Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 27.04.2000, Page 15

Víkurfréttir - 27.04.2000, Page 15
■ Heilsutengd ferðaþjónusta á Suöurnesjum: Hröð uppbygging en víða vantar aðstöðu Heilsutengd ferðaþjónusta hefur verið á Suðurnesjum frá 1983 þegar Hótel Bláa Lónið var opnað með það að markmiði að þjónusta psori- asis sjúklinga og aðra þá er leituðu sér lækninga við Bláa lónið. Bláa lónið er nú orðið heilsu- og afþreyingarþjón- ustufyrirtæki með geysimikla fjárfestingu á bak við sig. Onnur stoðþjónusta hefur einnig byggst upp á svæðinu síðan. Samstarf þjónustufyrirtækja á svæðinu Johan D. Jónsson, markaðs- og ferðamálafulltrúi Reykjanes- bæjar, segir að það skipti ferða- þjónustu á Suðumesjum afar miklu máli að taka þátt í þess- ari uppbyggingu heilsuferða- þjónustu. „Aherslutími heilsu- tengdrar ferðaþjónustu ætti að vera rétt utan háartna þannig að full nýting náist á þjónustuþátt- um. Með samstarfí gisti- veit- inga- og heilsuræktarstaða, ætti að skapast möguleiki fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, að byggja sig upp í samræmi við þá þróun sem verður við Bláa lónið. Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofa Reykjanesbæjar hefur undanfarin ár lagt áherslu á að kynna ferðaþjónustu á Suðumesjum og Bláa lónið í einum pakka til styrktar og efl- ingar hvom öðru. I stefnumót- un þeirri, sem verið er að vinna að, verður sérstaklega komið inn á þann þátt. Framtíð ferða- þjónustu á Suðumesjum verður mikið undir því komin hvemig til tekst með þau verkefni sem nú eru í gangi“, segir Johan. Hröð uppbygging Önnur afþreying verður að sjálfsögðu að vera til staðar fyrir ferðamenn, að sögn Jo- hans, eins og styttri gönguferð- ir í námunda við hótel, veit- ingastaðir með heilsurétti, gott upplýsingastreymi og fleira. , j>að er nokkuð hröð uppbygg- ing afþreyingar á svæðinu eins og í hvalaskoðunar- og sjó- veiðiferðum. Búið er að opna skagann fyrir útivistarfólki með merkingu gönguleiða, þó svo að þar sé enn ærið verkefni fyrir höndum. Það vantar víða aðstöðu við áfangastaði, tjald- svæði, skála og salemi svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig þarf að gera sér ljóst með hvaða hætti og hvaða svæði verða ætluð til útivistar fyrir kynslóðir fram- tíðarinnar. Allt hefur þetta áhrif á það hvemig þjónustan bygg- ist upp og þróast og í hvemig umhverfi", segir Johan og leggur áherslu á að Reykjanes- bær muni bjóða upp á heilsu- tengda ferðaþjónustu og byggja hana upp til framtíðar. Uteeðarmenn s i J r* £ RutivistarroiK Vantarykkur áreiðanlega þjónustu? W Abót Sökkur Krókar Baujur Belgir Vinnuflotgallar Sjófatnaöur Vettlingar Stígvel Hnífar Burstar Ýmis hreinsiefni ofl. ofl. Saumum fortjöld á allar geröir fellihýsa Tjaldaviðgerðir Yfirbreiðslur Allar gerðir segla Setjum kósa á gardínur Sérsaumum Eigum margar gerðir rennilása Netaflögg Línuflögg Vimplar Opið alla virka daga frá 8:00 -18:00 Segjs VEIÐARFÆRAGERÐ - VERSLUN - SEGLAGERÐ Tjarnargötu 6 • Sandgerði • Sr'mi 422 7928 • Fax 421 7928 Atvinna Sandgerðisbær auglýsir starf aðalbókara á skrifstofu Sandgerðisbæjar. Umsóknarfrestur er til 5. maí n.k. en ekki 15. maí eins og auglýst var í síðasta blaði. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri á skrifstofu Sandgerðisbæjar alla virka daga frá kl. 9-12 Bæjarstjóri Sandgerðisbæjar Sigurður Valur Ásbjarnarson 5 SANDGERÐISBÆR 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.