Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 13.01.2000, Page 8

Víkurfréttir - 13.01.2000, Page 8
Fulltrúar ungu kynslóðarinnar, þau Viktoría Á. Halldórsdóttir frá Grindavík og Garðar Gíslason, úr Njarðvík ræstu orkuverið. Hér eru þau að taka við viðurkenningarskjölum fyrir verkið trá þeim Alberti Albertssyni aðstoðarforstjóra og Júlíusi Jónssyni forstjóra Hitaveitunnar. Ingólfi Aðalsteinssyni, fyrsta starfsmanni Hitaveitu Suðurnesja og forstjóra til margra ára voru afhent blóm, sem og Ingibjörgu konu hans. Þriggja milljarða orkuver gangsett Orkuver 5, var tekið í notkun á 25 ára afmæli Hitaveitu Suðurnesja, sem haldið var hátíðlegt um síðustu helgi. Um er að ræða 30 megavatta raforkuvirkjun sem fram- leiðir raforku með gufuafli. Stöðvarhúsið er rúmlega þrjú þúsund fermetrar að flatarmáli og með tengibygg- ingu er það um fjögur þús- und fermetrar. Mannvirkið ásamt tengilögnum og bún- aði kostar þrjá milljarða króna. Framkvæmdirnar gengu vel, Að ofan: Margt góðra gesta var í afmælisfagnaðinum. Til hliðar: Fjölmargir fengu viðurkenningar frá stjórn Hitaveitu Suðurnesja. Margt góðra gesta í afmælisfagnaðinum. þrátt fyrir nokkra seinkun, og kostnaður reyndist nærri upp- haflegri áætlun. Framkvæmd- urn er ekki að fullu lokið en orkuverið verður kynnt betur þegar framkvæmdum lýkur á vonnánuðum. Það voru fulltrú- ar ungu kynslóðarinnar, þau Viktoría A. Halldórsdóttir frá Grindavík og Garðar Gíslason, úr Njarðvík, sem ræstu orku- verið við hátíðlega athöfn í Eldborg, kynningarhúsi Hita- veitu Suðumesja í Svartsengi við Grindavík. Tónlistarflutningur og ávörp, ásamt heiðrunum voru áber- andi í afmælisfagnaðinum og voru afmælisbarninu færðar margar kveðjur, enda hefur Hitaveitan Iengi talsit til eins af óskabörnum Suðurnesja, þó fjórðungsaldargömul sé. Fyrirtækið er vel rekið og metið á átta milljarða króna en það er í eigu sveitarfélaganna á Suðumesjum og rikisins. Karlakor Keflavikur söng og Jóna Krlstín Þorvaldsdóttir fluttl blessunarorð. Myndir: Silja Dögg 25 ára afmæli Hitaveitu Suðurnesja haldið hátíðlegt um síðustu helgi:

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.