Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 10
Shaffer hundar eru þeirra líf og yndir, og nýlega eignuðust þau 10 fallega hvolpa. Sara Hall- dórsdóttir og Þorvaldur Steinsson, búa í Vogunum ásamt börnum sínum, tíkinni Fixsjóns-Vilju og hundinum Axel frá Kirkjubrú. Hunda- ræktun- og þjálfun er þeirra líf og yndi en undanfarin ár hafa þau verið virk í Björg- unarhundasveit íslands og sl. tvö ár hafa þau einnig starf- að með Björgunarsveitinni Suðurnesi. Þau fluttu frá Hnífsdal en segjast nú vera sest að í Vogunum, þar sem þau una hag sínum vel. Góðir fjölskylduhundar Þorvaldur hefur átt Scháffer hunda undanfarin 12 ár og seg- ir þá tegund höfða sérlega vel til sín, þar sem þeir hafa mikla aðlögunarhæfni, eru góðir fjöl- skyldu- og vinnuhundar, en þeir hafa einnig verið vinsælir hjá lögreglu, björgunarsveitum og sem blindrahundar, svo eitt- hvað sé nefnt. „Þeir eru alls ekki grimmir eins og margir halda. Ef þeir væru það þá væru þeir örugglega ekki vin- sælasta hundategund í heimi. Þeir hafa mikið jafnaðargeð og vel ræktaður Scháffer-hundur er eitthvað það skemmtilegasta hundakyn sem völ er á. Hingað til lands hafa aðallega verið fluttir inn sýningarræktaðir Scháffer-hundar, en okkur fannst kominn tími til að fá inn hunda úr vinnuhundaræktun", segir Þorvaldur en tíkina Vilju, sem gaut 10 hvolpum 22. maí sl., fluttu hjónin inn frá Svíð- þjóð á síðasta ári. Hún er ein- staklega geðgóð og skemmti- leg tík og er til þjálfunar sem sporhundur. Grái liturinn eftirsóttur Sara og Þorvaldur em nýbyrjuð að rækta hunda og gotið nú í maí er fyrsta ættbókarfærða gotið þeirra. Þorvaldur segir að það sé mjög mikilvægt að læra að þekkja það hundakyn sem ætlunin er að rækta, eiginleika, kosti og galla áður en farið er af stað með ræktun. Foreldrar litlu Scháffer hvolpanna eru bæði af góðu kyni, þ.e. Fix- sjóns-Vilja og Ísafoldar-Fönix. Hvolpamir í Vogunum fá hins vegar ættamafnið „Gráfelds". Hvers vegna völduð þið þetta nafn, Gráfelds? „Við emm að reyna að ná fram sable-lit, eða grásprengdum feldi, sem má segja að sé upp- mnalegi litur á þessari hunda- tegund. Hingað til hefur svart- ur/gulur og svartur/rauður verið ráðandi á Islandi. Nafnið Grá- felds fannst okkur liggja svo vel við með tilliti til þess litar sem við erum að reyna að ná fram, en auðvitað er liturinn ekki aðalmálið í ræktuninni", segir Sara. Hvolpamir em hver öðmm fallegri en þau em þegar búin að lofa sex þeirra, einum ætla þau að halda og einn dó í fæðingu. Þurfa stífan og velviljaðan aga Hundar em eins og mannfólk- ið, með ólíka skapgerð, en til að fá skemmtilegan fjölskyldu- hund, þarf að leggja töluverða vinnu í þjálfun og umönnun hvolpanna. Sara og Þorvaldur segja mikilvægt að leyfa hvolp- inum að venjast ókunnugum, börnum, heimilishljóðum og öðmm þeim hljóðum og tmfl- unum sem hvolpurinn á eftir að umgangast í sínu daglega lífi þegar fram í sækir. Ekki er heldur ráðlegt að skilja þá eina eftir í margar klukkustundir, þegar þeir eru litlir því þá er hætta á að þeir skemmi hús- búnað, væli og valdi ónæði. „Við erurn alltaf með tvo hvolpa inni hjá okkur í einu yfir daginn, en hinir eru úti í garði. Þannig venjast þeir venjulegu heimilislífi og ókunnugir verða engin ógn í þeirra augum, heldur fá þeir að upplifa ókunnuga á jákvæðan hátt. Þeir em vinnuhundar í eðli sínu og þurfa að hafa hlutverk og stífan en velviljaðan aga. Þess vegna er mikilvægt að eigendur þeirra fari með þá í þjálfun, t.d hlýðniæfingar, hundafimi og sporaþjálfun. A nóttunni fá þeir allir að sofa inni í húsinu hjá okkur“, segir Sara og sýnir blaðamanni rúm- gott forstofuherbergi sem hefur verið sérstaklega innréttað fyrir hundana. Skemmtilegt áhugamál Þurfa Scháffer hundar mikla hreyfingu? „Þeir geta sætt sig við litla hreyfmgu, en nauðsynlegt er að þeir fái daglega hreyfingu", svarar Þorvaldur að bragði. Sara og Þorvaldur fara daglega út með hundana og þá helst uppá Stapa eða út á Vatnsleysu- strönd. Hundamir eru sprett- harðir svo það þýðir ekkert fyr- ir þau að ætla að hlaupa á eftir þeim, heldur draga hundamir þau á eftir sér á hjólunum. „Við fömm á hverjum sunnu- degi, allt árið um kring, upp í Bláfjöll eða í Heiðmörk, ásamt öðmm félögum úr Björgunar- hundasveit íslands. Þar æfum við leit í snjó á vetuma en víða- vangsleit á sumrin. Við sækjum líka reglulega námskeið í þjálf- un hunda, rústaleit, sporarakn- ingum o.fl., svo það má segja að þetta sé áhugamál númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Þetta er mikil vinna, en skemmtileg og gefur okkur mikið“, segir Þorvaldur og Sara tekur undir. Hcinisíða Þorvaldar og Söru er: wvnv.mmedia.is/--fagradal og þar er hægt að lesa allt um Scháffer-hunda, ræktunina og skoða my ndir af hundunum þeirra. 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.