Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 9
Ungt myndlistarfólk með sýningu í Svarta pakkhúsinu Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ hélt námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-14 ára. Krakkarnir sýndu afrakstur vinnu sinnar í Svarta pakkhúsinu s.l. laugardag og sýningin verður endurtekin n.k. laugardag kl. 14-18. Á myndinni eru krakkarnir ásamt leiðbeinanda sínum, Önnu Maríu, og umkringd listaverkum sem voru hvert öðru glæsilegra. Enginn skortur á hæfileikum á þeim bænum. VF-mynd: Silja Dögg Gunnarsdóttir Langar þig í upphlut eða sérsaumaða flík? Hafðu samband. Birna Huld, kjólameistari, sími 863 3489 eftir kl. 74. Kínverskt Yoga á Perlunni Boðið verður upp á kínverskt yoga á Perlunni í vetur. Matti Osvald er að fara af stað með nýtt átta vikna námskeið sem verður á mánudags- og miðvikudagskvöldum og stendur frá kl. 19:50 til 21:00 bæði kvöidin. Matta ættu allir í Reykjanesbæ að þekkja og hann sagðist í samtali við blaðið fullur tilhlökkunar að koma aftur í heimabæinn til að kenna yoga. „Eg hef kosið að kalla þetta kínverskt yoga en ég hef kennt samskonar námskeið í Kópavogi undan- farin ár við miklar vinsældir. Þetta er ekkert hopp og læti, heldur skemmtileg blanda af kínverskum Tai chi æfing- um,sem flestir ættu að kannast við , Chi kung og liðkandi teygjum í róandi andrúmslofti“. - Fyrir liverja erþetta yoga? „Kínverskt yoga hentar öllum aldur- shópum og ég hef verið að fá tíl mín fólk í tíma á aldrinum 18-70 ára. Þetta hentar vel bæði stressuðu og eða mjög þreyttu fólki sem vill stilla sig af. Þessar æftngar styrkja einnig léleg bök og ýmsa aðra líkamlega kvilla s.s. verki og vanlíðan. og er almennt góð líkamleg og andleg stilling. Skráning er hafin á Perlunni. NÝJAR FRÉTTIR ALLA DAGA á fréttavef Víkurfrétta www.vf.is afsláttur af verkfærmn Gerdu góð kuup ú verkfæradögum. Húsasmiðjan selur I litaciii og Kress rafmagnsverkfæri Skráðu þig 4; / vefklúbbinn www.husa.is HÚSASMIÐJAN Sími 421 6500 • www.husa.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.