Víkurfréttir - 24.01.2002, Blaðsíða 24
VIKURFRETTAVERÐLAUNIN 2001 AFHENT I SAL MATARLYSTAR/ATLANTA
Víkurfréttaverðlaunin
fyrir árið 2001 voru
afhent í fyrrakvöld.
Þetta eru verðlaun til
þeirra sem hafa
skarað framúr á sviði
íþrótta, menningar og
lista og í atvinnu- og
mannlífinu á
Suðurnesjum. Þetta
er í annað sinn sem
Víkurfréttir veita
viðurkenningar á
þennan hátt en tíu ár
á undan hafði blaðið
útnefnt mann ársins á
Suðurnesjum.
FREYJA SIGURÐARDÓTTIR hlýtur íþróttaverðlaun Víkurfrétta 2001:_
ÚR FIMLEIKUM í FITNESS
Freyja Sigurðardóttir fær
íþróttaverðlaun Víkur-
frétta ársins 2001 fyrir af-
rek sín í fitncss íþróttinni. Hún
náði hápunkti fcrils sínum á
síðasta ári, varð Íslands- og
bikiarmcistari í IFBB fitness
og varð í 15. sæti á heimsmcist-
aramóti sem haldiö var í Bras-
ilíu. Freyja er mikil íþrótta-
kona og sagði Sævari Sævars-
syni íþróttasögu sína.
Freyja sem er 21árs er ættuð úr
Sandgerði en foreldrar hennar
eru þau Sigurður Garðarsson og
Lilja Armannsdóttir. Hún býr þó
í Keflavík ásamt unnusta sínum,
knattspymukappanum Jakobi Má
Jónharðssyni. Hún hóf að stunda
fimleika með Keflavík 9 ára
gömul en hætti í þeim 1998. 1
fimleikunum hafði hún náð góð-
um árangri og varð m.a. fjórum
sinnum Suðurnesjameistari og
komst í landsliðið. Ekki leið á
löngu þar til hún fékk áhuga á
fitness sem þá var ný íþrótt á ís-
landi.
Fitness eftir fimleika
„Það voru þau Kristjana Gunn-
arsdóttir og Ragnar Hafsteinsson
í Lífstíl sem fengu mig tii að
prófa fitness og er ég þeim mjög
þakklát fyrir að hafa ýtt mér út í
þetta og hjálpað mér. Ég var ný
hætt í fimleikum og mig langaði
að gera eitthvað annað og því var
þetta tilvalið. A þessum tíma var
fitness nýtt á íslandi og fyrsta ís-
landsmótið var að fara i gang. Ég
æfði mjög vel fyrir mótið og það
má segja að allur minn frítími
hafi farið í þetta“.
Hjálpaöi að hafa verið í fim-
leikurn?
„Já það hjálpaði gríðarlega mikið
að hafa verið í fimleikum. Ég var
í mjög góðu líkamlegu formi
enda voru æfingarnar sem við
gerðum í fimleikunum góður
undirbúningur. Það þarf að hafa
gríðalegan aga og metnað til að
ná einhverjum árangri í þessari
íþrótt og maður verður að passa
vel upp á allt mataræði. Þetta
voru þeir hlutir sem hjálpuðu
mér hvað mest úr fimleikunum
en þar er þetta eins. Ég neita þvi
ekki að þetta var oft á tíðum
mjög erfitt en það skilaði sér því
ég varð fyrsti íslandsmeistari í
fitness kvenna á íslandi".
Toppaði á árinu
Freyja hefur orðið tvisvar Is-
landsmeistari í Galaxy fitness og
einu sinni bikarmeistari. Hún
sigraði einnig alþjóðlegu móti
sem fram fór í Laugardagshöll
árið 2000. Eins og áður sagði
varð hún svo lslands- og bikar-
meistari í IFBB fitness árið 2001
og í október það ár hélt hún til
Brasilíu þar sem hún tók þátt á
heimsmeistaramótinu í fitness.
„Það var auðvitað ffábært að taka
þátt í þessu móti og ég öðlaðist
mikla og ómetanlega reynslu á
því. Þarna voru saman komnar
68 konur frá 38 mismunandi
löndum og voru þær allar mjög
flottar og stæltar. Keppnin var
með örlítið öðruvísi sniði en hér
heima því þama var engin tíma-
þraut og þess háttar heldur ein-
ungis samanburður og eró-
bikkrútína. Það voru 16 stelpur
sem komust í gegnum saman-
burðinn og var ég ein þeirra. Við
fengum svo að sýna rútínuna en
hinar voru úr leik. Ég lenti í 15.
sæti og er ég mjög sátt við þann
árangur en ég ætla mér að gera
betur ef ég fer aftur á þetta mót“.
Vinsælt sport
Fitness er orðið gríðalega vin-
sæl íþrótt á íslandi og vekur
það furðu að hvorugt sam-
bandið, hvprki Galaxy né
IFBB eru í íþróttasambandi
Island en IFBB er þó að reyna
að öðlast inngöngu.
„Það hefur orðið gífúrleg aukn-
ing i fitness frá því það hóf
göngu sína á íslandi og það sést
best á því hve margir em famir
að taka þátt í mótunum sem hald-
in eru af báðum samtökun-
um.Það er alltaf verið að koma
með einhverskonar nýjungar inní
þetta sem gerir þetta skemmti-
legra og meira spennandi en
áherslunar eru samt sem áður
..Það þarf að hafa
gríðalegan aga og
metnað til að ná
einvherjum árangri
í þessari íþrótt og
maður verður að
passa vel upp á
allt mataræði...
iær sömu. Annars er líkamsrækt
út af fýrir sig bara komin til að
vera enda er fólk almennt farið
að hugsa mun betur um líkaman
sinn en áður“, sagði Freyja
íþróttadrotming Víkurfrétta.
Fjör í FS
Freyja stundar nám við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja þessa
daganna ásamt því að vinna í
Perlunni. Þar starfar hún sem
leiðbeinandi og einkaþjálfari og
er nóg að gera hjá henni. Hún er
auðvitað sjálf einnig að æfa á
fúllu og því má segja að Perlan sé
hennar annað heimili því þar er
hún allan daginn ásamt unnusta
sínum. Freyja var mjög ánægð
með viðurkenninguna frá Víkur-
fréttum:
„Það er að sjálfsögðu alltaf gam-
an að fá viðurkenningar og vita
til þess að fólk er að fylgjast með
hvemig maður stendur sig. Ég sé
líka með þessu að ég er að gera
eitthvað rétt og þetta fær mig til
að halda áfiam að standa mig og
reyna að gera enn betur“.
En hvað er næst á döfinni hjá
þér?
„Ég ætla að einbeita mér að skól-
anum og þálfúninni ásamt því að
æfa sjálf en annars er allt óráðið
hvað varðar fitnessið. Það er ís-
landsmót á Akureyri um páskana
en ég er ekki alveg búin að
ákveða hvort ég taki þátt í því
eða ekki en eins og staðan er í
dag langar mig það“.
24