Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.01.2001, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 11.01.2001, Blaðsíða 1
Utsalan hefst á föstudaginn kl. 10. Nýtt kortatímabil. galleryförðun K E F L A V ( K Þú sundir á þrettándafagnaði! - sjá bls. 24 og 25 Samtök iðnaðarins segja næstu ár kjörtíma til tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar: Hægt að spara 30% -Reykjanesbrautin mál málanna á borgarafundi í Stapa í kvöld Búist er við fjölmenni og jafnvel fullu húsi í Stapa í kvöld þegar borgarafundur um flýtingu tvöföldunar Reykjanesbrautar verður haldinn á vegum áhugamanna um örugga Reykjanesbraut. Meðal gesta á fundinum sem hefst kl. 20 er Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra. Þingmenn kjör- dæniisins munu einnig vera frummælendur. „Síðustu vikur hefur hópurinn átt viðræður við þingmenn, verktaka og fleiri aðila sem tengjast málinu og í framhaldi af því sett fram raunhæfar óskir og vænt- ingar en þær eru að tvöföldun ljúki árið 2004“, sagði Steinþór Jónsson, talsmaður áhugahópsins um ömgga Reykjanesbraut. Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum m.a. frá Samtökum iðnaðarins sem fara með málefni jarðvinnuverktaka er ljóst að engin þensla er í vegagerð núna og hafa tilboð síðustu vikna verið 60-80% af kostnaðaráætlun. Sérfræðingar frá samtökum iðnaðarins fuliyrða að fram- kvæmdatími tvöföldunar frá Njarðvík til Hafnarfjarðar geti verið mjög skammur og að hámarki 18 mánuðir. Þar er átt við vegakaflann frá Njarðvík til Hafnarfjarðar, um 24 km. Tóku þeir fram að kjöraðstæður væru við Reykjanesbraut þar sem hún liggur lágt og við sjó og í raun kjörið vetrarverkefni. Næstu ár væru væru vissulega rétti tíminn til að tryggja betra verð í fram- kvæmdina og hugsanlega mætti spara allt að 30% af kostnaðar- áætlun. Steinþór segir að þingmenn kjördæmisins hafi allir stutt við málið þó skiptar skoðanir væru um hve fljótt væri hægt að ljúka verkinu. Ljóst má þó vera að væntingar hópsins um að hægt verði að ljúka verkinu á árinu 2004 eru mjög raunhæfar og vel innan þess tíma sem sumir þing- menn og framkvæmdaaðilar telja að hægt sé að gera. Númer eitt er að samstaða sé um málið svo hægt sé að tryggja að fram- kvæmdin hefjist sem fyrst“, sagði Steinþór. Síðdegis í gær voru tæplega átta þúsund manns búnir að skrá sig á undirskriftalistann til stuðnings flýtingu tvöföldunar. Skráningin fer fram á heimasíðu Víkurfrétta www.vf.is. Borgararfundinum verður útvarpað í beinni út- sendingu á FM 87,7 sem er sendir útvarpsstöðvarinnar Mono. vSUBUJRV! Ferskleiki er okkar bragð.™ 40 | Alhliða fjármálaþjónusta Tjarnargata 12 230 Keflavík Sími 421 6600 Grundarvegur 23 260 Njarðvík Sími 421 6680 Sunnubraut 4 250 Garði Sími 422 7100 Víkurbraut 62 240 Grindavík Sími 426 9000 fyrir þig og þína Fax 421 5899 Fax 421 5833 Fax 422 793! Fax 426 8811

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.