Alþýðublaðið - 13.12.1919, Síða 4

Alþýðublaðið - 13.12.1919, Síða 4
4 álÞýðubláðið cflllar jólavörur fáið þér beztar og ódýrastar í cyHaupfélacji verfiamannaf Laugaveg 22 A. Sími 728. X. O. O. T. Umdæmisstúkan nr. 1 heldur fund á morgun kl. 5 e. h. í G.t.-húsinu í Reykjavík. Auk venjulegra mála verður rætt um næstu bæj arstjórnarkosnin gar. Sitt hvað úr sambandsríkinu. Fríhöfnin I Kaupm.höfn. í fyrra mánuði voru liðin 25 ár síðan Fríhöfnin í Kaupmanna- höfn var opnuð til notkunar fyrir skip, og var þá mikið um dýrðir þar, því jafnftamt áttu margir starfsmenn hennar 25 ára em- bættisafmæli. Ljótar aðfarir. Daginn eftir að járnbrautarslys- ið varð hjá Vigerslev kom í ljós að stolið hafði verið af sumum þeim er orðið höfðu fyrir slysun- um. Af einum, sem var í andar- slitrunum þegar hann var borinn burt frá vagnarústunum, var stol- ið 2000 kr., sem hann hafði á sér. Böndin bárust brátt að manni, sem Verhein hét, og var allþekt- ur sem kappreiðamaður á hjóli. Dýrt hrennivín. Maður nokkur, Harald Jensem að nafni, stal brennivínsflösku sama daginn og honum var hleypt út úr betrunarhúsinu, en þar hafði hann verið í 18 mánuði, dæmdur fyrir þjófnað. Nú er álitið að hann verði dæmdur í minst 18 mánaða betr- unarhússvist á ný, fyrir brenni- vínsstuldinn. Það má því segja, að þetta sé dýrt brennivín, og það ekki eingöngu fyrir manninn, þeldur einnig fyrir danska ríkið, sem verður að kosta uppihald og gæzlu hans í betrunarhúsinu, sem á 18 mánuðum nemur varla minna en 2000 kr. Hvenær ætli að menn hætti annars að „betra" afbrotamenn á þann hátt, sem nú tíðkast? Smámynt úr nihhel. í ráði er að danska ríkið gefr út smámynt (10, 25 og 50 eyr- inga) úr nikkel í stað silfurs. Komið hefir til mála, að slá þá nýja smámynt, 15 eyringa; er talið að þeirra sé mikil þörf, til þess að flýta fyrir afgreiðslu, nú eftir að alment burðargjald í Dan- mörku og sporvagnagjöld í Khöfn hafa verið hækkuð upp í 15 aura. Dm iagjfln og ?egian. Ný kvæðabók. Margir kannast við Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, vegna kvæða þeirra, er birzt hafa eftir hann nú síðustu árin, og er engin furða, þvíkvæð- in hans hafa vakið eftirtekt. Mjög bráðlega, jafnvel fyrir jólin, kem- ur út heil kvæðabók eftir þetta unga, en mjög efnilega skáld, sem sagt er að Stephán G. Stepháns- son hafi sagt um, að kvæðin hans væri líkari kvæðum þaulæfðs skáld- mærings, en ungs manns á lista- brautinni. Vafalaust verður kvæða- bókin hans Davíðs kætkomin öll- Linnr flókahattur fund- inn á götunni. Vitjist á afgr. Alþbl. Fyrír jólin þurflð þér að láta „lakkera" olíuofnana yðar á Laugaveg 27. Jólagjaiir. Stofuprýði. Myndir — innrammaðar — af Jóni Sig- urðssyni forseta, Matth. Joch- ums8yni, Jónasi Hallgrímssyni, Yaldimar Briem o. fl. eru til sýnis og sölu á afgreiðslu Alþýðu- blaðsins. — Verðið lágt. — Heppi- Jegar jólagjafir við hvers manns hæfi. um, einkum þó unga fólkinn, og jólagjöf verður hún hin bezta. Stúdentafélag Háskólans hélt fund í gær til þess að íæða um stúdentabústað. Hóf Ingólfur Jóns- son, stud. juris umræður og benti á þörfina á því, að reisa náms- fólki yfirieift bústað eða bústaði. Var auðhoyrt á fundarmönnum, að áhuginn fyrir því, að þetta afarnauðsynlega mál komist sem fyrst í framkvæmd, er þegar vakn- aður. Enda er það varlá furða, þar sem nú mun svo ástatt, að sumir stúdentar eru svo að segja á götunni, Nefnd var kosin í mál- ið til þess að halda því vakandi, og verður það vonandi til þess, að hrinda málinu áleiðis á ein- hvem heppilegan hátt. »(xulifoss<( kom í morgun og hefir hann tafist furðulengi á Vestfjörðum, og er það að von- um, þegar litið er á hve afgreiðsla er oft léleg, þar sem skip koma sjaldan. í Hafnarfirði hefir fólkinu fjölgað um 100 siðastliðið ár, og lítur út fyrir að bærinn sé að byrja að stækka aftur eftir kyr- stöðuna á stríðsárunum. Nú sem stendur er næg atvinna í bænuni og er meðal annars verið að smíða þar allmörg hús. Kaupgjaldið mun pað sama og hér. Riös tjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friöriksson. P.tntsmiðjau Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.