöku áhugasamra í starfmu enn frekar. Af því til- efni er boðað til aðalfundar sunnudaginn 28. nóvember n.k. á veitingahúsinu Ránni kl. 15. Nokkrir félagar munu leika létta tónlist frá kl. 13.30 þar til fundur hefst. Dagskrá fundar- ins verður samkvæmt félags- lögum. Vonast er til að sem allra flestir sjái sér fært að koma og öllum er heimill að- gangur. Vilji einhverjir gerarst félagar verður tekið við um- sóknum þeirra á staðnum. Stjórn F.H.U.S Stýrimaðurinn ók yfir skipstjórann! Vinnuslys varð um borð í danska flulningaskipinu Nordic lce í Sandgerðishöl'n um helgina. Slýrimaður skipsins var við störf á lyftara þegar hann ók á skipstjórann í lesi skipsins nteð þeint afleiðingum að skipstjórinn fótbrotnaði. Ilann var lluttur á sjúkrahús þar sem geit var að áverkum hans. UIKFEUG KEFUH sýnir í Frumleikhúsinu söngleikinn Oliver eftir Lionel Bart Leikstjóri Pröstur Guðbjartsson Tónlistarstjóri Einar Örn Einarsson AUKASYNINSAR laugardaginn 27. nóvember kl. 15 sunnudaginn 28. nóvember kl. 15 Ath. Allra síðustu sýningar! Miðasalan opnuð klukkutíma fyrir sýningu. Miðapantanir í síma 421-2540. Miðaverð 1.000- kr. fyrir alla. Wj á II mL. m', 4 V ' 'F> • f > / -,-v ájt . s Jólagfafahandbók Víkurfrétta Opiö á auglýsingadeild Víkurfrétta alla helgina. Muniö að vera tímanlega meö auglýsingar. Komum og sækjum gögn til viðskiptavina. Síminn er 421 4717

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.