Víkurfréttir - 26.07.2001, Blaðsíða 14
Garðar Andrésson
Fæddur 20. mars 1935
Dáinn 5.júlí2001
Hví ert þú horfinn, ó ástvinur minn?
sem hjarta mitt áttir, nú söknuð ég finn.
Því enginn í veröld það gæti mér veitt
er veittir þú mér, ó við unnumst svo heitt.
Og brosið þitt bjarta var fagurt og hlýtt
er bauðstu mér faðm þinn, mér fannst allt svo nýtt.
Þú hjarta mitt sigraðir hljóðlega þá.
Þér helga ég líf mitt, uns fölnar mín brá.
Frá mörgu er að minnast þó stutt væri stund
er máttum við njótast á jarðneskri grund.
Þær minningar geymi með gleði hjá mér
því gleði og hamingju fékk ég hjá þér.
Þó dauðinn nú kveði sinn kveljandi dóm
á kyrrlátum degi við klukknanna óm.
Við sjáumst samt aftur til eilífðar þá
já sorganna myrkur þá hverfur mér frá.
Ó pabbi minn kæri við kveðjum þig nú
og kossa þér sendum með kærleik og trú,
við þakka viljum þér pabbi minn
er veikri hendi þú straukst okkar kinn,
við kveðjum þig öll í hið hinsta sinn
þú hjartkæri faðir og maðurinn minn.
Við klukknanna óma við kveðjum þig hljótt.
Með kossi við bjóðum þér góða nótt.
Kveðja frá eiginkonu og börnuni.
Innilegar þakkir færum vid
öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa
Sighvats Jóns Gíslasonar,
Aðalgötu 5,
Keflavík
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Garðvangi
fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Ingveldur Hafdís Guðmundsdóttir
Gísli Steinar Sighvatsson ÓlöfSteinunn Ólafsdóttir
Sigrún Sighvatsdóttir Karl Georg Magnússon
Steinunn Sighvatsdóttir Gunnar Þórarinsson
Guðmundur Ómar Sighvatsson Kristín Haraldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Keflavík og Grindavík
slegin úr bikarnum!
Grindvíkingar töpuðu
heimaleik sínum gegn
Fylki í 8 liðum úrslitum
Coca-Cola bikarsins og féllu
þar með úr keppninni.
Við leikslok var staðan 1-1 en
Ólafur Stígsson átti fyrsta mark
leiksins fyrir Fylkismenn á 52.
mínútu. Markið hleypti Grind-
víkingum upp og einungis mín-
útu seinna jafnaði Óli Stefán
Flóventsson munin. I fram-
lengingunni kom Gunnar Þór
Pétursson gestunum yfir með
skoti utan vítateigs á 97. mín-
útu. Fylkismenn tryggðu síðan
sigur sinn þegar Steingrímur
Jóhannesson skoraði þriðja
mark Fylkis á 119. mínútu
leiksins. Öll Suðumesjaliðin
em því dottin út úr keppninni
um Coca-Cola bikarinn.
KA sló út Keflavík
Keflvíkingar eru fallnir úr
keppninni um Coca-Cola bik-
arinn eftir 2-1 tap gegn 1.
deildarliði KA á Akureyri.
Keflvíkingar voru sterkari í
byrjun leiks en KA-menn rifu
sig upp jtegar nokkuð var liðið
á fyrri hálfleik. Þprvaldur Mak-
an Sigbjömsson skoraði mark á
38. mínútu en það mark var
dæmt af vegna hendi. I seinni
hálfleik komu heimamenn
sterkir inn á og Gunnleifur
Gunnleisson mátti hafa sig all-
an við í markinu. Þegar leið á
leikinn komust Keflvíkingar að
komast inn í leikinn og á 78.
mínútu komust gestimir yfir
með marki frá Hauk Inga
Guðnassyni en stuttu seinna
jafnaði Elvar Sigurþórsson. A
87. mínútu kom Þorvaldur
Makan Sigurbjömsson heima-
mönnum yfir þegar hann skor-
aði sigurmarkið.
Grétar Hjartarson í slag
við Þórhall Dan um
boltann í leik Grindavíkur
og Fylkis fyrir síðustu
helgi sem endaði með
0:4 sigri Fylkis.
Bikarleikurinn endaði
með 1:3 sigri Fylkis.
Páll skaut
73 dúfun
í blíðunni
Fyrsta innanfélagsmót
Skotdeildar Keflavíkur
var haldið í blíðskapar
veðri í síðustu viku á svæði
félagsins.
Menn komu vel undan vetri og
skaut Páll Guðmundsson 50
dúfur en alls voru 75 dúfur
skotnar. Urslit urðu þessi:
Páll Guðmundsson 73 dúfur
Guðni Pálsson 68 dúfúr
Guðmundur B. Guðlaugsson 66 dúfur
Ami Pálsson 65 dúfur
Guðmundur Oskarsson 65 dúfur
f Jafn leikur Grindavíkur og FÍI |
Stelpumar úr meistaradeildarliði Grinadvíkur mættu ]
FH-stúlkum í Grindavík fyrir helgi. Leiknum lauk ]
með 1-1 jafntefli.
i Erla Dögg Sigurðardóttir mark á 11. mínútu og kom Grindvík- ]
] ingum yfir. Eftir mark Grindvíkinga færðist heldur betur fjör í ]
] leikinn og á 31. mínútu náðu FH-stúlkur að skora með marki ]
i Silju Þórðardóttur. í seinni hálfleik áttu bæði liðin nokkur færi i
] en ekkert þeirra endaði með marki. Grindvíkingar eru nú í 5. ]
] sæti Símadeildarinnar með 11 stig, næsti leikur liðsins er við ]
] Val miðvikudaginn 8. ágúst í Hlíðarenda.
i_________________________________________________i
14