Víkurfréttir - 22.11.2001, Blaðsíða 11
kveðin tíma á meðan aðstæður
þeirra eru kannaðar út frá
bamavemdarlögum, þ.e. ef
gmnur er um kynferðislega
misnotkun, ofbeldi og/eða van-
rækslu. Vistunarúrræði em fá
en Reykjavíkurböm er eina
sveitarfélagið á landinu sem
hefúr burði til að reka slík
heimili.
Hvernig eru meðferðarúr-
ræði fyrir börn og unglinga í
neyslu?
„Nokkur meðferðarheimili em
rekin á vegum Bamavemdar-
stofú. Eitt heimilið er fyrir böm
í neyslu en hin fyrir böm með
hegðunarvandamál. Oft kemur
í ljós að þegar böm em komin í
meðferðina að þau em líka í
neyslu, þó að hún sé kannski
ekki ástæðan fyrir því að þau
em vistuð. Það er erfítt að
komast í meðferð og það er því
algjör lúxus fyrir þessi böm
sem komast að. Ég man ekki
eftir nema einu tilviki þar sem
meðferð hefúr ekki skilað til-
ætluðum árangri. Við sjáum
böm sem em á hraðri leið í
glötun með líf sitt, en það snýst
við og þau eignast gott líf.“
Hvernig gengur ykkar sam-
starfvið Foreldrahús-Vímu-
laus æska og hvernig hafa
bæjarbúar tekið þessari
þjónustu?
„Foreldrahús hefúr verið starf-
rækt í nokkur ár í Reykjavík og
ákveðið var að setja upp að-
stöðu hér til reynslu, af ffum-
kvæði foreldra hér sem hafa
góða reynslu af samstarfinu við
Foreldrahúsið sem eiga dreng
sem var í neyslu en er nú í
meðferð. Þessi þjónusta er fyrir
foreldra bama sem em í neyslu
og foreldra sem hafa áhyggjur
af því að bamið þeirra sé í
neyslu, áfengis- og/eða eitur-
lyQaneyslu. Hjá Foreldrahúsi
geta foreldrar fengið stuðning
ffá foreldrum með svipaða
reynslu. Reynslan hefúr reynd-
ar verið sú að enn er lítil að-
sókn að þessari þjónustu.
Við höldum að það sé vegna al-
mennrar hræðslu fólks við að
opinbera sig. En við höfúm trú
á þessu og allt svona tekur
tíma. I litlu samfélagi þá leggur
fólk saman tvo og tvo en það er
líka eitt af því sem við verðum
að læra. Við getum ekki lifað í
samræmi við það sem fólkið í
kringum okkur er að tala um.
Við verðum bara að horfa á
það sem er okkur næst og gera
okkar besta.“
H\ aða úrræði hafið þið þegar
vista þarf börn vegna erfið-
ieika á heimilinu?
„Okkur vantar sárlega vistunar-
úrræði en þegar bamavemdar-
mál em í vinnslu, þarf stundum
að taka böm út af heimilinu.
Það getur verið af margvísleg-
um ástæðum, t.d. mikillar
neyslu foreldra, gruns um kyn-
ferðislegt eða líkamlegt ofbeldi
eða almenna vanrækslu. Öllum
sveitarfélögum á landinu utan
Reykjavíkur vantar slík vistun-
arúrræði en þetta er mjög dýrt
og Reykjavíkurborg er eina
sveitarfélagið sem hefúr bol-
magn til að reka slík heimili.
Til að mæta þessu höfúm við
komið okkur upp fjölskyldum
til að mæta þessari þörf. Eins
og er þá getum við vistað böm
sem eiga erfitt hjá ákveðnum
fjölskyldum hér í bæjarfélagin.
Það er kostur en hitt er talið
betri kostur, því þá getur farið
fram rannsókn í leiðinni líka á
samskiptum foreldranna og
bamsins. Þá er hægt að með-
höndla málið betur, þ.e. finna
út hvað er hægt að gera til að
hjálpa öllum aðilum að vinna
úr þessu mynstri. Það er mögu-
leiki að sveitarfélög á Suður-
nesjum tækju sig saman og
opnuðu slíkt heimili, þá gæti
bamið sótt áfram sinn skóla
o.s.frv. En eins og fyrr segir þá
strandar þetta yfírleitt alltaf á
fjármagni."
Öflugt tómstundastarf
í bæjarfélaginu
Talað hefúr verið um að endur-
skipuleggja æskulýðsstarf í
Reykjanesbæ þar sem félags-
miðstöðin Fjörheimar, er fyrir
löngu orðin of lítil. Hjördís er
„ Við eigum ekki að búa til
grýlur úr sjálfsagðri þjónustu,
eins og t.d.félagsþjónustu, geð-
þjónustu, áfengisvarnafundum
eins ogAl anon ogAA. Sú þjón-
usta sem stendur bœjarbúum
til boða, hvaða nafni sem hún
kallast, á ekki að vera
leyndarmál eða til að
skammast sín fyrir. “
sammála því en bendir jafn-
framt á öflugt íþrótta- og tón-
listarstarf.
Hvaö með skipuiag tóm-
stundastarfs fyrir börn og
unglinga - stendur til að
brejta því?
„Allt tómstundastarf heyrir
undirTIR. Stefnan er sú að
tómstundastarf verði inní skól-
unum en síðan verði ein mið-
stöð, sem rekin er af tóm-
stundaráði. Fjörheimar sinna
því hlutverki í dag þó að þeir
séu spmngnir. Nú er verið að
skoða ýmsar leiðir í þessum
málum en mér skilst að krakkar
í Keflavík séu famir að sækja
Fjörheima líka. Þrátt fyrir það
em Fjörheimar svo lítill staður
að þeir koma aldrei til með að
geta tekið allan þennan fjölda.
Eg tel að tómstundastarf í bæj-
arfélaginu sé mjög gott en það
er margt í boði fyrir utan skól-
ana. Hér er t.d. mjög öflugt
íþrótta- og tómstunda starf svo
ekki sé minnst á tónlistarskól-
ann. Þegar minnst er á íþróttir
má benda á að það er alltaf
ákveðinn hópur sem er ekki
gefinn fyrir keppnisíþróttir en
vilja samt hreyfa sig og vera
með. Mér sýnist sem íþróttafé-
lögin séu farin að taka tillit til
þessa hóps og em með eitthvað
í boði fyrir þau, sem er af hinu
góða.“
Eigum ekki að þurfa að skammast
okkar fyrir að sækja þjónustu
Unglingamóttakan opnaði nýlega á Hafnargötunni
þar sem unglingar geta komið og leitað ráða hjá
hjúkmnarfræðingum og læknum og fengið fyllstu
nafnleynd. Hjördísi fínnst þessi tilraun góðra
gjalda verð en stendur samt fast á því að fólk eigi
ekki að þurfa að fara með slíka þjónustu í felur þar
sem hún sé sjálfsagður hlutur. Hið sama gildi um
félagsþjónustuna.
Nú hcfur unglingamóttaka opnaö á Hafnargöt-
unni og er ætlaö aö sinna unglingum sem vilja
síður fara á hcilsugæslustöðina til að fá þjón-
ustu. Finnst þér þessi starfsemi eiga rétt á sér?
„Já, þetta er gott upp að ákveðnu marki en það
þarf að gæta þess vandlega að þar séu ekki ffamin
nein lögbrot, þ.e. að böm séu ekki að gera eitthvað
í skjóli „trúnaðar" sem foreldrar vita ekki um, en
eiga að vita um samkvæmt lögum. Slíkan stað
hefúr vantað ef það er rétt að krakkar séu hræddir
við að leita niður á heilsugæslu. Ég er reyndar
þeirrar skoðunar að við eigum ekki að búa til grýl-
ur úr sjálfsagðri þjónustu, eins og t.d. félagsþjón-
ustu, geðþjónustu, áfengisvamafundum eins og A1
anon og AA. Sú þjónusta sem stendur bæjarbúum
til boða, hvaða nafni sem hún kallast, á ekki að
vera leyndarmál eða til að skammast sín fyrir. Ef
að við sem veitum þjónustuna, teljum að fólk
þurfí að skammast sín fýrir að sækja hana, þá
skammast fólk sín fyrir það. Við þurfúm að breyta
þessu hugarfari. Ég sé því ekki að það sé endilega
rétt að fara með heilbrigðisþjónustu fyrir böm í
felur. Þetta á að vera eðlilegur hlutur. En það má
vel vera að það sé gert til að ná til krakkanna. Ég
ætla því ekki að gera lítið úr þessu ffamtaki en ég
vil meina að félagsþjónustan hér hefur eflst og
blómstrað m.a. vegna þessa hugarfars okkar, þ.e.
að við sjálf lítum á félagsþjónustuna sem jákvæða
þjónustu."
Kampakátir starfsmenn
Reykjanesbæjar á
bæjarskrifstofunum
Tjarnargötu 12 í Keflavik.
11