Víkurfréttir - 04.01.2001, Qupperneq 14
■ óhannes A. Krist-
I bjömsson hyggst taka
• I upp fyrri iðju hér á
ViKurí'réttuin og ausa
vikulcga úr viskulminni
sínuni köriúknattleik-
sáhugamönnum til ómældr-
ar ánægju. Athuga ber að
JAK-inn er hættur að nota
sterk lýsingarorð til að lýsa
óánægju sinni með cinstaka
leikinenn og nýtir sér, þess í
stað, orðatiltækið „náði sér
ekki á strik“. Lesendum er
frjáls að skipta þessu út
fyrir eigin lýsingarorð og
minnt er á skcmmtileg orð
eins og „hörmulegur“,
„mömmustákur“, „týn-
dur“, „otþroskaður“ og svo
auðvitað þetta klassíska
„arfaslakur“.
Lærisveinar Vals komið mest á
óvart
Fyrstu leikimir í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik á þessari öld fara
fram í kvöld þegar Njarðvíkingar
fá Tindastól í heinrsókn en það er
eini Suðurnesjaheimaleikur um-
ferðarinnar því Grindvíkingar
heimsækja Grafarvog og Keflavík
Hafnarfjörð. Valur Ingimundarson
hefur stýrt Sauðkræklingum á topp
deildarinnar en þar sitja þeir ásamt
fimasterku Keflavíkurliðinu sem
hneppir verðlaunin „Grísapungar
ársins" fyrir valið á Calvin Davis
sem útlending. Hann hefur
margsinnis borið liðið á herðunum
(26,7 stig, 15,8 fráköst og 4 varin
skot á leik) þegar skyttumar hafa
bmgðist. A milli næstu 8 liða em
aðeins 8 stig sem þýðir í raun að
óvenju margir leikir verða
svonefndir fjögurra stiga leikir,
þ.e.a.s sigur breytir stöðu liðsins
um 4 súg gagnvart tapliðinu og
öfugt. Á botninum hvíla ísfirðingar
og Valur/Fjölnir en bæði liðin (2
stig hvort) sýndu batamerki rétt
fyrir jólafrí. Tapleikir gegn þessum
liðum gætu skilið á milli feigs og
ófeigs í toppbaráttunni. Þeir sem
duglegir hafa verið að gagnrýna
deildarkeppnina verða í vand-
ræðum þetta árið því hver leikur
sem eftir er nokkurs konar bikar-
leikur, eitt tap núna, gæti kostað
liðið 3-4. sæti í baráttunni um sæti í
úrslitakeppninni.
Kellvíkingar cru með Calvin
Calvin, Calvin, Calvin. Þessi langi
rólyndispiltur er skrímsli undir
körfunni. Án hans væri staða
liðsins önnur. Næstu fýsilegu sókn-
arkostir hafa verið Magnús
Gunnars, Guðjón Skúla og Albert
Óskars, þegar hann lætur sjá sig,
sem allir hafa leikið vel. Guðjón er
skytta af guðs náð og miskunn og
viðvera hans ein, standandi úti í
homi með bros á vör, hefur veitt
Calvin það frelsi sem þarf í
teignum. Magnús leysir erfiða
hluti vel, hikstar ekki við að taka af
skarið á úrslitastundu og er
framtíð þessa liðs holdi klædd.
Hjörtur Harðar hefur stjórnað
liðinu í fjarveru Fals Harðar en
verið annaðhvort uppi eða niðri,
kannski í réttu hlutfalli við
hitastigið á skyttum liðsins. Hinn
ofurgranni Jón Nordal Hafsteins
lék vel framanaf og uppfyllti þá
allar þær vonir sem vöknuðu eftir
frábæra frammistöðu í Norður-
landamótinu en dalaði er á leið og
leikur landsliðsmannanna Gunnars
Einars og Birgis Birgis hefur valdið
„aðdáendum þeirra vonbrigðum".
Besti leikmaður 1. deildar á síðasta
ári, Birgir Guðfinnsson, hefur ekki
náð sér í mínútur svo marktækt sé
og sýnir svo ekki verður um villst
muninn á deildunum tveimur.
Staða Njarðvíkur vonbrigði
Njarðvíkurliðinu var spáð titlinum
en er úr leik í bikarnum og féll
gegn Grindavík í Kjörísbikamum.
Það verður því að segja að staða
liðsins sé vonbrigði. Brenton
(Brjánsson) Binningham er eins og
landi (enn um sinn) hans Calvin
Davis besti leikmaður síns liðs.
Njarðvíkingar fengu einnig til liðs
við sig Danann Jes V. Hansen og
eru menn ekki á eitt sáttir varðandi
frammistöðu hans. Eitt er víst, að
„danska skinkan" eins og gámng-
amir kalla pilt verður að vera meira
en hátíðarmáltíð til að verða ekki
sendur heim núna þegar landsliðs-
miðherjinn Friðrik Stefáns er
snúinn aftur frá Finnlandi. Logi
Gunnars hefur reynst hrein
skemmtun að fylgjast með, sókn-
armegin á vellinum, og skorað 20,2
stig að meðaltali en vömin hefur
verið, eins og reyndar hjá liðinu
öllu, glopótt í meira lagi. Ragnar
Ragnars og Halldór Karls hafa
gert góða hluti en þeir félagamir,
Teitur Örlygs og Friðrik Ragnars,
sem einnig eru þjálfarar liðsins
hafa ekki náð sér á strik. Teitur
þarf að leita aftur til tímabilsins
1985-1986 (2,7 stig) til að finna
tímabil sem hann skoraði jafnfá
stig að meðaltali. Að vísu er ósann-
gjarnt að benda aðeins á skoruð
stig því Teitur stendur sig vel á
fjölmörgum öðrum sviðum, en
svona er þetta nú samt.
Leikstjómandinn Friðrik skilar, líkt
Hirti kollega sínum í Keflavík,
stoðsendingunum í hús en skotin er
of mörg sem enda úti á túni í stað
hlöðunnar hlýju. Þeir Sævar
Garðarsson og Ásgeir
Guðbjartsson eru í of tak-
mörkuðum hlutverkum til að telja
þó Sævar hafi nú náð inn á
óskalista DV í „ef allir spiluðu nú
40 mínútur á leik leiknum1' og
skákað þjálfara sínum Teiti á því
svellinu. Ó, hve lífið væri auðvelt
ef þessi formúla gengi upp. Friðrik
„Trölli" Stefáns heimtu
Njarðvíkingar úr Finnlands-helju
og hver veit nema piltur komi fieim
á bragðið, vamarbragðið það er að
segja, en þá yrði Njarðvíkurliðið
hættulegt.
Grindavík neðar en vanaiega
Grindvíkingar urðu
Kjörísbikarmeistarar í fyrsta sinn,
em enn í bikarkeppni KKI og eiga
því einir liða möguieika á að landa
öllum titlum ársins. Stóm titlunum.
Þeir gáfu þó eftir í deildinni rétt
fyrir jólafrí og sitja í 7. sæti deil-
darinnar, nokkuð neðar en þeir eiga
að venjast. Sjávarþorpsbúarnir
sjálfir segja töp liðsins í síðustu
ieikjunum tengjast að mestu meiðs-
lum erlenda leikmannsins Kint
Lewis. Þegar jólafríið hófst var
ljóst að meiðsl Lewis yrðu of
langvinn til að hægt væri að bíða
og náðu Grindvíkingar sér í stað-
gengil, Kevin Daley. Daley er 24
ára bandaríkjamaður og 197 cm á
hæð. Páll Vilbergs (stigahæstur
íslenskra leikmanna með 21,5 stig
að meðaltali) og Guðlaugur Eyjólfs
hafa verið stöðugastir Grindvíkinga
og þarf liðið á góðum leik þeirra að
halda til að vinna leiki. Fyrirliðinn
Pétur Guðmunds skilar ávallt sínu
en hefur fært sig upp á skaftið í
sóknarleiknum og liðið oft misst
hann úr hefðbundnu sirkushlut-
verki sínu, sem er að halda öllum
hinum í jafnvægi, fyrir vikið.
Bergur Hinriks hefur reynst Einari
þjálfara góður skyndibiti og sett
niður þriggja stiga hraðar en starfs-
fólk Kentucky Fried raðar á
bakkana en hlutverk hans er ekki
stórt. Nýliðarnir þrír, Kefl-
víkingarnir Kristján Guðlaugs,
Elentínus Margeirs og Davíð
Jónsson, hafa ekki spilað eins stór
hlutverk og margir ætluðu þeim og
Dagur Þóris hefur ekki náð sér á
strik. Það verður erfitt fyrir nýja
útlendinginn Kevin Daley að taka
við hlutverki Kims Lewis og erfitt
fyrir kröfuharða grindvíska áhor-
fendur að sætta sig við nokkuð
minna.
VF-spáin
Keflvíkingar með Fali Harðars
heiltrn heilsu og þá Gunnar Einars
og Birgi Birgis „á strikinu" reynist
ofjarl króksara (4 .sæti, vesturbæ-
inga (3. sæti) og austurbæinga (2.
sæti) í harði baráttu um
íslandsmeistaratitilinn! Liðin ftnna
lausn gegn Calvin en hleypa
púkunum af sperrunum (sleppa
skyttunum lausum) sem reynist
dýrkeypt á úrslitastundu. Grind-
víkingar jafna sig ekki af því að
missa Kim Lewis á miðju tímabili
en taka bikarinn í úrslitaleik gegn
KR. Friðrik Stefánsson getur ekki
stoppað í öll götin á Njarðvík-
urvöminni þótt stór sé og sterkur
og Njarðvíkurliðið fellur gegn
nágrönnunum í æsispennandi úrs-
litarimmu.
Kemur úr NIAA deildinni
Nýi Bandaríkjamaðurinn í liði
Grindvíkinga, Kevin Daley, lék á
háskólaferli sínum í einni af neðri
deildum bandaríska háskóla-
boitans, NIAA. Þar lék hann með
Azusa háskólanum og skilaði liði
sínu 22,6 stig og rúmiega 8 fráköst-
um á leik. Eftir að skólanum lauk
hefur hann leikið í Taiwan og í
Costa Rica við góðan orðstý. Hann
þykir háloftafugl og góð skytta.
Hann leikur með Grindvíkingum í
kvöld gegn Valsmönnum í
Grafarvoginum.
Bikarkeppni KKÍ og Doritos
Keflavík - Þór, Akureyri.
Sunnudagurinn 7. janúar kl. 16.
íangbest^þ
AND1
L
Föstudagurinn 29. desember var merkilcgur dagur hjá kvennfólkinu í körfunni hjá Keflavík. Þann dag
var efnt til keppni þar sem allir kvennaflokkar öttu kappi sín á milli. Kdlavík sendir 8 kvennalið til keppni
í íslandsmót og bikarkeppnir og kepptu þau öll þennan dag, auk þess sem (jölmennustu flokkunum var
skipt í fleirri lið.Stclpurnar gerðu meira en að spila bara því m.a. kepptu þær í „stinger” (skotkeppni) þar
sem án efa var sett íslandsmet í þátttakcndat'jölda því alls tóku 47 stelpur þátt og flestar þeirra
íslandsmeistarar. Sigun egari varð María Anna Guðniundsdóttir. Um kvöldið var svo haldið uppá litlu
jólin hjá yngri stelpuflokkunum. Skipuleggjendur Stóra Stclpudagsins voru Kristinn Óskarsson, Kristín
Blöndal og Margrét Sturlaugsdóttir öll þjállarar hjá Keflavík.
14
GLEÐILEGT
N Ý T T
A R