Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 15.06.2000, Page 11

Víkurfréttir - 15.06.2000, Page 11
Uínsælar loðir í Gpindavíh Dregið var um byggingarlóðir í Grindavík í síðustu viku. Tutt- ugu og tveir einstaklingar sóttu um átta einbýlishúsaslóðir, þar af 9 um sömu lóðina, Skipastíg 3. Einnig vom margir umsækj- endur um Skipastíg 5 og 7. Byggingaverktakinn Grindin fékk síðan 29 par- og raðhúsa- lóðir, en þær eru ætlaðar Bú- mönnum að stærstum hluta. Viðar Már Aðalsteinsson, byggingafulltrúi Grindavíkur- bæjar, sagði að snemma hefði verið ljóst að margir umsækj- endur yrðu um umræddar lóðir. Ákveðið var að draga um lóð- irnar og halda sig við gatna- gerðargjaldskrá, eins og verið hefur, í stað þess að bjóða þær út. „Það er nóg af lausum lóð- um á þessu svæði og stefna okkar hefur verið að laða að nýja íbúa. Þess vegna hefur ekki tíðkast að bjóða út lóðir eins og gert hefur verið í Reykjavík, en þar er ástandið orðið skuggalegt", segir Viðar Már. Lóðaúthlutunin hefur tekið langan tíma en bygginganefnd ákvað að bíða með hana, þang- að til búið væri að setja ákveðnar úthlutunarreglur þar sem eftirspurn var mikil. „Verktakar fengu að sækja um ákveðið svæði, þar sem reisa á par- og raðhús en einstaklingar fengu einbýlishúsalóðirnar". segir Viðar Már og bætir við að lóðirnar verði væntanlega byggingarhæfar í júlí á þessu ári. Enn er ekki ljóst hvenær raðhúsin sem Grindin sér um að byggja, verða tilbúin en fyr- irtækið á nú í viðræðum við Búmenn. Að sögn Viðars Márs ætti niðurstaðan að vera komin innan fárra daga. í 17. júní í i í Gapðinum i ! Þjóðhátíðardagurinn, 17. , I júní, verður haldinn hátíð- j I legur við íþróttamiðstöðina | I í Garði. Dagskráin hefst kl. I I 14 með setningu og síðan I | taka við hefðbundnir liðir [ j eins og fánahylling, ávarp I fjallkonu og skemmtiatriði. . I Víðfrægur þýskur brúðu- | I leikstjóri sýnir listir sínar og | 1 hljómsveitin Sveitó leikur I I undir söngvarakeppni. Þá * j gefst „sturtusöngvurum'* bæjarins loksins kostur á að I slá í gegn. Kvennakór Suð- | I umesja syngur nokkur lög | I og hljómsveitin Skítamórall I I mætir í Garðinn og rokkar I J feitt. J Nóg verður um að vera all- I an daginn fyrir yngstu kyn- . I slóðina. Boðið verður uppá | I hestaferðir, bílalestin verður I I á ferðinni, hoppkastali verð- I [ ur á svæðinu, skátamir sjá • um andlitsmálun og trúðar . gleðja hátíðargesti. Boðið I verður uppá kaffihlaðborð | I að venju í samkomuhúsinu. | I____________________I ■ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar: Hugumfepð yfip byggð shal tali Böðvar Jónsson (D), lagði til á bæjarstjómarfundi Reykjanes- bæjar í síðustu viku, að bæjar- stjórn myndi skora á flug- málayfirvöld og flugvallar- stjóra að stýra flugumferð um Keflavíkurflugvöll sem mest frá byggð Reykjanesbæjar. Böðvar tók þó sérstaklega fram að nauðsynlegt væri að í fáparki viðhalda flugbrautum og lagfæra öryggistæki vallarins. „Flugumferð yfir byggð á að vera lokaúrræði sem nota þarf sparlega og varlega og ein- ungis þegar önnur ráð em ekki til staðar“, segir í greinargerð Böðvars. Allir bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar skrifuðu undir tillöguna. Til leigu ú Keflavíkurflugvelli, iónaóarhúsnœði um 3S-40m2. Var áður nýtt sem verslun. Upplýsingar gefur Magnús í síma 892 7107 Naglafræðingar! Vegna mikilla anna bráðvantar vanan naglafræðing sem getur hafið störf sem fyrst. Mjög góð laun í boði. Allar nánari upplýsingar á staðnum. ^7^-hlíSÍð Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, Ólafíu Bjargar Guðmannsdóttur, Heiðarhvammi 9, Keflavík Örn Guðsteinsson, Sigurbjörg Stefánsdóttir, Lilja Guðsteinsdóttir, Hilmar Guðsteinsson, Kolbrún Valdimarsdóttir, Sigríður Guðmannsdóttir, Vilhjálmur Þórhallsson, Elín Guðmannsdóttir og barnabörn. Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, Óskars Sveinbjörns Pálssonar, bifvélavirkja, Hringbraut 136a, Keflavík. Guðjón G. Óskarsson, Sigurrós Svavarsdóttir, Rúnar K. Óskarsson, Lára Sigurðardóttir, UnnurS. Óskarsdóttir, Viðar Arason, Steinunn Ósk Óskarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. Starfsfólk óskast Matvælafyrirtæki í Sandgerði óskar eftir starfsfólki frá og með 1. júlí nk. Snyrtileg vinna og mjög góð vinnuaðstaða. Upplýsingar í síma 897 8555 og 896 4596.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.