Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 09.12.1999, Síða 15

Víkurfréttir - 09.12.1999, Síða 15
Lífeyriss) óðirnir sameinast Lífeyrissjóður verkafólks í Grindavík (LVG) og Lífeyris- sjóður Suðumesja (LS), hafa tekið ákvörðun um að sameina sjóðina. Við sameiningna munu eignir og skuldbindingar Lífeyrissjóðs verkafólks í Grindavík renna til Lífeyris- sjóðs Suðumesja og mun hinn sameinaði sjóður áfram heita Lífeyrissjóður Suðurnesja, með heimilisfang að Tjamar- götu 12, íKeflavík. Sameiningin tekur gildi 1. jan- úar 2000 og tekur LS þá við öllum eignum LVG og yfirtek- ur um leið allar skuldbindingar LVG gagnvart félögum sjóðs- ins. Stefnt er að því að réttindi félaga í LVG muni frá þeim degi verða hin sömu og þau réttindi sem félagar LS njóta nú. Á undanförnum árum hefur umhverfi lífeyrissjóða á Islandi breyst mikið og m.a. hafa nýjar reglugerðir, auknar arðsemis- kröfur, samkeppni og hert eft- irlit aukið verulega álag á starf- semi lífeyrissjóða. Stjóm Líf- eyrissjóðs verkafólks í Grinda- vík og stjórn Lífeyrissjóðs Suðurnesja hófu viðræður á haustmánuðum í þeim tilgangi að kanna það hvort að hags- munum sjóðfélaga gæti hugs- anlega verið best borgið með formlegri samvinnu sjóðanna tveggja og var niðurstaðan ótvíræð. Það er mat stjómar sjóðanna að stefna beri að því að auka mátt sjóðsins með öllum til- tækum ráðum í því skyni að auka hagræðingu, auka þjón- ustu við sjóðfélaga og ekki síst að stefna að faglegri vinnu- brögðum í því skyni að auka ávöxtun og minnka áhættu. Friðjón Einarsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Suðumesja, sagði að stjóm LS hefði í hyggju að byggja upp sterkan sjóð sem staðið gæti af sér áföll og verið virkur þátt- takandi í samfélaginu og skap- að sjóðfélögum sínum áhyggjulausari framtíð á Suð- umesjum. Hitaveita í allar byggingar Krýsuvíkur- samtakanna -sparnaður á olíuhitun nemur 3 millj. á ári Nýverið lauk stóru samstarfs- verkefni undir stjórn Lions- klúbbsins Fjölnis sem fólst í því að leggja hitaveitu í bygg- ingar Krýsuvíkursamtakanna. Gömul hola við Krýsuvíkur- skóla var hreinsuð upp og lagðar leiðslur að varmaskipta og áfram í allar byggingar skólans sem nýttar eru fyrir samtökin. Heildarkostnaður nemur um 8 milljónum króna. Að þessu verki komu Hafnar- fjarðarbær, Hitaveita Suður- nesja, Varmaverk hf., Hitaveita Krýsuvíkur, Jarðboranir hf., Lionsklúbbur Grindavíkur og Lionsklúbburinn Fjölnir, sem átti frumkvæði að fram- kvæmdinni og fýlgdi henni eft- ir. Fleiri lionsklúbbar hafa lagt málinu lið eins og Ásbjöm, Eir og lionsklúbbur Hafnarfjarðar. Heildarkostnaður nemur um 8 milljónum króna. Krýsuvíkursamtökin hafa um nokkurra ára skeið rekið vist- og meðferðarheimili fyrir eit- urlyfjasjúklinga í skólahús- næðinu í Krýsuvík. Árangur meðferðarinnar er með því besta sem gerist. Eitt af því sem hefur íþyngt rekstrinum verulega er olíukynding sem hefur að jafnaði kostað um 250 þús. kr. á mánuði eða u.þ.b. 3 milljónir á ári. Með því að minnka kyndingarkostnaðinn hafa allar reksrarforsendur heimilisins breyst til batnaðar. Aldamóta- skreytincjar Servéttur stórar kr 250. avoru K/milkerti stór kr. 886, Servéttur litlar kr. 195,- Glös undir kerti Stórkr. 3.796, Milli st. kr. 1515, Util kr. 895. Eldspítur kr. 220, Snjóboltakerti kr. 280, Stjaki kr. 853,- Jólasveinn, tilboÓ kr. 850, rsem dugar! Hafnargfðtu 90, 230 Keflavík, sími 421 4790 -i gódujófnsftapi! /sérvettur kr.320. Mm Jólakynning frá Clarins föstudag 10. des. kl. 14-18 Meðal þess sem kynnt ver&ur: # jólavörur frá Clarins, fegrandi gjafatilboö. # Vetrarlitirnir „Shades of the Future". # Byltingarkennt næturkrem „Renew-Plus Night Lotion". Kittý Johansen snyrtifræöingur veröur á staönum og veitir ráögjöf. Nýtt kortatímabil Fagmennska í fyrirrúmi Apótek Keflavíkur Sími: 421 3200 CLARINS ---P A R I S-

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.