Víkurfréttir - 19.10.2000, Page 12
VJl
trevor sorbie
PROFESSIONAL
Föstudaginn 20. október
kl. 14 - 18.
kynnum við
trevor sorbie professional
hársnyrtivörurnar
í Apóteki Keflavíkur
20% kynningarafsláttur
Verið velkomin
Apótek Keflavíkur
Snyrtivörudeild
Suöurgötu 2 - Keflavík
Mótmælalisti með nöfnum 522 íbúa
afhentur bæjarstjóra þar sem þeir mót-
mæla byggingu háhýsis:
i»l vii lilýil!
■og nei við 3ja hæða húsi í gamla bænum.
Fjörugar umræður í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
Háhýsi rís ekki við Vall-
argötu sem er í gamla
bænum í Reykja-
nesbæ. Tillaga skipulags- og
bygginganefndar um breyt-
ingu á deiiiskipulagi og leyfa
byggingu þriggja hæða fjöl-
býlishúss var felld af bæjar-
stjórn á bæjarstjórnarfundi í
fyrradag. Aður hafði skipu-
lags- og byggingamefnd hafn-
að byggingu sex hæða húss
fyrirtækisins Meistarahúsa.
Bæjarstjóri lagði fram tillöguna á
fundinum um að hafna tillögu
nefndarinnar sem og um að aug-
lýsa lóðimar sem eru við Vall-
argötu 9, 9a og ll lausar til
umsóknar. Var tillaga bæjarstjóra
samþykkt með tíu atkvæðum.
Kjartan Már Kjartansson (B) sat
hjá.
• r •
on
Bílstj
óskast
Óskum eftir vönum manni til útkeyrslu,
ekki yngri en 20 ára.Viðkomandi verður
að hafa ríka þjónustulund og geta unnið
sjálfstætt. Góð latm í boði fyrir réttan aðila.
Upplýsingar um starfið gefur
Óskar Jónsson
í síma 424 6594 eða 896 6594.
Atvinna
Langbest auglýsir eftir hressu og
skenuntilegu fólki í vinnu.
Ekki yngri en 18 ára.
Upplýsingar gefur Ingólfur
á staðnum á kvöldin.
Hafnargötu 62 • 230 Keflavík • Sími 421 4777
Netfang: langbest@simnet.is • www.gi.is/langbest
Vátrygginga-
ráðgjafi
Tryggmgamiðstöðin hf. óskar eftir að
ráða vátryggingaráðgjafa á skrifstofu
félagsins í Reykjanesbæ.
Fyrirtækið leitar eftir starfsmanni sem
hefur tamið sér góða og lipra framkomu
og hefur metnað til að ná árangri.
Ahersla er lögð á fagleg vinnubrögð
ásamt frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Menntunar- og hæfniskröfnr:
- Menntun á sviði viðskipta- eða
rekstrarfræði er kostur.
- Reynsla af skrifstofu/þjónustustörfum
er æskileg.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum, þjónustu-
lund og góðir samstarfshæfileikar.
Vinsamlegast skilið umsóknum fyrir
27. október á skrifstofu félagsins
að Hafnargötu 26.
^tSTntrygginga-
— MIÐSTÖÐIN H F.
Hafnargötu 26 - Sími 421 5799
Miklar umræður um fundargerð
skipulags og byggingamefndar
frá 12. október. I upphafi
umræðunar upplýsti Ellert Ei-
ríksson bæjarstjóri að honum
hefði fyrr um daginn borist
undirskriftarlistar með nöfnum
522 bæjarbúa þar sem þeir mót-
mæltu byggingu bílageymslu-
húss og háhýsis við Aðalgötu.
Jafnframt vildu þeir að gildandi
deiliskipulag héldi sér. I fundar-
gerð skipulags og byggingar-
nefndar kemur fram að Bjarni
Marteinsson, höfundur sam-
þykkts deiliskipulags telji að ein-
stök háhýsi innan um lága byggð
væri skipulagsslys. Nefndin
lagði til að samþykktu deili-
skipulagi á Vallargötu 9,9a og 11
yrði breytt þannig að væri gert
ráð fyrir þriggja hæða fjöl-
býlishúsi. I gildandi deiliskipu-
lagi segir að þama skuli rísa ein-
býlishús.
Minnihlutinn sakaði meiri-
hlutann um að hafa skipt um
skoðun frá síðasta bæjarstjómar-
fundi og látið undan þrýstingi
þeirra og bæjarbúa. Meirihluta-
fulltrúar sögðu að þeir hefðu vilj-
að skoða málið áður en ákvörðun
yrði tekin. „Ég þakka þeim sem
stóðu að söfnun á undirskriftum
og þeim sem settu nöfnin sín á
Iistanna fyrir skjót og góð
viðbrögð sem ég tel að hafi haft
veruleg áhrif á framvindu
málsins", sagði Jóhann Geirdal
(J). Kjartan Már Kjartansson (B)
sagðist ekki geta verið á móti
byggingu þriggja hæða húss þar
sem sitt hvoru megin væm slík
hús.
Umsókn um byggingu 7 hæða
húss við Vatnsnesveg hefur
einnig komið til kasta bæjaryfir-
valda. A fundinum samþykkti
bæjarstjórn að auglýst verði
breyting á aðalskipulagi. Gert
var ráð fyrir verslunarhúsnæði á
lóðinni en því var breytt í íbúðar-
húsnæði. Þó var ekki að heyra á
máli bæjarstjóra að leyft yrði
háhýsi á lóðinni.
Fjöldi fólks mætti á bæjar-
stjórnarfundinn í fyrradag og
fylgdist með þessu hitamáli í
afgreiðslu bæjarstjómar. Var ekki
laust við að nærvera fólksins hafi
haft áhrif á umræðumar þar sem
sumum bæjarfulltrúum hljóp
kapp í kinn. „Menn haga sér hér
í pontu eins og krakkar í sand-
kassaleik", varð minnihlutafull-
trúanum Sveindísi Valdimars-
dóttur (J) að orði. Böðvar Jóns-
son (D) sagði að sandkassaum-
ræða væri fyrst og fremst minni-
hlutans.
12