Víkurfréttir - 11.01.2001, Síða 20
Spurningin:
Ætlar þú á borgarafundinn
um tvöfóldun Reykjanes-
brautarinnar í Stapa í kvöld?
Erla Helgadóttir,
bókavörður:
Ég er ekki viss um að ég geti
mætt en ég er búin að skrifa mig
á undirskriftalistann á heimasíðu
Víkufrétta, www.vf.is.
Baldur Jóhann Þorvaldsson,
nemi í FS:
Ég veit ekki hvort ég á heima-
gengt en ætli ég skrifi mig ekki á
listann næst þegar ég fer á Netið.
Mér líst vel á baráttuna fyrir tvö-
földun en það þarf líka að breyta
hugsunarhætti fólks. Ég hef oft
orðið var við að sumt fólk telur
sig vera ódauðlegt í umferðinni,
en ég veit að það er ekki svo.
Árni Einarsson, smiður:
Já, ég ætla að mæta á fundinn og
að sjálfsögðu skrifa ég mig á
undirskriftalistann á Netinu.
Valdimar Kristjónsson,
smiður:
Já, ég ætla að mæta og ég
hyggst líka skrifa mig á listann.
Mér finnst baráttan fyrir tvöföld-
un mjög jákvæð.
Áslaugur Einarsson,
smiður:
Já, ég ætla mæta en mér finnst
vera kominn tími til að gera eitt-
hvað við Brautina. Mér líst vel á
það sem áhugahópur um tvöföld-
un hefur verið að gera því það
þarf að vekja þingmennina okkar
til umhugsunar.
„Lítum björtum
augum til framtíöar"
segir Sigurður Jónsson sveitarstjóri í Garði
s
Garðinum eru nú íbúar samkvæmt
tölum Hagstofunnar frá l.des. s.l.
1209. Þar er um 2,5 % fjölgun að
ræða frá síðasta ári. Ef litið er á tímabil-
ið frá 1990 til 2000 hefur íbúum fjölgað
úr 1074 í 1209 eða um 12,6 %, sem er
næst mesta fjölgun í sveitarfélögum á
Suðurnesjum.
„Við horfum björtum augum til framtíðar-
innar og teljum allar líkur á því að þessi
þróun í átt til fjölgunar muni halda áífam á
næstu árum. Einstaklingar eru að byggja
og hafa sýnt áhuga á að fá lóðir til bygg-
inga“, segir Sigurður Jónsson sveitarstjóri
Gerðahrepps.
Verktakafyrirtækið Búmenn eru byrjaðir
að byggja í Utgarði og munu rísa þar tíu
íbúðir. Bragi Guðmundssdon er með í
byggingu nokkrar íbúðir við Lindartún og
Hjalti Guðmundsson hefur fengið úthlut-
aðri lóð og ætlar að byggja nokkrar íbúðir í
fjölbýlishúsum. Ibúðalánasjóður hefur
samþykkt að veita Gerðahreppi heimild til
úthlutunar viðbótarlána ailt að 23 milljón-
um.
i-------------------------1
! Stækkun !
! Gerðaskóla!
! framundan!
i „Stærsta verkefnið sem framundan er |
] hjá Gerðahreppi er að ráðast í stækkun ]
i Gerðaskóla til að geta uppfyllt ákvæði i
i laga um einsetningu grunnskóia“, segir i
] Sigurður Jónsson sveitarstjóri Gerða- ]
] hrepps þegar hann er spurður um fram- ]
i kvæmdir á nýja árinu. „Hönnunarvinna i
] er í gangi og mun hreppsnefnd innan ]
] tíðar taka ákvörðun um framhald verks- j
i ins.“
i Atvinnuástand í Garðinum hefur verið i
] nokkuð gott að undanfömu og fáir sem ]
j eru á atvinnuleysisskrá. „Komi ekki til ]
i verkfalla hjá sjómönnum og sjórinn gefi i
i þokkalega ætti atvinnuásandið að geta ]
] orðið gott á árinu 2001“, segir Sigurður. ]
i_________________________i
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar:
Hjálpumfólki til sjálfshjálpar
Anæstu vikum munu starfsmenn
Fjölskyldu- og félagsþjónusta
Reykjanesbæjar kynna starf-
semi stofnunarinnar í síðum Víkur-
frétta. Starfsemi stofnunarinnar er
mjög fjölþætt en meðal málaflokka
sem þar eru teknir fyrir eru málefni
aldraðra, fatlaðra, barnavernd, hús-
næðismál o.s.frv. Hjördís Árnadóttir,
félagsmáiastjóri, ríður á vaðið í þessari
viku og fjallar almennt um starfsemi
Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar.
Gleðilegt ár ágœtu íbúar Reykjanesbœj-
ar.
Eins og einhver ykkar hafa eflaust tekið
eftir, hefur Fjölskyldu- og félagsþjónusta
Reykjanesbæjar, lagt á það áherslu á síð-
ustu árum með ýmsu móti, að kynna
starfsemi sína og þá fjölbreyttu þjónustu
sem bæjarbúum
gefst kostur á að
sækja til hennar.
Með því að gera
þjónustuna sýnilegri
og um leið aðgengi-
legri teljum við að
með tímanum megi
þurrka út aldagamla
fordóma sem fylgt
hafa einstökum
þáttum félagsþjón-
ustu, s.s. framfærslu og bamavemd.
Við finnum að þróunin er að breytast og
fólk leitar til okkar í mun ríkara mæli en
áður. Sumir með einföld mál sem auðvelt
er að leysa, aðrir með mun erfiðari mál
sem geta tekið langan tíma og mikla
vinnu, þar til viðunandi lausn er fundin.
Eitt aðal markmið félagsþjónustulaganna
er að sveitarfélögin hjálpi fólki til sjálfs-
hjálpar með skipulögðum hætti og eftir
því starfar Fjölskyldu- og félagsþjónusta
Reykjanesbæjar. Þar er lögð áhersla á að
hjálpa fólki til að finna leiðir til sjálfs-
hjálpar.
Sem lið í þeirri viðleitni að kynna þjón-
ustuna höfum við, starfsmenn Fjöl-
skyldu- og félagsþjónustunnar, ákveðið
að skrifa stutta pistla, um ýmis málefni
tengd starfsemi okkar, sem munu birtast
mánaðarlega í Víkurfréttum á þessu ári.
Það er von okkar að þið takið vel á móti
okkur, en við munum leggja okkur fram
um að taka vel á móti ykkur, þegar og ef
þið leitið eftir þjónustu.
Verið velkomin.
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri
20