Víkurfréttir - 04.01.2001, Blaðsíða 6
r
~i
L
Nesfiskur kaupir eignir HB í Sandgerðl
Raraldur Böðvarsson
hf. hefur samþykkt
kauptilboð í megin-
hiuta fasteigna fyrirtækisins
í Sandgerði ásamt vertíðar-
bátnum Jóni Gunnlaugs
GK 444 með nokkrum veiði-
heimildum. Tilboðið er frá
eigendum Nesfisks hf. í
Garði.
Bergþór Baldvinsson fram-
kvæmdastjóri Nesfisks sagði
að fyrst og fremst hafi fyrir-
tækið verið að tryggja sér
góða frystiklefa en fyrirtækið
hafi vantað frystiklefapláss. Þá
fær Nesfiskur einnig góð hús
fyrir vinnslu uppsjávarfisks.
„Þetta eru fyrst og fremst
frystihús, verbúðin og Jón
Gunnlaugs GK sem við kaup-
um“, sagði Bergþór. Hann
vildi ekki gefa upp kaupverðið
né hvort reglubundinni fisk-
vinnslu verði komið á í húsun-
um í Sandgerði. Það yrði tím-
inn að leiða í ljós.
j
Atvinna
Starfsfólk óskast á kassa og í sérvöru.
Vinnutími er frá kl. 10 eða 13 virka
daga og annann hvern laugardag.
Upplýsingar og umsóknarblöð
fást á staðnum.
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup
Lokað
verður kl. 19 laugardaginn 6. janúar,
opnum aftur kl. 13 sunudaginn 7. janúar.
Atvinna
Starfsfólk óskast til afgreiðslustarfa.
Vinnutími er ffá kl. 13-18 alla virka daga.
Upplýsingar í síma 421 1695.
AfflZT 4.
BAKARIIÐ
■ferskara en allt!
Hafnargötu 31 - Sími: 4211695
Lobo kominn heim eftir
sjö vikur í óbyggöum:
Hljóp í fangið
á„pabba“
Heimiiishundur fjöi-
skyldu Davids Art-
zitsel, yfirmanns
varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli kom í leitirnar eftir
sjö vikur sl. laugardag.
Hinn lágfætti Lobo varð
viðskila við fjölskylduna eftir
að hún lenti í bílslysi við
Nesjavallaveg fyrir sjö vikum.
Bíllinn rann út af Nesjavalla-
vegi og valt fjórum sinnum.
Allir fjölskyldumeðlimir
sluppu ónteiddir en hundurinn
hvarf. Hans var leitað en án
árangurs strax eftir slysið og
reglulega næstu vikur á eftir.
Margoft sást til hans í nágrenni
Elliðavatns sem er um 8 km.
frá slysstaðnum. Bjöm Knúts-
son, flugvallarstjóri var nálægt
því að ná hundinum 29. des. og
lét fjölskylduna vita af því að
Lobo litli væri á svæðinu en
einnig höfðu margar aðrar
ábendingar borist. Þrjátíu
manna leitarflokkur vina og
vandamanna aðmírálsfjöl-
skyldunnar hófu leit snemma
dags 30. des. Eftir hádegi kom
hundurinn í leitimar og hljóp í
fangið á „föður“ sínum. David
sagði hundinn horaðan og
skelkaðan en að öðru leyti
hressan. Hann var ánægður að
vera kominn í faðm fjölskyldu
sinnar á Keflavíkurflugvelli og
var hinn rólegasti þegar
tíðindamaður Víkurfrétta
heimsótti hann og smellti af
honum mynd með fjölskyld-
unni daginn sem hann kom
heirn.
Lífsstíll:
Gauji litli til
Suðurnesja
Hinn eini og sanni Gauji
litli, sem gerði garðinn
frægan með því að
taka sig taki og losa sig við all
nokkur kíló, með stuðningi
allrar þjóðarinnar, býður
Suðurnesjamönnum upp á 8
vikna aðhaidsnámskeið í lík-
amsræktarstöðinni Lífsstfl.
Gauji litli er aðalmaðurinn á bak
við félagasamtök feitra, og hefur
unnið geysilega gott starf í
baráttunni við vambarpúkann.
Námskeiðið er hannað af Gauja
litla og hefur verið mjög vel sótt
í Reykjavík. Meira að segja hafa
Suðumesjamenn gert sér ferð til
Reykjavíkur 3 x í viku í 8 vikur,
til að sækja námskeið hans.
Tímarnir fara fram á spinn-
inghjólum stjórnuðum af
Guðrúnu Olafíu sem hefur séð
um 20+ námskeiðin á Lífsstíl,
við góðar undirtektir. Ásamt
Gauja litla og Guðrúnu Olafíu
standa einnig að baki nám-
skeiðsins, hjúkrunarfræðingur,
næringarráðgjafi og heilsuráð-
fijafi.
Þátttakendur fá mikið aðhald, þar
sem krafist er góðrar mætingar,
vigtað er í hverri viku og skila
þarf inn matardagbók 1 x í viku,
sem yfirfarin er af næringarráð-
gjafa. Einnig fá þátttakendur
aðgang að ráðgjafa í gegnum
síma, þegar þörf er á. Nám-
skeiðið hefst mán,15.jan.
Skráning er hafin í síma 420-
7001.
Stúdíó Huldu:
Bypjenda-
námskeið í
Hatha-yoga
Nú er að fara af stað
námskeið í Hatha-yoga
hjá Stúdíói Huldu.
Námskeiðið hefst 8. janúar og
tekur fjórar vikur. Kennt verð-
ur á mánudögum og fimmtu-
dögum kl. 19:35 og hver tími
stendur yfir í eina og hálfa
klukkustund. Kennari á nám-
skeiðinu verður Ólafía K.
Jensdóttir.
Hatha-yoga samanstendur af
yogastöðum og öndunaræfing-
um. Kenndar eru leiðir til að
slaka á. Áhrif hatha-yogaiðkunar
leiðir til jákvæðrar breytingar og
birtast í því að vikomandi losnar
við líkamlega vanlíðan, sefur
betur og finnur fyrir bættum
hæfileika til að einbeita sér. Þessi
tegund yoga vinnur einnig bug á
kvíða, streitu og annarri tak-
mörkun í lífinu.
8
GLEÐILEGT
N Ý T T
A R