Víkurfréttir - 27.04.2000, Qupperneq 4
REYKJANESBÆR
TJARNARGÖTU 12
230 KEFLAVÍK J
Vinnuskóli
Reykjanesbæjar
Vinnuskóli Reykjanesbæjar mun
hefja starfsemi 31. maí n.k.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá
skólariturum grunnskólanua
og einnig á skrifstofu
Vinnuskólans í Kjama, Hafnargötu 5 7.
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí og
skal skila umsóknum til Vinnuskólans í
Kjama Hafnargötu 5 7.
Unglingar sem em í 8. bekk fá vinnu í
6 vikur cn unglingar í 9. og 10. bekk
fá vinnu allan daginn í 8 vikur.
Aliar nánari upplýsingar m.a. um
vinnutímabil, laun o.fl. fylgir með
umsóknareyðublöðunum.
Skólastjóri
Vitinuskóla Reyltjanesbæjar
GERÐAHREPPUR
Stúlkur fjölmenntu á vinnustaöi víða um bæinn í síðustu viku
í tengslum við verkefnið AUÐUR - í krafti kvenna. Þessar
stúlkur heimsóttu íslandsbanka og gengu þar í störf gjaldkera
og þjónustufulltrúa. VF-mynd: Silja Dögg
Ibúðir til sölu
Húsnæðisnefnd Gerðahrepps auglýsir
til sölu íbúðir að Lindartúni 1,
Silfurtúni 12, Silfurtúni 18cí Garði.
Tilboð óskast.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Gerðahrepps, sími 422 7108.
Húsnæðisnefnd Gerðahrepps.
■ ■ *■ - ■■
Stúlkurnar fluttu tillögu í uppafi bæjarstjórnarfundarins. Hér má sjá Sonju Kjartansdóttur
lesa ípontu. Aðrar á myndinni eru f. v. Ellert og dóttir hans Guðbjörg Ósk, Thelma
Theodórsdóttir, Anna María Sanders, Vala Rún Björnsdóttir og Skúli Þ. Skúlason.
■ Auður í krafti kvenna á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ:
Ungmeyjarvilja
láta drauma rætast!
■Birgitta Róbertsdóttir ritari bæjarstjóra vinsæl!
Tólf ungar stúlkur tóku sæti
bæjarfulltrúa, á fundi bæjar-
stjórnar Reykjanesbæjar, og
lögðu fram tillögu um að
bæjaryfirvöld kanni mögu-
leika á að námsefnið, „Lát-
um drauminn rætast“, verði
tekið til kcnnslu í grunnskól-
um bæjarins. Stúlkur fjöl-
menntu á vinnustaði víða um
bæinn þriðjudaginn 18.
apríl, í tengslum við verkefn-
ið AUÐUR - í krafti kvenna.
Námsefnið miðar að því að
kynna börnum hvað þarf að
vera fyrir hendi svo að fyrir-
tæki vaxi og ýmis viðskipta-
fræðileg hugtök, eins og kostn-
aður, tekjur, vextir og fjár-
mögnun. Það miðar einnig að
því að nemendur þjálfist í hóp-
vinnu og að vinna úr hug-
myndum sínum og skynji mik-
ilvægi nýsköpunar fyrir at-
vinnulífið.
Bæjarfulltrúar samþykktu til-
löguna og Skúli Þ. Skúlason,
oddviti bæjarstjórnar, óskaði
stúlkunum alls hins besta í
framtíðinni og þakkaði þeim
fyrir heimsóknina. Síðan var
gert fundarhlé og fundargest-
um og fulltrúum boðið upp á
pizzur og gos.
Bæjarfulltrúar lýstu allir sem
einn, ánægju sinni með þessa
skemmtilegu heimsókn og
Kristmundur Asmundsson (J)
sagði að dóttur sinni hefði
fundist þetta allt of stutt. „Þú
getur þá bara farið í framboð
og verið hér eins lengi og þú
vilt“, svaraði Kristmundur þá
að bragði.
Ellert Eiríksson (D) bæjar-
stjóri, upplýsti fundarmenn um
að 35 stúlkur hefðu verið við
störf á flestum stofhunum bæj-
arins þann daginn. Hann sagð-
ist hafa rætt við þær og spurt
hvað þær langaði til að verða í
framtíðinni. „Engin vildi verða
leikskólakennari, en ein vildi
verða leikskólakelling“, sagði
Ellert og fundarmenn gátu ekki
annað en brosað.
Stúlkumar vom á aldrinum 3-
16 ára og þeim voru kynntar
allar deildir Reykjanesbæjar,
áhaldahúsið, tæknideildin
o.s.frv. Að sögn Ellerts viður-
kenndu þær yngstu „að þær
föttuðu nú ekki allt sem sagt
var og geispuðu jtegar skattur-
inn var útskýrður fyrir þeim“,
og lái þeim hver sem vill.
„Skemmtilegast þótti þeim að
vinna með sínum gestgjafa, fá
að svara í síma og svoleiðis",
sagði Ellert.
Birgitta Róbertsdóttir, ritari
bæjarstjóra, vakti mikla lukku
og hefur nú heldur betur fjölg-
að í aðdáendahópi hennar.
Einni stúlkunni fannst lang-
skemmtilegast að sjá Birgittu
við störf. „Hún er svona tíu
sinnum fljótari en ég að
„pikka“ og gerir aldrei vitleys-
ur!“.
Opinn fundur aðildarfélaga
Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ
verður haldinn á Vífeinni,
Hafnargötu 80,
þriðjudaginn 2. maí kl.20:30.
Fundarefni:
Kosning fulltrúa
á stofnfund Samfylkingarinnar
5. - 6. maí nk.
Stjórnir aðildarfélaga
Samfylkingarinnar í Reykjanesbce.
Samfylkingin
4