Víkurfréttir - 04.01.2001, Qupperneq 4
Brunavarnir Suðurnesja:
Róleg jól og
áramót hjá BS
Að sögn Sigmundar
Eyþórssonar, slökkvi-
liðsstjóra Bruna-
varna Suðurnesja, voru þessi
jól og áramót þau rólegustu í
manna minnum. Brennur
fóru allar vel fram um ára-
mótinen fresta varð brennu
við Heiðargil í Keflavík.
Tuttutu flutningar
BS sinnti 20 sjúkraflutningum í
vikunni og fór í 13 brunaútköll.
Þegar brunar á gamlárskvöld
og nýársnótt eru teknir saman,
kemur í Ijós að kallað var á
slökkvilið sex sinnum vegna
bmna en þar af vom fjórir stað-
festir eldar, allir minniháttar.
Ekkert tjón varð á mannvirkj-
um né fólki.
Þegar litið er á samanlögð út-
köll á liðnu ári sést að sjúkra-
flutningar voru fleiri en árið
1999, eða 1218, en brunaút-
köll færri en árið 1999, eða 189
talsins.
Eldur í ruslagámi
Tilkynning barst um lausan eld
í mslagámi á bakvið verslunina
BT í Keflavík seint á gamlárs-
kvöld. Að sögn Sigmundar var
eldurinn mikill þegar slökkvi-
liðið kom á staðinn og gámur-
inn stóð mjög nálægt húsinu
þannig að illa hefði getað farið.
Greiðlega gekk að slökkva eld-
inn en gámurinn er lítillega
skemmdur. Seinna sama kvöld
barst tilkynning um lausan eld
á íþróttavellinum við Gmndar-
veg í Njarðvík. Kveikt hafði
verið í rusli. Ekkert tjón hlaust
af.
Flugeldur í áramótagleði
Aramótagleði sem haldin var í
húsi Verkalýðs- og sjómanna-
félagsins, náði hápunkti þegar
raketta skaust inn um opna
svalahurð. Veislugestum var
bmgðið en engum varð meint
af. Reykurinn frá flugeldanum
setti viðvörunarkerfið í gang
þannig að harðgerðir slökkvi-
liðsmenn mættu á svæðið og
voru við öllur búnir. Engin
hætta var þó á ferðum þannig
að þeir gátu yfirgefið gleðskap-
inn með bros á vör.
Eldur við bakarí
Síðdegis á nýársdag var til-
kynnt um eld í rusli á bakvið
Valgeirsbakarí í Njarðvík.
Slökkvilið BS fór á staðinn og
slökkti eldinn en kveikt hafði
verið í leifum af notuðum flug-
eldum. Ekki er vitað hver var
að verki.
16" pízza m/s áleggsfegundum
12" pi22a m/J álegjsfegunúui*)
7" f>i22a m/s áleggsfejurutum
tullf af C/nutn CSfum á
loCfínu á ío% aCslsff
opíá alla <fa<ja
fil kl. 21.
wn,-
WJr
in,-
PIZZATkOPEZ
ARSOL
Heiðartúni 2c • Garði
Sími 422 7935
8H2222
er fréttasími Víkurfrétta
Sorpriti skilað
Bæjarmálablað Samfylkingar-
innar á Suðumesjum féll í
grýttan jarðveg hjá
fulltrúum meiri-
hlutans og kom
það skýrt fram á
fundi bæjarstjómar
sL þriðjudag. Vildi
meirihlutinn meina
að í blaðinu væri dregin upp
svört mynd af bæjarmálunum
og jafnvel farið með ósann-
indi. Böðvar Jónsson (D)
sagði illa farið með góðan
pappír. „A mínu heimili hafa
svona blöð verið flokkuð sem
sorprit og ég vona að menn
vandi sig betur næst“, sagði
Böðvar og skilaði sínu eintaki
til ritstjórans, Jóhanns Geirdal
(S).
Hagsmunir hverra?
Santmni Hitaveitu Suðumesja
og Rafveitu Hafnarfjarðar
hefur verið hitamál
á bæjarstjómar-
fundurn í Reykja-
nesbæ á undan-
fömum vikum.
Ráðamenn í Vog-
um hafa nú lagst
gegn sameiningu nema að
endurmat á íyrirtækjunum fari
fram. Önnur sveitarfélög hafa
samþykkt samruna. Málið er
því í hnút eins og er. A síðasta
fundi bæjarstjómar var málið
Samkaup og Matbær samelnast
Samkuup hf. og Matbær ehf. (KEA) hafa
sameinað rekstur fyrirtækjanna. Þetta
var ákveðið á hluthafafundi á nýársdag.
Hið nýja félag verður þriðja stærsta matvöru-
verslunarkeðja landsins. Samkaup hf. hefur
boðað til hluthafafundar mánudaginn 8. jan-
úar nk. Fundurinn hefst kl. 17:30 og verður
haldinn á Glóðinni í Keflavík.
Markmið fundarins er að ná meira hlutafé inn í
fýrirtækið. Hlutafé félagsins er nú 250 millj. kr.
en tillaga stjómar snýst urn að hækka hlutfé um
aðrar 250 milljónir. Einnig leggur stjómin til að
núverandi hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum.
Reykjanesbæ, og víðar, geti
ekki lengur kælt áfengi ut-
andyra því þyrstur þjófur
nemi jafnan veigamar á brott.
Þeir sem orðið hafa fyrir barð-
inu á þessurn auma einstak-
ling óska honum góðrar
þynnku á nýja árinu.
Dugleg börn
Afkvæmi þriggja bæjarfull-
trúa í bæjarstjóm Reykjanes-
bæjar hafa fengið
viðurkenningar
fyrir framúrskar-
andi frammistöðu í
íþróttum. Erla Þor-
steinsdóttir, dóttir
Þorsteins Erlings-
sonar, var valin besta körfu-
boltakona ársins þegar íþrótta-
maður ársins var valinn á
Hótel Loftleiðum á dögunum.
Steinþór Geirdal, sonur Jó-
hanns Geirdal var valinn keil-
ari ársins við sama tækifæri,
en hann æfír nú með KR og
hampar bæði Islands- og
Norðurlandameistaratitli. Jó-
hann Kristjánsson, sonur
Kristjáns Gunnarssonar, hlaut
titilinn íþróttamaður fatlaðrar
í Reykjanesbæ og var númer
þrjú í vali um íþróttamann
ársins í Reykjanesbæ, en hann
er frábær borðtennisspilari og
stefnir á Ólympíuleikana árið
2004.
Svart og sykurlaust
tekið til umfjöllunar og vakti
það athygli að fulltrúar Sam-
fylkingarinnar töluðu máli
hreppnefndar Vatnsleysu-
strandarhrepps en minntust
ekki á hagsmuni Reykjanes-
bæjar í þessu samhengi.
Sár sannleikur
Jóhann lagði áherslu á að þó
að Vogar væm lítið sveitarfé-
lag þá mætti ekki
traðka á þeim.
Kristmundur
spurði fundarmenn
hvort þeir væm
hræddir við endur-
mat. Auðvitað ætti
að framkvæma það undireins.
Hann vildi einnig meina að
Margeir Pétursson, sem veitti
HS og RH ráðgjöf varðandi
sammnann og vinnur fyrir
sjálfstætt ráðgjafafyrirtæki,
væri starfsmaður Hafnarfjarð-
arbæjar.
Þegar fulltrúum minnihlutans
var bent á að málflutningur
þeirra hljómaði eins og þeir
væm að verja hagmuni Voga-
manna frekar en Reyknesbæ-
inga, firrtust þeir við. Sann-
leikanum verður hver sárreið-
astur.
Þyrstur þjófur
Það er merkilegt hvað sumir
leggjast lágt til að fá sér í tána.
Heyrst hefur að íbúar í
Útgefandi: Vfloirfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Niarðvik, sími 421 4717, fax 421 2777
_ ng*g|g» FVitstjóri: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222. hbb@vf.is
Y ||yU|{ Blaðamenn: Silja Dogg Gunnarsdóttir silja@vf.is • Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is,
PRÉTTIR J°nas F1"3112 Sigurjónsson, franz@vf.is Auglýsingagerð: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is
Útlit, umbrot, litgreining og prentvistun: Víkurfréttir ehf. • Prentvinnsla: Dddi hf. Dagleg stafræn Útgáfai WWW.vf.ÍS
Á R
4
GLEÐILEGT
N Ý T T