Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2001, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 04.01.2001, Qupperneq 15
HVAÐ SEGJA ÞJALFARARNIR? EINAR Maður velur sér ekki mótherja í þessari deild „Við vorum lélegir í síðustu þre- mur leikjunum fyrir áramót, hreinlega skitum á bitann eins og sagt er, Meiðsli Kim Lewis áttu mögulega einhvem þátt í því en hann spilaði þessa leiki meiddur. Þegar ljóst var að hann þurfti 4-6 vikna hvíld til að ná sér þá var ekkert annað að gera en að leita annað og vonandi getur Kevin Daley fyllt skarð hans” segir Einar Einarsson þjálfari Grindavíkur. Fyrstu þn'r leikimir núna em á útivelli og byrjum við gegn Valsmönnum á fimmtudag. Finnst þér það vera lán í óláni að fá Valsmenn í fyrsta leik? „Eg veit ekki hvort það er gott eða slæmt, maður velur sér ekki mótherja í þessari deild. Hópurinn hjá mér er ekki stór og menn hafa verið að kljást við smávægileg meiðsl auk þess sem Kristján Guðlaugs hefur verið ffá vegna náms í jólafríinu. Þetta er tíminn til að snúa við blaðinu hjá liðum, leikmönnum og áhor- fendum. Hver leikur telur og heimavinnan verður mikilvæg þegar upp er staðið, það má ekkert lið við því að tapa á heimavelli.” Nýju leikmennirnir, einn hjá þér og endurkoma Friðrik Stefáns og Maurice Spillers til sinna liða? „Friðrik styrkir Njarðvíkurliðið, á því er enginn vafi. Þórsarar hafa mikið talað um hvað þeir söknuðu Spillers og fá nú tæk- ifæri til að bakka það upp.” FRIÐRIK Takmarkið núna að toppa í úrslitakeppninni „Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir hjá okkur það sem af er, við höfum átt fína leiki en svo hafa vissulega komið leikir inn á milli sem hafa verið óásættanle- gir” segir Friðrik Ragnarsson einn tveggja þjálfara Njarðvíkur. „Við höfum aðeins tapað 3 leikjum í deildinni og 3ja sæti er svo sem í lagi fyrir áramót. Það sem pirrar mig mest er að sjálf- sögðu að hafa dottið út úr bikam- um en þar spiluðum við ágætan leik í 35 mínútur en þeir eru með allra þokkalegasta lið, Vesturbæingar, og tóku þetta af okkur. Eins og margsinnis hefur komið fram vitum við að töluvert svigrúm er til að bæta vamarleik okkar og ég vona að endurkoma Friðriks Stefáns hjálpi okkur þar.” Hvað með stöðu ykkar þjálf- arana? Margir telja þjálfun- arskyldurnar hafa vængstýft ykkur sem leikmenn! ,J>að er engin spuming að þjálf- unin hefur tekið orku frá okkur Teit á vellinum en ég vona að með tímanum komum við sterkari inn, helst þó ekki seinna en í mars. Það er aðeins að einu að stefna hjá okkur og því er tak- markið núna að toppa í úrslita- keppninni en að sjálfsögðu getur skipt töluverðu máli hvar við lendum í deildarkeppninni og við erum svo sem ekkert í slæmum málum þar.einum leik frá topp- sætinu.” HRANNAR Spilum gegn fimm bestu liðin í fimm fyrstu leikjunum „Við byrjuðum gríðarvel og unnum öll sterkustu liðin nokkuð örugglega í upphafi. Þá tóku meiðsli að herja á okkur og liðið dalaði seinni hlutann. Fjarvera Fals hefur veikt liðið, en auk hans hafa aðrir leikmenn átt í leiðinlegum meiðslum sem gert hafa Sigga þjálfara lífið erfitt. Þrátt fyrir þetta erum við efstir í deildinni og ánægðir með viss atriði. Calvin er einn allra sterkasti Kaninn sem sést hefur á Fróni og ungu strákamir, Maggi og Jonni, hafa sýnt skemmtileg tilþrif. Töluverð breidd er í liðinu og við viljum ná fyrri styrk strax í upphafi nýs árs og eflast eftir því sem á líður” segir Hrannar Hólm formaður kkd. Keflavíkur. „Fyrstu leikirnir á nýja árinu skipta öllu máli, en við spilum gegn fimm bestu liðunum í fimm fyrstu leikjunum. Ahorfendur fá því fullt af toppleikjum og vonandi mæta þeir vel á völlinn og styðja við bakið á strákunum. Ef við náum hagstæðum úrslitum í þessum leikjum eigum við góða möguleika á að halda efsta sæt- inu í deildinni út leiktíðina. I bikarkeppninni mætum við Þórsumm á sunnudaginn, en þeir hafa fengið Mo Spillers að nýju og verða betri fyrir vikið en við stefnum þar á úrslitaleikinn í Höllinni í febrúar, að sjálfsögðu.” Meiðsli Fals, eins og þú segir, settu strik í reikninginn. Hver er staðan í því málinu? „Falur er allur að braggast og við vonumst eftir honum fullfrískum seinni hluta janúarmánaðar. Albert Oskars þarf hugsanlega að fara erlendis vegna starfs síns og gæti dottið út bráðlega.” Hvað með breytingarnar hjá nágrönnum ykkar, Njarðvík og Grindavík? „Njarðvíkingar styrkjast vemlega með endurkomu Frikka Stef og þeir verða eflaust sterkir í úrslita- keppninni í vor, ef þeim tekst að nota öll vopnin í búrinu. Fróðlegt verður að sjá hvað nýji Kaninn gerir fyrir Grindvíkinga. Þeir virðast hafa misst dampinn eftir Kjörísinn. Kim Lewis var gríðargóður og ekki er sjálfgefið að þeir verði betri með þeim nýja. I dag eru sex sterk lið í deildinni, en á endanum munu Keflavík, Njarðvík, KR og Tindastól! standa uppúr, en meiðsli (eða meiðslaleysi) og stemming munu ráða úrslitum í baráttunni um Islandsmeistaratit- ilinn í vor.” Hefur þú faríð á 8 vikna námskeið í Aðhaldshópur hjá Klddý - fyrir alla konur og karla. Mán., mið. og fös. kl. 10.10 Barnapössun (kr. 100 fyrir barnið) Hefst mánudaginn 8. jan. Aðeins 6 pláss laus! 20 + aðhald hjá Guðrúnu Ólafíu - fyrir þau sem vilja losna við 20 kg. eða meira. Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 19.30. Hefst mánudaginn 8. jan. Nokkur pláss laus \ Innifaliö á námskeiðunum 20+ og kl. 10.10 • Mikið aðhald. • Mælingar, vigtun 1 x í viku. • Matarræðið tekið i gegn. • Fróðleiksmappa og uppskriftir. • Púlsmælir að láni í hverjum tíma. • 3 fastir tímar á viku + frjáls aðgangur að öðrum opnum tímum. • Fjölbreyttir tímar og tækjakennsla. Kjörþyngdarnámskeió fyrir börn og unglinga (11-15 ára). Hjá Melkorku á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 16.30. Frábært, fjölbreytt og uppbyggjandi námskeiö. Farið verður í mikilvægi þess að borða holla fæðu og nauðsyn þess að hreyfa sig. Þáttakendur fá að fara í spinning, erobik, tröppur, Fittnessbox, tæ-bó, tæki, afródans, leiki og fl. og fl. Hefst mánudaginn 15. janúar. Nýtt á Suðurnesjum!!!! Aðhald með Gauja litla * Leið til léttara lífs. Aðhaldsnámskeið sem byggir á spinningtímum hjá Guðrúnu Ólafíu undir leiðsögn Gauja litla. Hjólað er við notalega tónlist í spinningsalnum, þar sem engir speglar eru, dregið er fyrir glugga og þægilegt andrúmsloft er. Það sem innifalið er í námskeiðinu er: • Lokaðir aðhaldstímar 3 x í viku (mán. mið. og fim. kl. 20.30), 1 x í viku. • Frjáls aögangur að öðrum tímum, viktun. • Ummálsmælingar í upphafi, eftir 4 vikur og í lokin. • Ýtarleg kennslugögn með mataruppskriftum, matardagbók og leiðbeiningum. • Fræðslumolar. • Fræösludagur - fyrirlestur frá hjúkrunarfræðingi, næringarráðgjafa og heilsuráðgjafa. • Simaþjónusta - þegar þig vantar upplýsingar. • Og að sjálfsögðu ómetandi stuðningur og fundir með Gauja litla. Hefst mán. 15. janúar. Skráðu þig í síma 420 7001. 12 vikna áskorun Lífsstíls og K-sports hefst með kynningarfundi fimmtudaginn 11. janúar kl. 20. GLEEILEGT N Ý T T Á R 15 n /, /ml

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.