Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.07.2001, Page 5

Víkurfréttir - 26.07.2001, Page 5
VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BARÐARSON Slökkviliðið nýkomið á vettvang brunans. ■ Eldur laus í íbúð við Suðurgötu: Skemmdir af reyk og vatni Nokkrar skemmdir urðu í íbúð við Suðurgötu í Keflavík eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Kona með tvö böm flúði út úr hús- inu er hún heyrði í reyk- skynjara og var slökkvilið kallað á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Eldur kom upp í skáp í eldhúsi og brann vatnsslanga að upp- þvottavél í sundur. Heitt vatn fór að leka í íbúðinni. íbúamir voru sofandi í kjallara íbúð- arinnar og vöknuðu við reyk- skynjara sem lét ófriðlega. Slökkvilið Brunavarna Suð- umesja slökkti eldinn fljótt en þykkur reykur var í íbúðinni og ekki vitað hvar upptökin vom. Þau fundust í eldhússkápnum við sorptunnu að sögn Sig- mundar Eyþórssonar slökkvi- liðsstjóra. Reykkafarar slökkviliðsins björguðu heimilis-hamstrinum sem var feginn að komast út í ferskt loft. Göngustígar ofan Heiðarbóls Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka tilboði frá Rekunni að upphæð kr. 2.942.000 í verkið Göngustígar ofan Heið- arbóls 2001 en tilboðið er 81,6% af kostnaðaráætlun. Kostnaðar- áætlun var 3.605.430 kr. Hryggurinn skelfur Lítit jarðskjálftahrina hófst á Reykjanes- hrygg klukkan 18:23 sl. sunnudagskvöld og var upptakasvæðið um það bil 80 kílómetra vestsuðvestur af Reykjanestá. Stærsti skjálftinn varð klukk- an 18:39 og mældist 3,1 stig á Richterskvarða. Að auki hafa mælst tveir skjálftar af stærðinni 2,9 á Rict- erskvarða, sá fyrri klukkan 18:23 á sunnudag og sá síðari klukkan 18:56. Hunangsreyktar og úrbeinaðar svína kótilettur 20% afslánur við kassa Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 5 Allar upplýsingar birtar með fyrirvara um prentvillur og ófyrirsjáanlegar breytingar. Stafræna Hugmyndasmiðjan /2779

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.