Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 04.05.2000, Page 9

Víkurfréttir - 04.05.2000, Page 9
I-------------------------------------1 ' ■ Bókasafn Reykjanesbæjar: Leikbriiðusýning og fleira á menn- ingardögum Tónleikar í Grindavíkurkirkju: Svífþn blær Bókasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir fyrirlestri um sögu Keflavíkur, leikbrúðu- sýningu og ljósmyndamara- þoni fyrir 9. bekkinga, í tengslum við M-2000. Guðleifur Sigurjónsson, safn- vörður Byggðasafnsins, fræð- ir áhugasama um sögu Kefla- víkur fimmtudagskvöldið 4. maí en nánar er sagt frá því annars staðar í VF í dag. Næstkomandi laugardag, þann 6. maí, kl. 10 gefst nem- endum 9. bekkja í Reykjanes- bæ, kostur á að taka þátt í æsispennandi ljósmynda- maraþoni, en það er haldið í samstarfi við Félagsmiðstöð- ina Fjörheima. Þátttakendur eiga að mæta stundvíslega á bókasafnið þar sem þeir fá filmur og myndefni afhent, en verða sjálfir að koma með I__________________________ myndavélar. Filmunni á að skila aftur kl.16 sama dag, ásamt upplýsingum um í hvaða röð myndirnar voru teknar. Þátttökugjald er 500 kr. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir bestu filmuna, frumlegustu myndina og bestu útfærsluna. Helga Arnalds, leikbrúðu- meistari, verður ásamt spýtu- stráknum Gosa á bókasafninu á laugardaginn. Helga segir söguna um Gosa og sýnir um leið brúðuleik, þar sem sjálfur Gosi er í aðalhlutverki. Helga notar einnig grímur og skuggaleikhús til að draga söguna fram. Ungir og aldnir hafa án efa gaman af að heimsækja Gosa á bókasafnið en sýningin hefst kl. 14 og eru allir vclkomnir. ________________________________I Vortónleikar þriggja kóra, frá Söngsetri Estherar Helgu, verða haldnir laugar- daginn 6. maí í Kópavogs- kirkju kl. 13:30 og í Grinda- víkurkirkju kl. 17 sama dag. Kórarnir sem taka þátt í tón- leikunum eru Regnbogakór- inn, sem er samkór frá Reykja- vík, Léttur sem Klettur, sem er starfsmannakór Rauða Kross íslands og Brimkórinn, sem er samkór frá Grindavík. Um 100 söngvarar munu þenja raddböndin á tónleikunum en á dagskránni eru létt og skemmtileg erlend og íslensk sönglög, ásamt syrpu úr kvik- myndunum Sister Act II og Gospel. Stjómandi kóranna er Esther Helga Guðmundsdóttir og undirleikari er Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Aðgangseyrir er 500 krónur. Atvinna Óskum eftir að ráða bílstjóra í afleysingar. Hugsanleg framtíðarvinna. Upplýsingar veitir Aðalheiður og Ásta í síma 421-2700. Skriflegum umsóknum skilað fyrir 10 maí 2000. Kaffitár - Holtsgötu 52 Ufl[[IT(lll 260 Njarðvík Grafísk hönnun NAFNSPJÖLD • REIKNINGAR • BRÉFSEFNI ALLT MEÐ SAMA ÚTLITI VF auglýsigasmiðja • sími 421 4717 ■ Foreldrar - verum vakandi! Urn leið og ég óska 10. bekkingum í Reykjanesbæ til hamingju með lok sam- ræmdu próf- anna þá vil ég hvetja foreldra í Reykjanesbæ til þess að vera vakandi fyrir því hvernig börn þeirra halda upp á þennan merka áfanga í lífi þeirra. Kannanir sýna að alltof margir ungling- ar smakka áfengi í fyrsta skipti að loknum samræmdum prófum. Með því að styðja unglinga gegn áfengisneyslu drögum við úr líkum á misnotkun fíkniefna. Því þurfa foreldrar að hvetja böm sín til þess að halda daginn hátíð- legan á heilbrigðan og jákvæðan hátt. Eg hvet foreldra í Reykjanesbæ til þess að kynna sér með hvaða hætti börn þeirra ætla að halda daginn hátíðlegan. Ábyrgðarfullir foreldrar leyfa ekki undir neinum kringumstæðum eftirlitslausar ferðir eða eftirlitslaus teiti unglinganna. Heldur skal hvetja þau til þess að taka þátt í þeirri dagskrá sem SamSuð hefur skipulagt fyrir 10. bekkinga á Suð- umesjum föstudaginn 5. maí. Foreldrarölt verður á föstudagskvöldið næsta eins og tíðkast hefur síðastliðna þrjá vetur en í tilefni prófloka verður einnig rölt á laugardagskvöldinu. Foreldrar úr skólunum fjórum í bænum okkar rölta í hvert sinn og vil ég hvetja foreldra 10. bekkinga sérstaklega til þess að rölta með okkur um helgina. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í rölt- inu geta haft samband við undirritaðann í síma 698-1404. Með forvarnarkveðju, Eysteinn Eyjólfsson Verkefnisstjóri Reykjanesbæjar á réttu róli ætis 10-50% afsláttur af hreinlætis- og blöndunartækjum HUSASMIÐJAN Sími 421 6500 • www.husa.is Stanislas Bohic garðhönnuður veitir góð ráð varðandi garða og sólpalla í Húsasmiðjunni Keflavík föstudaginn 5 ntaí. Fögnum próflokum á jákvæðan hátt 9

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.