Víkurfréttir - 22.11.2001, Blaðsíða 14
MILLJÓNA VIÐSKIPTI CANADA 3000 ÚT UM GLUGGANN
Viltu starfa erlendis í 1-3 ár?
Einstaktvidskiptatækifæri. Mikiirtekjumöguleikar.
Leitað er eftir fjárhagslega traustum aðila til
að takastá við spennandi verkefni.
Öllum fyrirspurnum svarað.
Fullum trúnaði heitið.
Svör sendist til skrifstofu
Víkurfrétta, Grundarvegi 23, Njarðvík
merkt: „Útr- 2001“
Bókasafn
Reykj anesbæj ar
Breyttur opmmartími
Jmðjudaginn 27. nóvember 2001
Opið frákl. 16 20
y ~ Snn WtSL*uM swnHH
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja
Opið alla daga frá kl. 8-20.
Vegna árshátíðar starfsmanna
verður LOKAÐ sunnudaginn
2. desember nk. frá kl. 8-13.
Minnum á opnunartímann
yfir hátíðarnar
Aðfangadagur opið frá kl. 8-12,
Jóladagur Lokað,
2. íjólum Lokað,
Gamlársdagur opið frá kl. 8-12,
Nýársdagur Lokað.
Sorpeyðingarstöð
Suðurnesja sf.
Hafnavegi • Njarðvík • Sími 421 1088
„Mikilvægt að lögð
sé fram stefna um
framtíð flugvallarins“
- segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur
Steinþór Jónsson með líkan af þotu frá Canada 3000.
Framtíð Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar liefur verið
mikið til umræðu af ýms-
um ástæðum á liönum mánuð-
um. Meðal annars hefur verið
rætt um hvort flytja eigi innan-
landaflug frá Reykjavík til
Keflavíkur, rekstur verslana í
flugstöðinni hefur ekki gengið
sem skyldi og nú síðast hvernig
eigi að markaðssetja flugvöll-
inn. Steinþór Jónsson, hótel-
stjóri Hótel Keflavíkur hefur
ákveðnar skoðanir á þessum
málum og gagnrýnir fyrrver-
andi stjórnendur ferða- og
flugmála fyrir að hafa ekki
reynt að haida í viðskipti við
kanadíska flugfélagið Canada
3000 á árunum 1995-1999.
Þau viöskipti skiluðu fyrir-
tækjum á Suðurnesjum um-
talsverðum tekjum og tryggðu
gríðarlega aukningu á ferða-
mönnum frá Kanada. Stein-
þór segir að þeir sem komi að
þessum málum í dag verði að
marka sér skýra stefnu um
framtíð flugvallarins og þá
möguleika sem staösetning
hans bíöur uppá.
Hættu lendingum á íslandi
Canada 3000 var í stórviðskipt-
um á Islandi á árunum 1995-
1999 og var þá næst stærsti við-
skiptavinur flugvallarins á eftir
Flugleiðum, með allt að 16 lend-
ingum á viku. Fyrirtækið fór ný-
lega í greiðslustöðvun en ástæður
slæms gengis fyrirtækisins að
undanfomu er m.a. yfirtaka þess
á tveimur minni flugfélögum
sem stóðu illa að vigi. Mikill
uppgangur var hjá félaginu fyrstu
árin og þegar það hætti lending-
um á Islandi haustið 1999 stóð
félagið traustum fótum.
„Á ámnum 1998-1999 fór félag-
ið út í mikla endumýjun á flug-
flotanum sem gerði m.a. að verk-
um að nýrri og stærri vélar þurftu
ekki lengur að lenda á Keflavík-
urflugvelli. Þessi endurskipu-
lagning skilaði félaginu umtals-
verðum hagnaði og tryggði stöðu
þess enn frekar. Á sama tíma
börðust önnur kanadísk flugfélög
á bökkunum, m.a. Royal Air og
CanJet. Canada 3000 ákvað að
taka yfir þau íyrirtæki árið 1999
en ég tel að sú ákvörðun hafi
verið úrslitavaldur fýrir að félag-
ið var nýlega lýst gjaldþrota. Þess
má geta að ríkisstjórn Kanada
bauð félaginu 75 milljón dollara
lán til að takast á við erfiðleikana
en af einhvetjum ástæðum tókst
félaginu ekki að uppfylla skilyrði
fyrir lánveitingunni."
Miklar tekjur til Suðurnesja
Að sögn Steinþórs var korna
Canada 3000 eitt mesta fram-
faraverk sem hann hefur sjálfúr
staðið fyrir enda var það ekki
bara fyrirtæki hans, Hótel Kefla-
vík, sem hafði hag af á þessum
viðskiptum við kanadíska flugfé-
lagið. Flugleiðir sáu m.a. um alla
matarbakka i þotumar til og frá
landinu og flugvöliurinn fékk
einnig miklar tekjur af lendingar-
gjöldum svo ekki sé minnst á
óbein áhrif viðskipta vegna
áhafha og farþega flugfélagsins.
Hér er því verið að tala um hund-
ruði milljóna króna i viðbótar-
tekjur fyrir íslenskt þjóðfélag.
„Á þessum árum jókst ferða-
mannafjöldi frá Kanada um
mörg hundruð prósent. Mér
finnst því undarlegt þegar ég
hugsa til baka, hvað stjómvöld,
flugmálayfirvöld og forsvars-
menn ferðamála á þessum tíma
hafi ekki séð ástæðu til að hafa
samband við mig eða stjórn-
endur Canada 3000, til að við-
halda og auka samskipti milli
Kanada og Islands. Eg sé það
fyrir mér sem stór mistök sem
ekki verða bætt úr þessu. Sú
staðreynd að einn stærsti við-
skiptavinur flugvallarins skuli
ekki hafa verið boðaður til fund-
ar meðan á viðskiptunum stóð
til viðræðna um áframhaldandi
flug til íslands, af ofangreindum
aðilum, er með ólíkindum", segir
Steinþór.
Þurfum að marka
okkur stefnu
I dag em óvissutímar í flugvallar-
málum íslendinga en að mati
Steinþórs er mikilvægt að lögð sé
fram stefna um framtíð flugvall-
arins og tryggja Flugleiðum
traustan rekstrargrundvöll um
leið og nýjir möguleikar eru
kannaðir í hvívetna. „Flugvöllur-
inn er undir góðri stjóm i dag og
hefur sem slíkur verið í mikilli
uppbyggingu enda getur völlur-
inn annað mun meiri umferð en
um hann fer i dag. Það er því for-
svarsmanna í ferðamálum og
stjómvalda að leita nýrra leiða
til að ná inn viðskiptum á nýjum
mörkuðum. Við verðum að horfa
til framtíðar og nýta okkur alla
þá ijölbreyttu möguleika sem
styrkt geta íslenska ferðaþjón-
ustu“, segir Steinþór að lokum.
14