Víkurfréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 14
1
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2000 haldinn i Garðinum:
r
~i
Þarf að tryggja
tekjustofna
sveitarfélaga
Fundurinn krafðist
þess að tekjutap og
aukin útgjöld vegna
lagasetninga, sem reynst
hafa íþyngjandi fyrir sveit-
arfélögin, verði bætt að
fullu. Nefnd á vegum Al-
þingis er að endurskoða
tekjustofna sveitarfélaga en
SSS telur nauðsynlegt að
tillögur nefndarinnar liggi
fyrir sem fyrst svo Alþingi
geti fjallað um málið á
komandi haustþingi.
Guðmundur Ami Stefánsson
(S), alþingismaður, á sæti í
nefndinni og hann sagði að
mikilvægt væri að tryggja
hagsmuni suðvestur homsins
þar sem 65-70% íbúa lands-
ins búa. Hann sagði að
byggðarlög úti á landi fengju
ákveðnar fjárhæðir frá ríkinu
vegna fækkunar en benti jafn-
framt á að það kostaði líka
peninga að taka við fólki,
eins og að missa fólk úr
byggðalaginu. Petta þyrfti að
athuga. Alyktunin var sam-
þykkt.
L
J
AÐALFUN
S.S.S.
---2000 t
SAMBAND SVEITARFELAGA
ASUDURNESJUM
Hinn árlegi aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum var haldinn í samkomu-
húsinu í Garði sl. helgi. Nokkrar ályktanir voru lagðar fram meðal annars varðandi
tckjustofna sveitarélaga, tvöföldun Reykjanesbrautar, byggingu D-álmunnar, lög-
gæslu- og heilsugæslumál. Sveitarstjórnarmenn á Reykjanesi sátu fundinn ásamt þingmönnum
kjördæmisins og boðsgestum sem fluttu erindi um ýmis málefni.
REYKJANESBÆR
TJARNARGÖTU 12
230 KEFLAVfK
Atvinna
Nýr leikskóli
Áætlað erað leikskólinn Hjallatún taki til starfa í desember nk.
I Hefurþú áhuga á að vera meðfrá byrjun og taka þátt í að skapa
| starfsanda ogvinnubrögð ínýjum leikskóla? jv____________
Þá erþetta tækifæriðfyrirþig. —-ir
Auglýst er eftir:
• Aðstoðaleikskólastjóra.
.•Leikskólakennurum með deildarstjóm. \ /
•iLeikskólakennumm.
eikskólakennara,þroskaþjálfara eða starfsmanni
>neð aðra uppeldismenntun vegna sérkennslu.
•Matráði og aðstoðarmanni í eldhús. Viðkomandiþurfa að
sjá um rekstur eldhúsa ísamráði við leikskólastjóra, hafa
góða þekkingu á næringafræði ogfæmi ígerð matseðla.
Starfið hentarbæði konum og körlum.
Æskilegterað aðstoðarleikskólastjóri geti hafið
störfl S. nóvembernk. en eigi síðaren 1. desember.
Ráðið verðurí aðrar stöður um miðjan desember.
Upplýsingar veita Gerður Pétursdóttir, leíkskólastjóri og
Guðríður Helgadóttir, leikskólafulltrúi ísíma 421 6700.
Umsóknarfresturertil ogmeð27. októbernk.
Utnsóknir berist Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar,
Hafnargötu 57,230Keflavík, Reykjanesbæ.
Vakin erathygli áþvíaðfáist ckki leikskólaketmarar, verða rdðmrstarfsmenn með aðra uppeldis-
mermtwi cða starfsmenn með brennandi áhuga á bania ogleikskólauppeldi ístöðurleikskólakenuara.
Launakjöreru skv. kjarasamnitigi Félags íslenskra leikskólakemtara cða viðkomandi stéttarfélags.
Staifsmannastjóri.
■ Hallarekstur sveitarfélaga:
Halli þrátt fyrir
hækkun útsvars
Tekjustofnanefnd vinn-
ur nú að nýrri skipan
tekjustofna sveitarfé-
laga. Ingimundur Sigurpáls-
son, bæjarstjóri á sæti í
nefndinni en hann fjallaði
um málið á aðalfundi Sam-
bands sveitarfélaga á Suður-
nesjum sem haldin var í
Garði sl. helgi
í ræðu hans kom fram að sveit-
arfélögin hafa verið rekin með
halla, nánast á hverju einasta
ári en hallarekstur sveitarfélaga
nú er um 3-4 milljarðar króna.
„Nefndin vinnur að því að
nálgast tekjuþörf sveitarfélaga
með öðrum hætti en áður. Til-
lögur okkar fjalla m.a. um að
hækka útsvar frá næstu áramót-
um um 0,3-04 %, en sú hækk-
un ætti að skila sveitarfélögum
rúmum milljarði. Einnig er gert
ráð fyrir sambærilegri hækkun
útsvars 1 .janúar 2002, en hún
mun skila 1,2-1,3 milljörðum.
Ég tel hins vegar ólíklegt að
tekjuskattur verði lækkaður",
sagði Ingimundur og ítrekaði
að aðeins væri um tillögur að
ræða á þessu stigi máls en
ákvörðun um hækkun útsvars
verður að taka fyrir 1. desem-
ber á þessu ári.
„Þrátt fyrir hækkun útsvars sjá-
um við fram á áframhaldandi
hallarekstur", sagði Ingimund-
Lögæslan þolir ekki
frekari niðurskurð
Löggæslan hefur verið
undir hnífnum á und-
anförnum misserum
en aðalfundur SSS skoraði á
ríkisvaldið að efla löggæslu á
Suðurnesjum. „Fyrir liggur
að lögreglan telur sig ekki
geta sinn eðlilegri löggæslu
nema til komi aukið fjár-
magn. Aðalfundurinn mót-
mælir harðlega fyrirhuguð-
um niðurskurði og telur að
þess í stað þurfi að auka fjár-
magn verulega“, sagði orðrétt
í tillögu fundarin.
Ólafur Thordersen (S), bæjar-
fulltrúi í Reykjanesbæ, tók und-
ir þetta og sagði að ástandið í
löggæslumálum f Suðumesjum
væri verulega slæmt. Hann
óskaði Grindvíkingum og
Vogabúum hins vegar til ham-
ingju með aukna löggæslu, en
nú er alltaf einn lögreglubíll
með tveimur mönnum á því
svæði. „Hvað með okkur hin,
rúmlega þrettán þúsund íbúa.
Staðan er oft þannig að aðeins
einn bíll er í umferð, sem á að
sjá um Reykjanesbæ, Sandgerði
og Garð. Þetta er ekki nógu gott
og þessu verður að breyta",
sagði Ólafur. Tillagan var sam-
þykkt.
14