Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 09.12.1999, Qupperneq 20

Víkurfréttir - 09.12.1999, Qupperneq 20
Íslensknáttúraerí öndvegiviÖRánar- götunaíKeftavíkþar semSævarHelgason, mundarverkfœrin Sævar Helgason opnaði á dög- unum handverksverslun í skiltagerðinni Veghús við Ránargötu í Keflavík sem er götustúfur sent liggur neðan við símstöðina. Þar má finna handunna hluti af ýmsu tagi unna úr efnum úr ís- lenskri náttúru. Sævar smíðar sjálfur skilti fyrir gömul hús og sumarbústaði og fallega lampa úr rekaviði en hann er einnig með annars konar muni eftir ís- lenskt handverksfólk. „Nú er ég að smíða þrjú skilti sem fara til Noregs, Bandaríkj- anna og alla leið suður til Spán- ar. Lampamir mínir hafa verið nokkuð vinsælir en rekaviðinn týndi ég á Mýrdalssandi. Nú er ég með nokkra lampa úr eik en þeir eru allir úr bátnum Farsæl sem strandaði við Hjörleifs- höfða árið 1963“, sagði Sævar. Lampamir em því ekki einung- is listmunir heldur einnig sögu- legar minjar. Lampaskermarnir hafa vakið athygli fyrir sérstakt útlit og fallegt handbragð en Elín Kjartansdóttir veflistakona, frá Tóverkinu Tumsa í Aðaladal, og skermagerð Bertu í Garða- bæ eiga heiðurinn af þeim. Skermarnir eru handofnir úr alaskavíði, hrosshári og leðri. I Veghúsum má finna fallega penna úr íslensku birki og lerki. Pennamir fást í öskju og hægt er að láta grafa nafn viðtakanda og tilefnið á öskjuna. Einnig er hægt að fá gestabækur fyrir aldamótin úr birki og klukkur eftir Grétar Ellertsson, en þær em unnar úr íslensku birki og rekaviði. Sævar sagði að aðsóknin hefði verið góð en hann hefði það stundum á tilfinningunni að fólk liti ekki út af Hafnargöt- unni þegar það færi að versla. „Ef að fólk er að leita að ein- hverju sérstöku til gjafa þá er ég með fullt hús af vömm og enginn hlutur er eins“, sagði Sævar. vifakMí éíatvmnulíf Fjarfundir haldnir í Kjarna Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofa Reykjanesbæjar stóð fyrir fjarfundi í tengslum við Iðn- tæknistofnun s.l. þriðjudag. A fjarfundum sitja menn fyrir framan sjónvarpsskjá og geta bæði séð og heyrt í fundargest- um víðs vegar um landið. Fundurinn á þriðjudaginn var sérstaklega ætlaður málmiðn- aðarfyrirtækju og umfjöllunar- efni voru m.a. málmsuða, gæðastaðlar og prófanir sem Iðntæknistofnun gerir fyrir at- vinnulíflð. Að fundi loknum gafst fundar- gestum á að taka þátt í umræð- um og koma með spurningar. Ráðgert er að bjóða uppá slíka fjarfundi mánaðarlega til að byrja með. Næsti fundur verð- ur haldinn nú í desember og kemur til með að fjalla um um- hverfisstjómun í smáfyrirtækj- um og þá veröa allir sem málið varðar velkomnir. Hraðbúð Esso í Vogum stækkar Hraðbúð Esso í Vogum er nú komin í nýtt og helmingi stærra húsnæði. Nýja verslunin opn- aði laugardaginn 4. desember og Berglind Hallgrímsdóttir, stöðvarstjóri segir viðtökur hafa verið mjög góðar. Verslunin er bæði matvöru- verslun, sjoppa og bensínstöð en hún er opin alla daga frá kl. 7.30-23.30 og frá kl. 10-23.30 á sunnudögum. Berglind Hall- grímsdóttir segir þessa stækkun vera lið í að bæta þjónustuna. „Við vorum í allt of litlu hús- næði en nú er aðstaðan fyrir starfsfólk og viðskiptavini orð- in mjög góð. Olíufélagið lét gera könnun á meðal íbúa og í henni kom fram að meirihlutinn vildi hafa sjálfsafgreiðslu á bensíni. Brugðist var við þeirri ósk íbúa og nú er sjálfsafgreiðsla á bens- íni í Vogunum. Fólk var hins vegar ánægt með opnunartím- ann og því er hann sá sami og áður“, segir Berglind. Hún segir að viðtökumar hafi verið mjög góðar en síðan að Olíufélagið hóf rekstur í Vog- um árið 1997 hefur söluaukn- ingin verið stöðug á milli ára. Fimm starfsmenn vinna í Hrað- búðinni auk Berglindar, þ.e. Marteinn Ægisson, Asa Arna- dóttir, Elsa Hannesdóttir, Guð- ný Leifsdóttir og Sigríður Hólmsteinsdóttir. „Við erum ekki búin að fjölga starfsfólki ennþá en það er í athugurí1, segir Berglind. Berglind Hallgrímsdóttir, stöövarstjóri og Marteinn Ægisson í nýju Hraöbúóinni. Aö neöan má sjá inn í verslunina en vöruúrval hefur aukist mikiö við stækkunina.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.