Víkurfréttir - 04.05.2000, Blaðsíða 2
■ Enn eitt dauðaslysiö setur Suðurnesjamenn hljóða:
Karlmaður lést við köfun í Kleifarvatni
á sunnudaginn. Maðurinn hét Baldur
Baldursson. Hann var þar við köfun
ásamt félaga sínumi. Orsakir slyssins
eru ókunnar að svo stöddu. Baldur var
aðcins 39 ára gamall og Iætur eftir sig
eiginkonu og dóttur.
Tilkynning barst til Neyðarlínunnar
skömmu eftir hádegi á sunnudag að Bald-
urs væri saknað. Lögreglulið frá Hafnar-
firði og kafarar frá Slökkviliði Reykja-
víkur fóru strax á vettvang ásamt björgun-
arsveitarmönnum frá Þorbimi, í Grinda-
vík. Aðrar björgunarsveitir á Suðumesjum
voru settar í viðbragsstöðu. Björgunar-
þyrla frá Landhelgisgæslunni var einnig
send á staðinn. Gönguhópar gengu fjör-
una og leituðu í samræmi við rek og vind-
átt. Ahöfn þyrlunnar kom auga á Baldur
rétt fyrir klukkan þrjú. Hann var þá úr-
skurðaður látinn.
Baldur starfaði sem sjúkraílutnings- og
slökkviliðsmaður í Keflavík. Víkurfréttir
votta aðstandendum Baldurs samúð sína.
I---------------------------
; ■ Garðvangur og Hlévangur:
Mikil bið eftir plássum
og rekstrarerflðleikar
Á Garðvangi dvelja að jafn-
aði 38 vistmenn og var nýt-
ing rúma um 98% árið
1999. Biðlisti er eftir vistun
á Garðvang nú sem
endranær og telur hann 13
manns. Launahækkanir
fagfólks námu um 33% á
síðasta ári og sköpuðu þær
hækkanir töluverða rekstr-
arerfiðleika þar sem launa-
greiðslur voru fjarri áætlun-
um ríkisins. Þetta var meðal
þess sem kom fram á aðal-
fundi Dvalarheimila aldr-
aðra á Suðurnesjum sem
haldinn var fyrir skömmu.
1 desember fékkst framlag úr
aukafjárlögum sem bætti 80%
af rekstrarvanda Garðvangs.
Framlag sveitarfélagsins til
endurbóta var 4 millj.kr. og
hluti rekstrarfjár var nýttur til
endurbóta á matsal og til
kaupa á búnaði í hann. Endur-
bótum er þó langt því frá lok-
ið en Framkvæmdasjóður
aldraðra hefur veitt 3.6
millj.kr. vegna nýjasta hluta
hússins og loforð er komið frá
sjóðnum um rúmlega einnar
millj. kr. framlag á þessu ári.
Legudagar á Hlévangi eru
nokkuð færri en á Garðvangi
en heimilið var fullnýtt á síð-
asta ári og nokkuð var um
hvíldarinnlagnir. Biðlisti á
Hlévang telur nú 16 manns en
meðalaldur heimilisfólks þar
er töluvert hærri en á Garð-
vangi. Hvað varðar fjármál
Hlévangs kemur fram í fund-
argerðinni að nýtt starfsmat
hafi sett launakostnaðaráætl-
anir úr skorðum og að fyrir
höndum séu kostnaðarsamar
framkvæmdir vegna viðhalds
utanhúss.
L
J
Keflvíkingur
með sýningu
íPerlunni
Keflvíkingurinn Jóhann Mar-
íusson opnar sýningu á skúlpt-
úruin, í Perlunni 4.hæð, laug-
ardaginn 6. maí, kl. 17.
Jóhann er menntaður kvik-
myndagerðarmaður en hefur
stundað höggmyndagerð sl. ár,
m.a. undir leiðsögn Ralf Hurst,
sem er þekktur fyrir höggmynda-
gerð vestan hafs. Þetta er önnur
einkasýning Jóhanns hér á landi,
en hann hefur tekið þátt í sam-
sýningum bæði hér heima og í
Bandaríkjunum. Verk Jóhanns
eru unnin í tré, málma, gler og
stein, sum hver eru einnig raf-
lýst. Sýningin er öllum opin og
stendur til 31. maí.
VIKUR
PRÉTTIR
Utgefandi: Uilmrfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sámi 421 4717, fax 421 2777
Ritstjóri: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Báröarson, sími 898 2222 hbb@vf.is
Blaðamaöur: Silja Dogg Gunnarsdóttir silja@vf.is • Sigriður Hjálmarsdóttir sport@vf.is • Auglýsingar: Kristin Njálsdóttir kristin@vf.is,
Jonas Franz Sigurjónsson franz@vf.is Auglýsingagerö: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Útlit, umbrot,
htgreining og prentvistun: Vikurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Oddi hf. Dagleg Stafræn Útgáfa: WWW.VÍ.ÍS