Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 13.01.2000, Blaðsíða 16
Spurning dagsins: Áttu GSM-síma? Hörður Sigfússon: Já, ég erað borga um 1500-2000 krónurá mánuði. Steinunn Elísabet Reynissdóttir: Nei, ég hef ekki efni á að eiga svoleiðis. Kjartan Hörður Asmundsson: Nei og ég ætla ekki að kaupa mér gemsa því ég hef enga þörf fyrir það. Haraldur Bergmann: Já. Það ermisjafnt hvaðég borga fyrir hannámánuði, milli 1000-3000 krónur. Haildóra Þorvaldsdóttir: Nei og ég ætla ekki að fá mérgemsa. Heimilissíminn dugarméralveg. I--------------------------------------- j ■ Lagmetisiðja Fiskaness í Grindavík: Kavíar og lifrarpaté á erlenda markaði Fyrirtækið Fiskanes í Grindavík er rúmlega 30 ára gamalt fyrirtæki en það rek- ur saltfiskverkun, frystingu, humarvinnsla og lagmet- isiðju. Fiskanes er líka með bátaútgerð og fyrirtækið gerir út 8 skip. A milli 150- 200 starfsmenn vinna hjá fyritækinu að jafnaði. Einar Lárusson er yfirmaður lag- metisiðjunnar en þar er unn- ið við að sjóða niður rækjur, lifur og lifrarpaté og fram- leiddur kavíar af bestu gerð. Framleiðslan fer mest öll á erlenda markaði, til Evrópu- landa, Asíu og á Bandaríkja- markað. Nær alltaf með fulla vinnslu Við sjóðum niður rækju á sumrin þ.e.a.s. þuu sumur sem má veiða hana við Eldey. A tímabilinu janúar til maí sjóð- um við niður lifur og lifrarpaté en þess á milli emm við í kaví- arvinnslu. „Við flytjum afurð- irnar mest til Frakklands og Þýskalands en Asía, Bandarík- in og Malasía eru að koma sterk inn núna“. Einar sagði að framleiðslan væri nær stöðug allt árið um kring en verð- sveiflur væru á framleiðslu- vömm, sérstaklega kavíamum. Frantleiðslan hefur verið mikil í ár, en við framleiddum nokk- ur hundruð þúsund dósir af paté og lifur og á aðra miljón kavíarglasa. Stööugt í vöruþróun Einar sagði að fyrirtækið væri stöðugt í vöruþróun, en það framleiðir vömr fyrir 30 fyrir- tæki undir álíka mörgum vöm- merkjum.Kúnnamir em mjög ólíkir og Einar sagði að smekkur manna væri mjög misjafn eftir löndum. Honum finnst sem Frakkar og Islend- ingar hafi svipaðan smekk, að Þjóðverjar séu meira fyrir súrt en Asíubúar vilja fá sjávar- bragðið og sem minnst krydd. „Við emm verktakar og annað hvort gerum við tilboð í að framleiða vöru eða að fólk leitar til okkar. Vöruþróunin getur þó tekið töluverðan tíma, frá 6 vikum og allt uppí 6 mánuði. Fyrst þarf vöruteg- undin að fara í smakk út um allan heim, en starfsmenn lag- metisiðjunnar smakka fyrstir allra. Svo látum við hanna um- búðir og loks þarf varan að uppfylla ýmsar reglugerðir, þannig að vöruþróunarferlið tekur allt sinn tíma“, segir Ein- ar. Á bragðlaukunum til Kína Einar vinnur ekki við þróun sjávarafurða eingöngu vegna sinna einstöku bragðlauka. UPPHAF NÝSÁRS í upphafi nýs árs lítur maður gjaman til baka en horfir jafn- framt fram á veginn. Síðast liðið ár var okkur hjá HSS bæði hagstætt og óhagstætt. Hagstætt var það að því leiti að til okkar komu til starfa nokkrir ungir og vel menntaðir læknar bæði á heilsugæslusviði og á sjúkra- hússviði. Við búum því við góða læknamönnun en nokkum skort á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en vonum að úr því rætist, m.a vegna þess samnings sem gerður hefur verið milli Háskólanns á Akureyri, Miðstöðvar símenntunar á Suðumesjum og HSS um fjarkennslu í hjúkrunarfræðum. Þá var á síðsta ári hafin bygging hinnar margnefndu D - álmu, sem hefur verið til umræðu í a.m.k. 15 ár. Byggingin er nú fokheld og fullbúin að utan og væntanlega verður framhald boðið út í þess- um mánuði en nokkur töf hefur orðið á því. Fyrsta hæð hennar ætti því að komast í gagnið um næstu áramót og önnur hæðin fljótlega eftir það. Þá mun lagast mjög öll aðstaða starfsmanna, endurhæfing og sjúkraþjálfun fá mjög góða aðstöðu. Ný aðstaða bæði fyrir ritara og rannsóknardeild. Um leið verður unnt að auka pláss röntgendeildarinnar og aðstaða í kapellu bætt ásamt því að unnt verður að gera sér inngang í kapelluna en aðkoma að henni hefur verið slæm. Fjárhagstaða HSS á síðast ári var rnjög erfið og kemur þar einkum tvennt til. I fyrsta lagi hefur rekstrar- grunnur stofnunarinnar miðað við núverandi þjónustustig verið alltof lágur í mörg ár svo og urðu launahækkanir talsvert umfram það sem að var stefnt. Þetta er ekki einungis staða HSS heldur einnig hjá öðrum heilbrigðisstofnunum eins og fram kom í fjáraukalögum ársins 1999 og umræðum um þau. En úr þessu var bætt með aukafjárveitingu í lok ársins þannig, að unnt er að hefja nýtt ár í fyrsta skipti í mörg ár án þess, að hafa áhyggjur af löngum skuldalista liðinna ára. Jafnframt var rekstrargrunnur í fjárlögum bættur verulega vegna ársins 2000 og því að mörgu leiti bjartara framundan þó það verði að gæta fyllsta aðhalds í rekstrinum svo endar nái saman. En með bættum rekstrargrunni verður léttara að gera áætlanir um reksturinn heldur en verið hefur undanfarin ár. Við höfum átt því láni að fagna að hafa gott starfsfólk, sem hefur lagt sig fram í starfi oft við erfiðar og viðkvæmar aðstæður. Við horfum því björtum augum til framtíðarinnar og trúum því að við getum áfram veitt góða þjónustu fyrir Suðumesjamenn og aðra sem til okkar leita. Þakka ber þann hlýhug, sem einstaklingar, félagasamtök og stofnanir hafa sýnt okkur með veglegum gjöfum til kaupa á tækjum og annars búnaðar. Það var einkar ánægjulegt, að taka á móti nokkrum bömum, sem voru fulltrúar þeirra fjölmörgu bama, sem gefið hafa okkur afrakstur af tombólum, sem þau hafa haldið og dugði nú til kaupa á 2 hjólastólum. Aðrir hafa í pistlum þessum skýrt frá ýmsum faglegum nýungum sem tekin hafa verið upp og mun ég ekki endurtaka það. Það er markmið okkar allra sem vinnunt hjá HSS, að veita góða þjónustu, fylgjast vel með nýungum og helst að vera í farar- broddi. Ég vil að lokum óska starfsfólki HSS og Suðumesjamönnum öllum farsældar á árinu og þakka samstarf og kynningu liðinna ára. Jóhann Einvarðsson, framkvæmdastjóri HSS.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.