Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 24.01.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 24.01.2002, Blaðsíða 14
VOGAR.IS Spinnitu) í hádeqii Hlakka tií að sjáykkun ma Hiímir /ncjijónsson kennir spinnincj í hádeginct. Hejst nk. jriJjndag 29.janáar. kl 12.10 -12.50 þriðjudacja ocj p'mmtadaga w k L k Á Á 4 'LzL^Li^N Daglega á Netinu www.vf.is Verslunarmannafélag Suðurnesja ALLSHERJAR- ATKVÆÐAGREIÐSLA Samþykkt hefur vertð aó vtóhafa allsherj aratkvceöagreióslu um kjör stjórnar og trúnaóarráós Verslunarmannafélags Suóurnesja fyrtr ártó 2002. Kosió er um formann, 3 fulltrúa í stj órn og 3 til vara, 7 fulltrúa í trúnaóarráó og 7 til vara, 2 félagslega skoóunarmenn og 1 til vara. Framboösltstum sé sktlaó á skrtfstofu Verslunarmannafélags Suóurnesj a, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbce, eigi síóar en kl. 12. fimmtudaginn 31. janúar nk. Öórum listum en lista stjórnar skulu fylgja meómœli 50 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn. Ný heima- síða fyrir Voga opnuð Jóhanna Reynisdóttir, sveitastjóri Vatnsleysu- strandahrepps, opnaði nýja og endurbætta hcimasíöu fyrir svcitafélagið fyrir helgi. Fyrirtækið Hugvit hannaði síð- una og hefur unnið að gerð hennar síðan í haust, töluvert var notað úr gömlu síöunni en cinnig er að finna nýjungar á henni. Fyrst ber að nefna að Vatnsleysustrandahrcppur hef- ur gert samning við form.is um norkun rafrænna eyöublaöa fyrir hrcppinn, þetta þýðir að íbúarnir geta farið inn á hcimasíðuna og sótt um leik- skólapláss og ýmislcgt annað sem boöiö cr upp á. Jóhanna segir þctta vera mikinn tíma- sparnaö fyrir íbúa Vatnsleysu- strandahrcpps sem og fyrir hrcppinn sjálfann, eins sé þctta umhverfisvæn aðferð því pappírssparnaöur er í því að nálgast umsóknareyðublöð raf- rænt. „Eg vænti þess að íbúar hrcppsins nýti sér heimasíðuna í auknu mæli, skoði hvað er að gerast í sveitafélaginu og eins vona ég að fólk notfæri sér um- sóknareyðublöðun frá form.is því það auðveldar alla vinnu við umsóknirnar“, sagði Jó- hanna eftir að hún hafði opnað hinn nýju og glæsilegu heima- síðu hreppsins. Jón Ingi Baldvinsson, aðstoðar- skólastjóri Stóru-Vogaskóla, hef- ur verið ráðinn til að uppfæra vefinn og setja nýjar upplýsingar inn eflir því sem þær berast. Slóð heimasíðunnar er www.vogar.is SKÚLI SKÚLASON SKRIFAR UM ALZHEIMER Er sambyli lausnin ? Þó svo að Alzheimer -sjúkdóm- urinn hafi verið uppgötvaður í kringum 1907 hafa læknavísind- in ekki íúndið við honum lækningu. Otal rannsóknir hafa verið gerðar til þess að varpa ljósi á sjúkdóm- inn, nú síðast í janúar 2002 segj- ast vísindamenn við háskólann í Kalifomíu hafa þróað prófanir sem ætlað sé að greina Alzheimer á grunnstigi. Þá fúndu starfsmenn íslenskrar erfðagrein- ingar erfðavísi sem virðist gefa sterkt til kynna að Alzheimer sjúkdómurinn erfist. Félagsþjón- usta Reykjanesbæjar hefúr eftir mætti reynt að koma á móts við þarfir einstaklinga með heilabil- un með heimaþjónustu og dag- vistun þar sem það á við. Sveitar- félögin á Islandi hafa þó ekki markað skýra stefnu hvemig þau nálgast málið og er það líklega vegna þess að vandinn er skil- greindur sem heilbrigðismál og á þá að tilheyra ríkinu til úrlausnar. Umönnun heilabilaðra er bæði félagslegt og heilbrigðislegt vandamál í okkar samtíma og virðist fjöldi tilvika hafa aukist á seinni ámm. Talið er að um 1500 íslendingar séu með þennan hrömunarsjúkdóm. I Reykjanes- bæ lætur nærri að 15 - 20 ein- staklingar með Alzheimer njóti þjónustu heimilishjálparinnar, séu í dagvistun eða njóta þjón- ustu heimahjúkrunar frá heilsu- gæslunni. Þá em ótaldir þeir ein- staklingar sem hafa fengið inni á Garðvangi og í Víðihlíð. Sjúkdómurinn veldur andlegri hnignun þegar taugafrumur i mörgum hlutum heilans eyði- leggjast hægt og sígandi. Sjúk- dómurinn leiðir til minnistaps og skerðingar á andlegum, félags- legum og líkamlegum þáttum og er talið að hrömunin komi fram á um 5 - 10 árum. Einstaklingur- inn kann að muna hluti sem gerðust fyrir mörgum árum en gleyma strax þvi sem er nýskeð. Þegar lengst er gengið getur ein- staklingurinn nánast orðið ósjálf- bjarga og hefúr misst allt raun- veruleikaskyn og líkaminn þá farinn að gefa sig. I upphafi þarf einstaklingurinn félagsþjónustu sem síðan endar í heilbrigðis- þjónustu. Af þeim sökum er sam- starf sveitarfélaga og ríkis mikil- vægt svo tryggja megi sem besta þjónustu fyrir þessa einstaklinga. Tímabilið meðan sjúkdómurinn er að þróast getur verið aðstand- endum ákaflega erfiður. Þeim er ráðlagt að forðast fjölmenni og mikinn hávaða og staði þar sem einstaklingurinn er ókunnugur, þó er verulegur munur á einstak- lingum sumir geta verið með veruleg geðræn einkenni en aðrir ekki. Foldabær í Grafarvogi er sambýli fyrir konur. Rauði krossinn keyp- ti á sínum tíma einbýlishús og innréttaði sem Alzheimer heim- ili. Reykjavíkurborg telur það skyldu sína að taka þátt í rekstr- inum og greiðir sem nemur einu stöðugildi á skjólstæðing. Sjúk- lingamir sem eru ekki nógu veik- ir til þess að leggjast inná heil- brigðisstofnun en geta samt ekki verið heima hjá sér án eftirlits greiða um 70 þúsund króna leigu á mánuði. Þeir fá í staðinn sólar- hringsþjónustu og alla nauðsyn- lega umönnun en þurfa þó að greiða að auki lyfjakostnað sjálf- ir. Heimilið greiðir húsaleigu til Rauðakrossins og öll önnur að- fóng og reynt er að hafa sem eðlilegastan heimilisbrag í Folda- bæ. Forstöðumaður er Margrét Lilja Einarsdóttir sem er fædd og uppalin Keflvíkingur. Félagsþjónusta Kópavogs hefúr síðustu 3 ár verið að undirbúa með heilbrigðisráðuneytinu að hefja byggingu á 450 fermetra sambýli fyrir Alzheimer sjúk- linga og reyndar að hafa tvo MS. Sjúklinga líka á deildinni. Fram- kvæmdaleyfi hefúr ekki enn fengist. Við Sunnuhlið hefúr ver- ið deild fyrir Alzheimersjúklinga sem eru illa sjúkir og þá líka lík- amlega. Þó svo að Alzheimer sé skil- greindur sem sjúkdómur er ljóst að einstaklingamir geta verið lík- amlega í góðu ásigkomulagi í mörg ár frá því sjúkdómurinn greinist þar til þeir þurfa hjúkr- unarvist. það er því spuming hvort við í Reykjanesbæ þurfúm ekki að fara að undirbúa okkur ffekar til að mæta þörfúm þess- ara einstaklinga. Affam þarf að vera mjög náið samstarf milli félagsþjónustunn- ar okkar í Reykjanesbæ, sjúkra- hússins okkar og D.S. .Heimilis- hjálpin og dagvistin munu áfram spila mikilvægt hlutverk en gagnlegt væri fyrir okkur að skoða hvort sambýli í einhveiju formi, t.d. eins og Foldabær, gæti verið leið til að bæta þjón- ustu við Alzheimer sjúklinga í Reykjanesbæ. Skúli Þ Skúlason 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.