Víkurfréttir - 11.01.2001, Blaðsíða 13
Nj arðvíkurmálinu
með dómssátt
lokið
✓
tgerð Njarðvíkur GK
hefur faliist á dóms-
sátt og greitt 350 þús-
und norskar krónur í sekt
vegna meintra ólöglegra
veiða á smáfiski í norskri
landhelgi í október í fyrra að
því er fram kemur í frétt
Fiskaren.
Forsaga málsins er sú að eftir-
litsmenn frá norsku strandgæsl-
unni fóru um borð í Njarðvík
úti á miðunum og á meðan þeir
voru um borð í bátnum var
nokkrum smáfiskum, sem
komu upp með línunni, hent í
sjóinn. Utgerð og skipstjóri
skipsins héldu því fram að um
einstakt atvik hefði verið að
ræða og hefði nokkrum fiskum
verið sleppt lifandi í hafið.
Norska strandgæslan féllst ekki
á þessi sjónarmið og voru skip-
stjóri og útgerð ákærð fyrir
stórfellt smáftskadráp.
Magnús Daníelsson, útgerðar-
maður Njarðvíkur, hélt því statt
og stöðugt fram að kæran ætti
ekki við rök að styðjast og
sagðist myndu fara með málið
fyrir dómstóla. í samtali við
InterSeafood.com sagði hann
að eftir að hafa skoðað málið
þá væri skynsamlegast að fall-
ast á dómssátt. Magnús ítrekaði
að kæra norsku strandgæslunn-
ar ætti ekki við rök að styðjast
og það væri blóðugt að þurfa
að sitja undir þessari ákæru en
kalt mat segði honum að réttast
væri að ljúka málinu hér og nú.
Reynslan sýndi að íslenskar út-
gerðir ættu erfitt með að sækja
rétt sinn til norskra dómstóla.
MUNUM EFTIR
LÖGGÆSLU-
MYNDAVÉLUNUM
Löggæsla á Reykjanes-
braut og tvöföldun
Undirritaður man vart
eftir jafn mikilli sam-
kennd meðal Suður-
nesjamanna eins og hugur
fólks er gagnvart tvöfölclun
Reykjanesbrautar. Segja má
að samhugur þessi sé einstak-
ur enda um að ræða gífurlegt
öryggismál fyrir alla lands-
menn.
Svo einkennilega sem það
hljómar þá hefur sex sinnum
verið flutt þingsályktun um
málið - studd öllum þingmönn-
um kjördæmisins - en ekki náð
framgangi í meðförum þings-
ins. Fyrst með síðustu vegaá-
ætlun tókst að fá verkið viður-
kennt! Ekki fyrr en s.l. vor! Þar
náðist í raun fyrsti áfangasigur
í málinu.
Næsta skref má segja að hafi
náðst þegar samgöngunefnd af-
greiddi vegaáætlun með þeim
athugasemdum að stefnt yrði
að því að ljúka verkinu 2006/7.
Þriðji áfanginn má segja að
hafi náðst við ítrekuðum spum-
ingum til samgönguráðherra
um vilja hans til að flýta verk-
inu enn frekar.
í bæði skiptin svaraði hann fyr-
irspumum undirritaðs á Alþingi
Hjálmar Árnason
jákvætt. í þessu felast pólitískar
viljayfirlýsingar. Þær opna fyrir
möguleika á frekari fram-
kvæmdahraða. Við útboð
verksins í byrjun árs 2002 er
því mikilvægt að séð verði fyr-
ir verklokum með fjárveiting-
um á Alþingi. Að því verki
vinnur þingmannahópur
Reykjaneskjördæmis. Sam-
staða almennings á Suðumesj-
um og eindreginn vilji sveitar-
stjóma á svæðinu hljóta að létta
mönnum þá vinnu. Ég tel því
ástæðu til að vera bjartsýnn á
að tvöföldun ljúki innan ásætt-
anlegra tímamarka.
Stóraukin löggæsla
á Brautinni
Að frumkvæði sýslumanna á
Suðumesjum hefur náðst sam-
komulag milli embættanna
tveggja um að leggja til sér-
stakt lið til eftirlits á Reykja-
nesbraut. Hygg ég að margur
sem ekur reglulega um veginn
hafi tekið eftir því að lögreglu-
bílar sjást nú oftar þar en
nokkru sinni. Fyrir vikið er é'g
ekki frá því að heldur hafi
dregið úr umferðarhraða.
Ástæða er til að fagna þessu
frumkvæði sýslumanna á Suð-
umesjum. Embættið á Vellin-
um á einungis að sinna vamar-
svæðinu og FLE. Með góðu
skipulagi og einbeittum vilja
gerðu embættin tvö með sér
gagnkvæman samstarfssamn-
ing sem miðar að þessari stór-
auknu löggæslu á Reykjanes-
braut. Ástæða er til að fagna
þesum aðgerðum embættanna
og þeirra ráðuneyta er þau
heyra undir. Öfiug löggæsla er
mikilsverð forvöm í umferð.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.
Viltu hætta að reykja?
Komdu í Apótek Keflavíkur og fáöu ítarlega, ókeypis
ráögjöf sérfræöinga um leiöir til aö hætta aö reykja.
Veittar veröa upplýsingar um reykingavarnir,
mismunandi leiöir til reykleysis og lyf gegn reyk-
ingum. Þú færð einnig upplýsingar um námskeiö
og aöra meðferðarmöguleika.
Apótek Keflavíkur
á morgun, föstudaginn 12. janúar
kl. 15 - 18.
Fagmennska í fyrirrúmi
Apótek Keflavíkur
Sími: 421 3200
GlaxoSmithKline
Samtök hjúkrunarfræðinga
og Ijósmæðra gegn tóbaki
íbúð óskast
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vantar litla
íbúð eða herbergi með sér baðherbergi
frá 1. febrúar nk. fyrir hjúkrunarfræðing.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Heilbrigðisstofnunar í síma 422 0580.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is
13